Kærð fyrir að ala upp barn í afskekktri sveit Kristján Már Unnarsson skrifar 24. mars 2014 20:30 Bettý á Ingjaldssandi ræðir í þættinum "Um land allt" opinskátt um þessar sérstöku aðstæður. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Einstæða móðirin hún Bettý, sem er síðasti bóndinn á Ingjaldssandi, var kærð til barnaverndarnefndar á Ísafirði fyrir að vera ein að ala upp barn í svo afskekktri sveit. Þetta kemur fram í þættinum Um land allt, sem sýndur verður á Stöð 2, annaðkvöld, þriðjudag, kl. 19.20. Viðtalsbrot úr þættinum mátti sjá í fréttum í kvöld. Stöðvar 2-menn fóru nýlega með aðstoð björgunarsveitar á vélsleðum til að hitta Elísabetu Pétursdóttur, sem jafnan er kölluð Bettý, en hún er sauðfjárbóndi á Sæbóli. Síðastliðin tólf ár hafa hún og Þór sonur hennar verið einu íbúar þessa einangraða dals. Hann sækir grunnskóla á Flateyri og dvelur virka daga á heimili systur sinnar meðan á skólatíma stendur en kemur heim um helgar, þegar færð leyfir.Þór Engholm er orðinn 15 ára og lýkur grunnskólanámi frá Flateyri í vor.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Þegar Bettý hóf sjálf búskap á Ingjaldssandi fyrir aldarfjórðungi bjuggu þar sex fjölskyldur og hún átti ekki von á öðru en að þar yrði áfram gróskumikið mannlíf. Það fór á annan veg og árið 2001 var hún ein orðin eftir með ungan son sinn en dóttirin var þá vaxin úr grasi. Bettý ræðir opinskátt í þættinum um hvernig fólk úr nærumhverfinu lagðist gegn því að hún byggi þarna áfram. Fólk hafi komið og sagt að það væri ekki forsvaranlegt að hún væri þarna ein að ala upp barnið; strákurinn yrði einstrengingslegur og sérlunda. Hún hafi svo verið kærð til barnaverndarnefndar, sem hafi komið í heimsókn og gert úttekt á aðstæðum. „Sem betur fer var það fólk sem var þar við völd og á bæjarskrifstofunum réttsýnisfólk og gott fólk,“ segir Bettý. Í þættinum verður einnig rætt við börnin hennar, soninn Þór og dótturina Kristínu, um hvernig sé að alast upp á Ingjaldssandi. Fyrri þáttinn, sem sýndur var síðastliðinn þriðjudag, má sjá hér. Börn og uppeldi Ísafjarðarbær Um land allt Tengdar fréttir Fótgangandi yfir vestfirska heiði til að ná þorrablótinu Til að missa ekki af þorrablóti Önfirðinga vílar hún ekki fyrir sér að fara fótgangandi alein yfir fimmhundruð metra háa vestfirska heiði í skammdeginu. 18. mars 2014 19:20 Ein eftir í afskekktum dal á Vestfjörðum Mæðginin á Sæbóli á Ingjaldssandi, Elísabet Pétursdóttir sauðfjárbóndi og 15 ára sonur hennar, Þór, gætu verið þeir Íslendingar sem búa við erfiðustu samgöngur og mestu vetrareinangrun hérlendis um þessar mundir. 17. mars 2014 07:00 Mest lesið Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Einstaklingur féll af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Fleiri fréttir Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Einstaklingur féll af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú Sjá meira
Einstæða móðirin hún Bettý, sem er síðasti bóndinn á Ingjaldssandi, var kærð til barnaverndarnefndar á Ísafirði fyrir að vera ein að ala upp barn í svo afskekktri sveit. Þetta kemur fram í þættinum Um land allt, sem sýndur verður á Stöð 2, annaðkvöld, þriðjudag, kl. 19.20. Viðtalsbrot úr þættinum mátti sjá í fréttum í kvöld. Stöðvar 2-menn fóru nýlega með aðstoð björgunarsveitar á vélsleðum til að hitta Elísabetu Pétursdóttur, sem jafnan er kölluð Bettý, en hún er sauðfjárbóndi á Sæbóli. Síðastliðin tólf ár hafa hún og Þór sonur hennar verið einu íbúar þessa einangraða dals. Hann sækir grunnskóla á Flateyri og dvelur virka daga á heimili systur sinnar meðan á skólatíma stendur en kemur heim um helgar, þegar færð leyfir.Þór Engholm er orðinn 15 ára og lýkur grunnskólanámi frá Flateyri í vor.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Þegar Bettý hóf sjálf búskap á Ingjaldssandi fyrir aldarfjórðungi bjuggu þar sex fjölskyldur og hún átti ekki von á öðru en að þar yrði áfram gróskumikið mannlíf. Það fór á annan veg og árið 2001 var hún ein orðin eftir með ungan son sinn en dóttirin var þá vaxin úr grasi. Bettý ræðir opinskátt í þættinum um hvernig fólk úr nærumhverfinu lagðist gegn því að hún byggi þarna áfram. Fólk hafi komið og sagt að það væri ekki forsvaranlegt að hún væri þarna ein að ala upp barnið; strákurinn yrði einstrengingslegur og sérlunda. Hún hafi svo verið kærð til barnaverndarnefndar, sem hafi komið í heimsókn og gert úttekt á aðstæðum. „Sem betur fer var það fólk sem var þar við völd og á bæjarskrifstofunum réttsýnisfólk og gott fólk,“ segir Bettý. Í þættinum verður einnig rætt við börnin hennar, soninn Þór og dótturina Kristínu, um hvernig sé að alast upp á Ingjaldssandi. Fyrri þáttinn, sem sýndur var síðastliðinn þriðjudag, má sjá hér.
Börn og uppeldi Ísafjarðarbær Um land allt Tengdar fréttir Fótgangandi yfir vestfirska heiði til að ná þorrablótinu Til að missa ekki af þorrablóti Önfirðinga vílar hún ekki fyrir sér að fara fótgangandi alein yfir fimmhundruð metra háa vestfirska heiði í skammdeginu. 18. mars 2014 19:20 Ein eftir í afskekktum dal á Vestfjörðum Mæðginin á Sæbóli á Ingjaldssandi, Elísabet Pétursdóttir sauðfjárbóndi og 15 ára sonur hennar, Þór, gætu verið þeir Íslendingar sem búa við erfiðustu samgöngur og mestu vetrareinangrun hérlendis um þessar mundir. 17. mars 2014 07:00 Mest lesið Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Einstaklingur féll af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Fleiri fréttir Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Einstaklingur féll af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú Sjá meira
Fótgangandi yfir vestfirska heiði til að ná þorrablótinu Til að missa ekki af þorrablóti Önfirðinga vílar hún ekki fyrir sér að fara fótgangandi alein yfir fimmhundruð metra háa vestfirska heiði í skammdeginu. 18. mars 2014 19:20
Ein eftir í afskekktum dal á Vestfjörðum Mæðginin á Sæbóli á Ingjaldssandi, Elísabet Pétursdóttir sauðfjárbóndi og 15 ára sonur hennar, Þór, gætu verið þeir Íslendingar sem búa við erfiðustu samgöngur og mestu vetrareinangrun hérlendis um þessar mundir. 17. mars 2014 07:00