Umfjöllun og viðtöl: HK - Fram 23-29 | Fram færist nær úrslitakeppninni. Ingvi Þór Sæmundsson í Digranesi skrifar 27. mars 2014 14:37 Vísir/Daníel Fram vann í kvöld öruggan sex marka sigur á botnliði HK í Olís deild karla. Lokatölur urðu 23-29. Liðunum gekk erfiðlega að skora í upphafi leiks. Lítið fór fyrir fallegum sóknartilþrifum, en Safamýrarpiltum gekk þó ívið betur í sóknarleiknum og voru m.a. duglegir að sækja vítaköst sem Garðar Sigurjónsson nýtti af öryggi. Framliggjandi vörn Framara var sömuleiðis sterk og þeir náðu þriggja marka forystu, 5-8, um miðjan hálfleikinn eftir mark Stefáns Baldvins Stefánssonar úr hraðaupphlaupi. Þá tók Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari HK, leikhlé sem hafði góð áhrif á hans menn, þá sérstaklega Garðar Svansson sem skoraði þrjú mörk í röð, þar af tvö úr hraðaupphlaupum og HK-ingar voru allt í einu komnir yfir, 9-8.Guðlaugur Arnarson tók þá leikhlé og við það hresstust Framarar. Þeir fóru að finna betri færi í sókninni og komust fjórum mörkum yfir, 10-14, undir lok fyrri hálfleiks. HK náði þó að skora tvö síðustu mörk hálfleiksins og staðan var 12-14, gestunum í vil, þegar liðin gengu til búningsherbergja. Leikmenn Fram komu ákveðnir til leiks í seinni hálfleiks; vörnin var sterk og hægt og bítandi náðu þeir góðu forskoti. HK-ingar voru aldrei langt undan - munurinn í seinni hálfleik var jafnan fjögur til fimm mörk - en sigur Fram var aldrei í mikilli hættu. Framarar spiluðu sterka vörn að vanda og fengu framlag frá mörgum leikmönnum í sókninni. Garðar var sterkur á línunni og nýtti vítin sín vel, Stefán Baldvin og Sveinn Þorgeirsson voru drjúgir, jafnt í vörn sem sókn, og þá er vert að nefna framlag Sigurðar Arnar Þorsteinssonar. Hann kom inn á í seinni hálfleik, var áræðinn og skoraði fimm góð mörk. Líkt og Vilhelm Gauti Bergsveinsson, fyrirliði HK, sagði í viðtali við undirritaðan að leik loknum, þá voru Kópavogspiltar sjálfum sér verstir í þessum leik. Liðið tapaði boltanum of oft og það var lítill kraftur í uppstilltum sóknarleik þess. Vörnin stóð á köflum vel, en ég hef ekki tölu á því hversu oft hún opnaðist á ögurstundu þegar sóknir Framara virtust komnar í öngstræti.Jóhann Reynir Gunnlaugsson var markahæstur heimamanna í leiknum með sjö mörk. Hann gerði sín mistök líkt og liðsfélagar hans, en honum til hróss þá hætti hann aldrei að reyna. Þá áttu markverðir liðsins góðan dag þrátt fyrir tapið. Með sigrinum styrkti Fram stöðu sína í fjórða sæti deildarinnar, en liðið er í kjörstöðu til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Fram er nú þremur stigum á undan FH, sem tapaði fyrr í kvöld fyrir Akureyri, og vinni Safamýrarpiltar annan af þeim tveimur leikjum sem þeir eiga eftir eru þeir öryggir inn í úrslitakeppnina. HK situr eftir sem áður á botni deildarinnar með sín þrjú stig.Garðar Sigurjónsson: Spilamennskan var bara fín Garðar Sigurjónsson, línumaður Fram, var að vonum sáttur eftir sigur hans manna á HK í kvöld. "Spilamennskan var bara fín í dag. Þetta var samt erfitt, því HK voru alveg góðir. Þetta var ekkert sérstaklega fallegur handbolti. HK voru að berjast og við áttum í vandræðum með að slíta þá frá okkur, en við náðum því í seinni hálfleik eftir um tíu mínútur. Eftir það litum við ekki um öxl." Sigurður Örn Þorsteinsson átti góða innkomu í lið Fram í seinni hálfleik og Garðar var ánægður með frammistöðu liðsfélaga síns. "Hann var flottur, rosa flottur. Ég var ánægður með hann. Hann keyrði bara í gegn, þrumaði á markið og skoraði. Framarar hefðu ekki