Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Atli Ísleifsson skrifar 18. september 2025 13:17 Björn Bjarki Þorsteinsson er sveitarstjóri Dalabyggð og segir áhuga vera í sveitarfélaginu fyrir sameiningu. Eðlilega heyrist þó efasemdaraddir. Vísir Sveitarstjórnir Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafa samþykkt tillögu sérstakrar samráðsnefndar að íbúakosning fari fram í sveitarfélögunum tveimur um sameiningu dagana 28. nóvember til 13. desember næstkomandi. Þetta var ákveðið að fundum sveitarstjórnanna tveggja á dögunum. Lagt er til að kosningaaldur í íbúakosningunum verði sextán ár. Tillagan var samþykkt samhljóða í báðum sveitarfélögum. Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri Dalabyggð, segir í samtali við fréttastofu að það verði áhugavert að ná þessu samtali og að kanna hug íbúa varðandi mögulega sameiningu. Íbúafundir séu nú á dagskrá í báðum sveitarfélögunum til að ná fram þessu samtali. „Þetta eru ámóta samfélög þannig að það sem okkur gengur til er að mynda stærra og öflugra sveitarfélag með meiri slagkraft, meðal annars gagnvart ríkisvaldinu,“ segir Björn Bjarki. Hvammstangi er stærsti þéttbýliskjarninn í Húnaþingi vestra.Húnaþing vestra Hvernig er það í Dölunum, er áhugi fyrir sameiningu? „Já, mér heyrist það, en auðvitað heyrir maður efasemdaraddir. Eðlilega. Enda erum við ekki vön svona sameiningum. En ef af þessu yrðu Dalamenn áfram Dalamenn, Húnvetningar Húnvetningar og Hrútfirðingar Hrútfirðingar. Það myndi ekki breytast, en markmiðið væri að búa til öflugra sveitarfélag,“ segir Björn Bjarki. Hann segir að ef meirihluti beggja vegna samþykki sameiningu þá verði komin bindandi niðurstaða um að sameina sveitarfélögin. „Þá færu fram kosningar til sveitarstjórnar sameinaðs sveitarfélags. En ef sameining yrði felld í öðru sveitarfélaginu, þá er leikurinn einfaldlega búinn.“ Íbúafjöldinn í Húnaþingi vestra var 1.203 í ársbyrjun en stærsti þéttbýliskjarninn þar er Hvammstangi. Í Dalabyggð var íbúafjöldinn 645 í ársbyrjun og er Búðardalur stærsti þéttbýliskjarninn,. Dalabyggð Húnaþing vestra Sveitarstjórnarmál Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Sjá meira
Þetta var ákveðið að fundum sveitarstjórnanna tveggja á dögunum. Lagt er til að kosningaaldur í íbúakosningunum verði sextán ár. Tillagan var samþykkt samhljóða í báðum sveitarfélögum. Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri Dalabyggð, segir í samtali við fréttastofu að það verði áhugavert að ná þessu samtali og að kanna hug íbúa varðandi mögulega sameiningu. Íbúafundir séu nú á dagskrá í báðum sveitarfélögunum til að ná fram þessu samtali. „Þetta eru ámóta samfélög þannig að það sem okkur gengur til er að mynda stærra og öflugra sveitarfélag með meiri slagkraft, meðal annars gagnvart ríkisvaldinu,“ segir Björn Bjarki. Hvammstangi er stærsti þéttbýliskjarninn í Húnaþingi vestra.Húnaþing vestra Hvernig er það í Dölunum, er áhugi fyrir sameiningu? „Já, mér heyrist það, en auðvitað heyrir maður efasemdaraddir. Eðlilega. Enda erum við ekki vön svona sameiningum. En ef af þessu yrðu Dalamenn áfram Dalamenn, Húnvetningar Húnvetningar og Hrútfirðingar Hrútfirðingar. Það myndi ekki breytast, en markmiðið væri að búa til öflugra sveitarfélag,“ segir Björn Bjarki. Hann segir að ef meirihluti beggja vegna samþykki sameiningu þá verði komin bindandi niðurstaða um að sameina sveitarfélögin. „Þá færu fram kosningar til sveitarstjórnar sameinaðs sveitarfélags. En ef sameining yrði felld í öðru sveitarfélaginu, þá er leikurinn einfaldlega búinn.“ Íbúafjöldinn í Húnaþingi vestra var 1.203 í ársbyrjun en stærsti þéttbýliskjarninn þar er Hvammstangi. Í Dalabyggð var íbúafjöldinn 645 í ársbyrjun og er Búðardalur stærsti þéttbýliskjarninn,.
Dalabyggð Húnaþing vestra Sveitarstjórnarmál Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Sjá meira