Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Atli Ísleifsson skrifar 18. september 2025 13:17 Björn Bjarki Þorsteinsson er sveitarstjóri Dalabyggð og segir áhuga vera í sveitarfélaginu fyrir sameiningu. Eðlilega heyrist þó efasemdaraddir. Vísir Sveitarstjórnir Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafa samþykkt tillögu sérstakrar samráðsnefndar að íbúakosning fari fram í sveitarfélögunum tveimur um sameiningu dagana 28. nóvember til 13. desember næstkomandi. Þetta var ákveðið að fundum sveitarstjórnanna tveggja á dögunum. Lagt er til að kosningaaldur í íbúakosningunum verði sextán ár. Tillagan var samþykkt samhljóða í báðum sveitarfélögum. Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri Dalabyggð, segir í samtali við fréttastofu að það verði áhugavert að ná þessu samtali og að kanna hug íbúa varðandi mögulega sameiningu. Íbúafundir séu nú á dagskrá í báðum sveitarfélögunum til að ná fram þessu samtali. „Þetta eru ámóta samfélög þannig að það sem okkur gengur til er að mynda stærra og öflugra sveitarfélag með meiri slagkraft, meðal annars gagnvart ríkisvaldinu,“ segir Björn Bjarki. Hvammstangi er stærsti þéttbýliskjarninn í Húnaþingi vestra.Húnaþing vestra Hvernig er það í Dölunum, er áhugi fyrir sameiningu? „Já, mér heyrist það, en auðvitað heyrir maður efasemdaraddir. Eðlilega. Enda erum við ekki vön svona sameiningum. En ef af þessu yrðu Dalamenn áfram Dalamenn, Húnvetningar Húnvetningar og Hrútfirðingar Hrútfirðingar. Það myndi ekki breytast, en markmiðið væri að búa til öflugra sveitarfélag,“ segir Björn Bjarki. Hann segir að ef meirihluti beggja vegna samþykki sameiningu þá verði komin bindandi niðurstaða um að sameina sveitarfélögin. „Þá færu fram kosningar til sveitarstjórnar sameinaðs sveitarfélags. En ef sameining yrði felld í öðru sveitarfélaginu, þá er leikurinn einfaldlega búinn.“ Íbúafjöldinn í Húnaþingi vestra var 1.203 í ársbyrjun en stærsti þéttbýliskjarninn þar er Hvammstangi. Í Dalabyggð var íbúafjöldinn 645 í ársbyrjun og er Búðardalur stærsti þéttbýliskjarninn,. Dalabyggð Húnaþing vestra Sveitarstjórnarmál Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Erlent Fleiri fréttir Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Sjá meira
Þetta var ákveðið að fundum sveitarstjórnanna tveggja á dögunum. Lagt er til að kosningaaldur í íbúakosningunum verði sextán ár. Tillagan var samþykkt samhljóða í báðum sveitarfélögum. Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri Dalabyggð, segir í samtali við fréttastofu að það verði áhugavert að ná þessu samtali og að kanna hug íbúa varðandi mögulega sameiningu. Íbúafundir séu nú á dagskrá í báðum sveitarfélögunum til að ná fram þessu samtali. „Þetta eru ámóta samfélög þannig að það sem okkur gengur til er að mynda stærra og öflugra sveitarfélag með meiri slagkraft, meðal annars gagnvart ríkisvaldinu,“ segir Björn Bjarki. Hvammstangi er stærsti þéttbýliskjarninn í Húnaþingi vestra.Húnaþing vestra Hvernig er það í Dölunum, er áhugi fyrir sameiningu? „Já, mér heyrist það, en auðvitað heyrir maður efasemdaraddir. Eðlilega. Enda erum við ekki vön svona sameiningum. En ef af þessu yrðu Dalamenn áfram Dalamenn, Húnvetningar Húnvetningar og Hrútfirðingar Hrútfirðingar. Það myndi ekki breytast, en markmiðið væri að búa til öflugra sveitarfélag,“ segir Björn Bjarki. Hann segir að ef meirihluti beggja vegna samþykki sameiningu þá verði komin bindandi niðurstaða um að sameina sveitarfélögin. „Þá færu fram kosningar til sveitarstjórnar sameinaðs sveitarfélags. En ef sameining yrði felld í öðru sveitarfélaginu, þá er leikurinn einfaldlega búinn.“ Íbúafjöldinn í Húnaþingi vestra var 1.203 í ársbyrjun en stærsti þéttbýliskjarninn þar er Hvammstangi. Í Dalabyggð var íbúafjöldinn 645 í ársbyrjun og er Búðardalur stærsti þéttbýliskjarninn,.
Dalabyggð Húnaþing vestra Sveitarstjórnarmál Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Erlent Fleiri fréttir Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Sjá meira