Handbolti

Alexander snýr aftur | Kristófer nýr í hópnum

Kristófer fær tækifæri með landsliðinu.
Kristófer fær tækifæri með landsliðinu.
Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, tilkynnti í dag hóp sinn fyrir vináttulandsleikina gegn Austurríki í byrjun næsta mánaðar.

Aron valdi 21 manna æfingahóp en hópurinn kemur saman til æfinga 31. mars næstkomandi. Leikirnir verða svo 4. og 5. apríl. Fyrri leikurinn verður spilaður á Ásvöllum en sá síðari í Ólafsvík.

Alexander Petersson snýr aftur í hópinn en hann var fjarverandi á EM í janúar. Snorri Steinn Guðjónsson er einnig í æfingahópnum þó svo hann hafi kviðslitnað á dögunum.

Markvörðurinn Kristófer Fannar Guðmundsson úr ÍR er eini nýliðinn í hópnum að þessu sinni en annars er hópurinn mjög sterkur eins og sjá má hér að neðan.

Hópurinn:

Markmenn:

Aron Rafn Eðvarðsson, Guif

Björgvin Páll Gústavsson, Bergischer

Kristófer Fannar Guðmundsson, ÍR

Aðrir leikmenn:

Alexander Petersson, Rhein-Neckar Löwen

Arnór Atlason, St. Raphael

Aron Pálmarsson, Kiel

Árni Steinn Steinþórsson, Haukar

Arnór Þór Gunnarsson, Bergischer

Ásgeir Örn Hallgrímsson, Paris Handball

Bjarki Már Gunnarsson, Aue

Guðjón Valur Sigurðsson, THW Kiel

Gunnar Steinn Jónsson, Nantes

Kári Kristján Kristjánsson, Bjerringbro-Silkeborg

Ólafur Andrés Guðmundsson, Kristianstad

Ólafur Gústafsson, Flensburg

Róbert Gunnarsson, PSG

Snorri Steinn Guðjónsson, GOG

Stefán Rafn Sigurmannsson, Rhein-Neckar Löwen

Sverre Andreas Jakobsson, TV Grosswallstadt

Vignir Svavarsson, TWD Minden

Þórir Ólafsson, KS Vive Targi Kielce




Fleiri fréttir

Sjá meira


×