Innlent

Reykvíkingar hlynntari aðild að ESB

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Þeir sem búa í Reykjavík eru hlynntari aðild að ESB en þeir sem búa annars staðar.
Þeir sem búa í Reykjavík eru hlynntari aðild að ESB en þeir sem búa annars staðar.
72 prósent landsmanna eru hlynnt þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðna við ESB samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup sem birtur var í gær. 21 prósent segjast vera andvíg þjóðaratkvæðagreiðslu og sjö prósent segjast hvorki hlynnt né andvíg. 94 prósent þeirra sem spurðir voru tóku afstöðu.

Af þeim sem taka afstöðu eru nær 47 prósent landsmanna andvíg aðild Íslands að ESB, ríflega 37 prósent eru hlynnt aðild og sextán prósent eru hvorki hlynnt né andvíg. Þetta er meiri stuðningur við aðild að ESB en mældist í júní 2010, en þá voru um 26 prósent hlynnt aðild en um 59 prósent andvíg.

Þeir sem búa í Reykjavík eru hlynntari aðild að ESB en þeir sem búa annars staðar og þeir sem hafa lokið háskólaprófi eru hlynntari aðild en þeir sem hafa minni menntun að baki.

Könnunin var gerð var dagana 27. febrúar til 5. mars og var þátttökuhlutfall 61 prósent. 1.400 einstaklingar, 18 ára eða eldri af öllu landinu, voru spurðir.

Þjóðarpúls Gallup er aðgengilegur á PDF-skjali hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×