John Wooden veitir Patreki innblástur Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. mars 2014 16:30 Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka og austurríska handboltalandsliðsins, gerir fátt rangt þessa dagana en honum hefur aldrei gengið betur á sínum þjálfaraferli. Eftir erfiða tíma með Stjörnunni þar sem hrunið setti strik í reikninginn fór allt í vaskinn hjá Val á síðasta tímabili þar sem hann var látinn fara á miðju tímabili. „Við vorum ekki með nógu sterkt lið og það sást bara á því hvernig þeir fóru að versla eftir tímabilið,“ segir Patrekur Jóhannesson um tímann hjá Val. „Það var frábær skóli og ég er ánægður að hafa gengið í gegnum það og eins hjá Stjörnunni þegar allt fór á hausinn þar og menn hættu að henda pening í handboltann.“ Patrekur var í viðtali og nærmynd í sunnudags íþróttapakka Stöðvar 2 þar sem hann ræddi þetta blómaskeið á sínum ferli en hann þakkar sínum samstarfsmönnum sem hjálpuðu honum til dæmis þegar Patrekur var á EM í Austurríki. „Ég er með gott teymi í kringum mig. Það þarf allt að ganga upp en á móti gerist eins og í janúar þegar ég er ekki á staðnum í 2-3 vikur. Auðvitað er það óþægilegt en þegar ég er hérna á Íslandi get ég komið hingað klukkan átta og farið að undirbúa kvöldið,“ segir Patrekur sem er ánægður með starfið á Ásvöllum og pressunni sem því fylgir. „Haukar eru flott félag og kröfurnar eru miklar. Maður fann fyrir því í vetur þegar við vorum ekki búnir að tapa leik í einhverja fimm mánuði. Við töpuðum leik á móti Fram og þá kom hérna ein ágætis kona sem var óánægð og hún lét mig bara vita af því,“ segir hann.Óskar Ármannsson, aðstoðarþjálfari Hauka, og MatthíasÁrniIngimarsson, lýsa Patreki en varnar- og línurmaðurinn hefur þetta um þjálfarann sinn að segja: „Það sem sker Patta úr er hvað hann er rosalega áhugasamur um þetta. Hann er í þessu 9-5 og jafnvel lengur. Hann vinnur við þetta og er allan daginn að stúdera handbolta.“ Patrekur sækir innblástur m.a. í körfuboltaþjálfarann goðsagnakennda JohnWooden sem vann tíu meistaratitla með UCLA-háskólanum í Bandaríkjunum, þar af sjö í röð, en það hefur aldrei verið leikið eftir. Wooden starfaði þar á árunum 1948–1975. „Það var nú Óli Stef sem benti mér á þær bækur,“ segir Patrekur en innslagið allt má sjá í spilaranum hér að ofan.Vísir/Daníel Olís-deild karla Tengdar fréttir Tvö af þremur töpum Hauka í Safamýri - í vandræðum með varnarmúr Framara Sex leikja sigurgöngu Hauka í Olís-deild karla lauk í Safamýri í gær þegar liðið tapaði fyrir Íslandsmeisturum Fram, 21-18. 21. febrúar 2014 13:15 Umfjöllun: Fram - Haukar 21-18 | Fyrsta tap Hauka í fimm mánuði Íslandsmeistarar Fram stöðvuðu sigurgöngu Hauka með glæsilegum þriggja marka sigri, 21-18, á heimavelli sínum í Safamýri í kvöld. 20. febrúar 2014 16:33 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Enski boltinn Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Handbolti Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Fótbolti Fleiri fréttir Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Sjá meira
Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka og austurríska handboltalandsliðsins, gerir fátt rangt þessa dagana en honum hefur aldrei gengið betur á sínum þjálfaraferli. Eftir erfiða tíma með Stjörnunni þar sem hrunið setti strik í reikninginn fór allt í vaskinn hjá Val á síðasta tímabili þar sem hann var látinn fara á miðju tímabili. „Við vorum ekki með nógu sterkt lið og það sást bara á því hvernig þeir fóru að versla eftir tímabilið,“ segir Patrekur Jóhannesson um tímann hjá Val. „Það var frábær skóli og ég er ánægður að hafa gengið í gegnum það og eins hjá Stjörnunni þegar allt fór á hausinn þar og menn hættu að henda pening í handboltann.“ Patrekur var í viðtali og nærmynd í sunnudags íþróttapakka Stöðvar 2 þar sem hann ræddi þetta blómaskeið á sínum ferli en hann þakkar sínum samstarfsmönnum sem hjálpuðu honum til dæmis þegar Patrekur var á EM í Austurríki. „Ég er með gott teymi í kringum mig. Það þarf allt að ganga upp en á móti gerist eins og í janúar þegar ég er ekki á staðnum í 2-3 vikur. Auðvitað er það óþægilegt en þegar ég er hérna á Íslandi get ég komið hingað klukkan átta og farið að undirbúa kvöldið,“ segir Patrekur sem er ánægður með starfið á Ásvöllum og pressunni sem því fylgir. „Haukar eru flott félag og kröfurnar eru miklar. Maður fann fyrir því í vetur þegar við vorum ekki búnir að tapa leik í einhverja fimm mánuði. Við töpuðum leik á móti Fram og þá kom hérna ein ágætis kona sem var óánægð og hún lét mig bara vita af því,“ segir hann.Óskar Ármannsson, aðstoðarþjálfari Hauka, og MatthíasÁrniIngimarsson, lýsa Patreki en varnar- og línurmaðurinn hefur þetta um þjálfarann sinn að segja: „Það sem sker Patta úr er hvað hann er rosalega áhugasamur um þetta. Hann er í þessu 9-5 og jafnvel lengur. Hann vinnur við þetta og er allan daginn að stúdera handbolta.“ Patrekur sækir innblástur m.a. í körfuboltaþjálfarann goðsagnakennda JohnWooden sem vann tíu meistaratitla með UCLA-háskólanum í Bandaríkjunum, þar af sjö í röð, en það hefur aldrei verið leikið eftir. Wooden starfaði þar á árunum 1948–1975. „Það var nú Óli Stef sem benti mér á þær bækur,“ segir Patrekur en innslagið allt má sjá í spilaranum hér að ofan.Vísir/Daníel
Olís-deild karla Tengdar fréttir Tvö af þremur töpum Hauka í Safamýri - í vandræðum með varnarmúr Framara Sex leikja sigurgöngu Hauka í Olís-deild karla lauk í Safamýri í gær þegar liðið tapaði fyrir Íslandsmeisturum Fram, 21-18. 21. febrúar 2014 13:15 Umfjöllun: Fram - Haukar 21-18 | Fyrsta tap Hauka í fimm mánuði Íslandsmeistarar Fram stöðvuðu sigurgöngu Hauka með glæsilegum þriggja marka sigri, 21-18, á heimavelli sínum í Safamýri í kvöld. 20. febrúar 2014 16:33 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Enski boltinn Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Handbolti Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Fótbolti Fleiri fréttir Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Sjá meira
Tvö af þremur töpum Hauka í Safamýri - í vandræðum með varnarmúr Framara Sex leikja sigurgöngu Hauka í Olís-deild karla lauk í Safamýri í gær þegar liðið tapaði fyrir Íslandsmeisturum Fram, 21-18. 21. febrúar 2014 13:15
Umfjöllun: Fram - Haukar 21-18 | Fyrsta tap Hauka í fimm mánuði Íslandsmeistarar Fram stöðvuðu sigurgöngu Hauka með glæsilegum þriggja marka sigri, 21-18, á heimavelli sínum í Safamýri í kvöld. 20. febrúar 2014 16:33