getað óskað sér betri úrslita í kvöld, en bæði FH og ÍR, keppinautar þeirra um sæti í úrslitakeppninni, töpuðu bæði. "Já, það var rosa gott fyrir okkur. Næsti leikur hjá okkur er við ÍR og það verður úrslitaleikur um sæti í úrslitakeppninni. Nú fáum við fínt helgarfrí, svo eru tvær vikur í næsta leik og við verðum að æfa eins og vitleysingar fram að honum."Vilhelm Gauti Bergsveinsson: Biðin er ekkert spes, en við þurfum að bíða "Mér finnst við, satt best að segja, vera sjálfum okkur verstir í leiknum," sagði Vilhelm Gauti Bergsveinsson fyrirliði HK eftir tap hans manna fyrir Fram í kvöld. "Við erum að taka ákvarðanir inn á milli sem eru algjör katastrófa, en svo koma inn á milli flottir kaflar eins og í fyrri hálfleik þegar við komumst yfir. Við vorum samt alltof sveiflukenndir. Við þurfum að lengja góðu kaflana og stytta vondu kaflana." Vörn HK hélt vel á köflum, en síðan gerði einbeitingarleysi jafnan vart við sig. "Mér fannst við alltaf halda fyrstu 30-40 sekúndurnar mjög vel, en þá koma einhverjar smá hreyfingar hjá þeim, milli bakvarðar og hornamanns, einhverjar línusendingar eða eitthvað þar sem menn bara sofna. Það var ekkert sem kom okkur á óvart í þeirra leik, við vorum bara ekki nógu einbeittir." HK bíður nú þess sem verða vill, en eins og fram hefur komið á síðustu vikum er möguleiki á að liðið spili áfram í efstu deild að ári, þrátt fyrir að enda tímabilið í botnsætinu. "Það er bara ekkert í okkar höndum," sagði Vilhelm um framhaldið. "Það er ekkert það þægilegasta að vita ekki alveg hvað við erum að fara að gera á næsta ári, bara upp á leikmanna- og þjálfaramál og annað - hvar félagið stendur. Biðin er ekkert spes, en við þurfum að bíða." Olís-deild karla Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Fleiri fréttir Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Sjá meira
Fram vann í kvöld öruggan sex marka sigur á botnliði HK í Olís deild karla. Lokatölur urðu 23-29. Liðunum gekk erfiðlega að skora í upphafi leiks. Lítið fór fyrir fallegum sóknartilþrifum, en Safamýrarpiltum gekk þó ívið betur í sóknarleiknum og voru m.a. duglegir að sækja vítaköst sem Garðar Sigurjónsson nýtti af öryggi. Framliggjandi vörn Framara var sömuleiðis sterk og þeir náðu þriggja marka forystu, 5-8, um miðjan hálfleikinn eftir mark Stefáns Baldvins Stefánssonar úr hraðaupphlaupi. Þá tók Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari HK, leikhlé sem hafði góð áhrif á hans menn, þá sérstaklega Garðar Svansson sem skoraði þrjú mörk í röð, þar af tvö úr hraðaupphlaupum og HK-ingar voru allt í einu komnir yfir, 9-8.Guðlaugur Arnarson tók þá leikhlé og við það hresstust Framarar. Þeir fóru að finna betri færi í sókninni og komust fjórum mörkum yfir, 10-14, undir lok fyrri hálfleiks. HK náði þó að skora tvö síðustu mörk hálfleiksins og staðan var 12-14, gestunum í vil, þegar liðin gengu til búningsherbergja. Leikmenn Fram komu ákveðnir til leiks í seinni hálfleiks; vörnin var sterk og hægt og bítandi náðu þeir góðu forskoti. HK-ingar voru aldrei langt undan - munurinn í seinni hálfleik var jafnan fjögur til fimm mörk - en sigur Fram var aldrei í mikilli hættu. Framarar spiluðu sterka vörn að vanda og fengu framlag frá mörgum leikmönnum í sókninni. Garðar var sterkur á línunni og nýtti vítin sín vel, Stefán Baldvin og Sveinn Þorgeirsson voru drjúgir, jafnt í vörn sem sókn, og þá er vert að nefna framlag Sigurðar Arnar Þorsteinssonar. Hann kom inn á í seinni hálfleik, var áræðinn og skoraði fimm góð mörk. Líkt og Vilhelm Gauti