Reykjavík með slökkt ljós í tilefni Jarðarstundar Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 27. mars 2014 13:02 Kóngulóarmaðurinn styður viðburðinn með ýmsu móti, jafnt á Íslandi sem í öðrum löndum og hvetur hann unga fólkið til að taka þátt. VÍSIR/AFP/REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg mun ekki kveikja götuljós borgarinnar fyrr en klukkan 21.30 næstkomandi laugardagskvöld í tilefni Jarðarstundar (e. Earth Hour). Stundin hefst í Nýja Sjáandi á staðartíma klukkan 20.30 á laugardaginn og breiðist síðan út yfir tímabelti jarðarkringlunnar. Jarðarstundin stendur því yfir frá klukkan 20:30 til 21:30 hér á landi. Jarðarstund er alþjóðlegur umhverfisviðburður sjálfboðaliðasamtakanna World Wildlife Fund. 7 þúsund borgir í 150 löndum munu taka þátt í viðburðinum. „Margir hafa hugann við hlýnun jarðar af mannavöldum og þau áhrif sem meðal annars birtast í náttúruhamförum eins og ofsaveðri,“ segir á vef borgarinnar. Margar borgir taka þátt í viðburðinum með því að slökkva ljós sem lýsa upp frægar byggingar. Í París verður slökkt á ljósunum sem lýsa upp Eiffel turninn og slökkt verður á ljósunum sem lýsa upp Óperuhúsið í Sydney.Kóngulóarmaðurinn styður viðburðinn Kóngulóarmaðurinn hefur gengið til liðs Jarðarstundasamtökin sem einskonar alþjóðlegur sendiherra samtakanna í ár. Kóngulóarmaðurinn styður viðburðinn með ýmsu móti, jafnt á Íslandi sem í öðrum löndum og hvetur hann unga fólkið til að taka þátt.Hvatning fyrir hvern og einn að huga að eigin umgengniReykjavíkborg hvetur alla sem hafa forræði yfir upplýstum byggingum í borginni til að slökkva á lýsingunni þessa klukkustund sem Jarðarstundin er. Ráðhúsið í Reykjavík, Perlan í Öskjuhlíð og aðalbygging Háskóla Íslands eru meðal þeirra bygginga sem þegar hefur verið ákveðið að slökkva á lýsingu á. Reykjavíkurborg bendir á að þetta sé kjörið tækifæri fyrir hverfi borgarinnar til að leggja málefninu lið. Hvetur borgin fjölskyldur til að taka þátt með því að ræða saman við kertaljós um hvernig hver og einn geti lagt Jörðinni lið með breyttri hegðun. Til dæmis með breyttum samgönguvenjum og bættri flokkun við endurvinnslu. Einnig hvernig draga megi úr notkun umbúða og auka sparneytni í orkumálum. Hér fyrir neðan má sjá kynningarmyndbönd fyrir Jarðarstundina á laugardaginn. Loftslagsmál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Sjá meira
Reykjavíkurborg mun ekki kveikja götuljós borgarinnar fyrr en klukkan 21.30 næstkomandi laugardagskvöld í tilefni Jarðarstundar (e. Earth Hour). Stundin hefst í Nýja Sjáandi á staðartíma klukkan 20.30 á laugardaginn og breiðist síðan út yfir tímabelti jarðarkringlunnar. Jarðarstundin stendur því yfir frá klukkan 20:30 til 21:30 hér á landi. Jarðarstund er alþjóðlegur umhverfisviðburður sjálfboðaliðasamtakanna World Wildlife Fund. 7 þúsund borgir í 150 löndum munu taka þátt í viðburðinum. „Margir hafa hugann við hlýnun jarðar af mannavöldum og þau áhrif sem meðal annars birtast í náttúruhamförum eins og ofsaveðri,“ segir á vef borgarinnar. Margar borgir taka þátt í viðburðinum með því að slökkva ljós sem lýsa upp frægar byggingar. Í París verður slökkt á ljósunum sem lýsa upp Eiffel turninn og slökkt verður á ljósunum sem lýsa upp Óperuhúsið í Sydney.Kóngulóarmaðurinn styður viðburðinn Kóngulóarmaðurinn hefur gengið til liðs Jarðarstundasamtökin sem einskonar alþjóðlegur sendiherra samtakanna í ár. Kóngulóarmaðurinn styður viðburðinn með ýmsu móti, jafnt á Íslandi sem í öðrum löndum og hvetur hann unga fólkið til að taka þátt.Hvatning fyrir hvern og einn að huga að eigin umgengniReykjavíkborg hvetur alla sem hafa forræði yfir upplýstum byggingum í borginni til að slökkva á lýsingunni þessa klukkustund sem Jarðarstundin er. Ráðhúsið í Reykjavík, Perlan í Öskjuhlíð og aðalbygging Háskóla Íslands eru meðal þeirra bygginga sem þegar hefur verið ákveðið að slökkva á lýsingu á. Reykjavíkurborg bendir á að þetta sé kjörið tækifæri fyrir hverfi borgarinnar til að leggja málefninu lið. Hvetur borgin fjölskyldur til að taka þátt með því að ræða saman við kertaljós um hvernig hver og einn geti lagt Jörðinni lið með breyttri hegðun. Til dæmis með breyttum samgönguvenjum og bættri flokkun við endurvinnslu. Einnig hvernig draga megi úr notkun umbúða og auka sparneytni í orkumálum. Hér fyrir neðan má sjá kynningarmyndbönd fyrir Jarðarstundina á laugardaginn.
Loftslagsmál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Sjá meira