Bergsveinsson, fyrirliði HK, sagði í viðtali við undirritaðan að leik loknum, þá voru Kópavogspiltar sjálfum sér verstir í þessum leik. Liðið tapaði boltanum of oft og það var lítill kraftur í uppstilltum sóknarleik þess. Vörnin stóð á köflum vel, en ég hef ekki tölu á því hversu oft hún opnaðist á ögurstundu þegar sóknir Framara virtust komnar í öngstræti.Jóhann Reynir Gunnlaugsson var markahæstur heimamanna í leiknum með sjö mörk. Hann gerði sín mistök líkt og liðsfélagar hans, en honum til hróss þá hætti hann aldrei að reyna. Þá áttu markverðir liðsins góðan dag þrátt fyrir tapið. Með sigrinum styrkti Fram stöðu sína í fjórða sæti deildarinnar, en liðið er í kjörstöðu til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Fram er nú þremur stigum á undan FH, sem tapaði fyrr í kvöld fyrir Akureyri, og vinni Safamýrarpiltar annan af þeim tveimur leikjum sem þeir eiga eftir eru þeir öryggir inn í úrslitakeppnina. HK situr eftir sem áður á botni deildarinnar með sín þrjú stig.Garðar Sigurjónsson: Spilamennskan var bara fín Garðar Sigurjónsson, línumaður Fram, var að vonum sáttur eftir sigur hans manna á HK í kvöld. "Spilamennskan var bara fín í dag. Þetta var samt erfitt, því HK voru alveg góðir. Þetta var ekkert sérstaklega fallegur handbolti. HK voru að berjast og við áttum í vandræðum með að slíta þá frá okkur, en við náðum því í seinni hálfleik eftir um tíu mínútur. Eftir það litum við ekki um öxl." Sigurður Örn Þorsteinsson átti góða innkomu í lið Fram í seinni hálfleik og Garðar var ánægður með frammistöðu liðsfélaga síns. "Hann var flottur, rosa flottur. Ég var ánægður með hann. Hann keyrði bara í gegn, þrumaði á markið og skoraði. Framarar hefðu ekki getað óskað sér betri úrslita í kvöld, en bæði FH og ÍR, keppinautar þeirra um sæti í úrslitakeppninni, töpuðu bæði. "Já, það var rosa gott fyrir okkur. Næsti leikur hjá okkur er við ÍR og það verður úrslitaleikur um sæti í úrslitakeppninni. Nú fáum við fínt helgarfrí, svo eru tvær vikur í næsta leik og við verðum að æfa eins og vitleysingar fram að honum."Vilhelm Gauti Bergsveinsson: Biðin er ekkert spes, en við þurfum að bíða "Mér finnst við, satt best að segja, vera sjálfum okkur verstir í leiknum," sagði Vilhelm Gauti Bergsveinsson fyrirliði HK eftir tap hans manna fyrir Fram í kvöld. "Við erum að taka ákvarðanir inn á milli sem eru algjör katastrófa, en svo koma inn á milli flottir kaflar eins og í fyrri hálfleik þegar við komumst yfir. Við vorum samt alltof sveiflukenndir. Við þurfum að lengja góðu kaflana og stytta vondu kaflana." Vörn HK hélt vel á köflum, en síðan gerði einbeitingarleysi jafnan vart við sig. "Mér fannst við alltaf halda fyrstu 30-40 sekúndurnar mjög vel, en þá koma einhverjar smá hreyfingar hjá þeim, milli bakvarðar og hornamanns, einhverjar línusendingar eða eitthvað þar sem menn bara sofna. Það var ekkert sem kom okkur á óvart í þeirra leik, við vorum bara ekki nógu einbeittir." HK bíður nú þess sem verða vill, en eins og fram hefur komið á síðustu vikum er möguleiki á að liðið spili áfram í efstu deild að ári, þrátt fyrir að enda tímabilið í botnsætinu. "Það er bara ekkert í okkar höndum," sagði Vilhelm um framhaldið. "Það er ekkert það þægilegasta að vita ekki alveg hvað við erum að fara að gera á næsta ári, bara upp á leikmanna- og þjálfaramál og annað - hvar félagið stendur. Biðin er ekkert spes, en við þurfum að bíða."
Olís-deild karla Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Fleiri fréttir Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Sjá meira