Eru kröfur framhaldsskólakennara ósanngjarnar? Kristjana Björg Sveinsdóttir skrifar 18. mars 2014 16:33 Ég er svo heppin að vinnan er eitt af áhugamálunum fyrir utan að vera óhjákvæmileg nauðsyn daglegs lífs við að brauðfæða fjölskyldu mína. Þar sem ég er að kenna tungumál hef ég ákveðið svigrúm til þess að tengja kennsluna við mjög margt sem mér þykir sjálfri skemmtilegt. Þetta tel ég vera lykilatriði í því að geta miðlað námsefninu á jákvæðan hátt til nemenda minna. Þannig reyni ég að kynna fyrir nemendum menningu landsins á bak við tungumálið. Mín reynsla er sú að þegar nemendur kveikja á þessu, er yfirleitt ekki aftur snúið og þeir læra þá oftar en ella sjálfviljugir. Það er eitt af markmiðum tungumálakennslunnar að miðla áfram til nemenda þeim brunni af spennandi dægradvöl sem tungumálið getur verið, hvort sem um er að ræða bókmenntir, tónlist, matargerð, kvikmyndir, sögu eða einfaldlega nýjustu fréttum af menningarsvæði tungumálsins. Fagið sem ég vinn við er þýska og er yfirleitt með mér á öllum tímum sólarhringsins þar sem ég er sífellt í leit að nýjum hugmyndum til þess að vinna með í kennslustundum. Sem dæmi má nefna fylgist ég gjarnan með þýskum fréttum og ýmsu sjónvarpsefni í þýska sjónvarpinu utan vinnutíma. Ég hlusta einnig töluvert á þýska tónlist og á orðið í gegnum starf mitt nokkuð þéttan vina- og kunningjahóp á þýskumælandi málsvæðum. Sumarfríin nýti ég gjarnan til þess að sækja ráðstefnur- og námskeið og finnst það ómissandi þáttur í faginu. Þannig kynnist ég því sem er nýjast á döfinni í bransanum og fæ tækifæri til þess að skiptast á hugmyndum og bera saman skólastarfið við kollega mína sem koma hvaðanæfa að úr heiminum. Eftir hinn hefðbundna kennsludag fyrir framan marga mismunandi hópa á ólíkum stigum bíður kennarans yfirferð prófa- og verkefna, fyrir utan þá vinnu við að undirbúa námsefni næsta skóladags, lokaskipulagningu þeirrar kennsluviku sem framundan er og framkvæmd alls kyns annarra verkefna sem dúkka upp tengdu faginu eða skólastarfinu. Þar fyrir utan eru ýmsir viðburðir og keppnir í fögunum sem kennarar þurfa einnig að stýra og halda utan um. Frá því að ég byrjaði að kenna í framhaldsskóla árið 2007 hef ég unnið nánast hverja helgi við undirbúning eða yfirferð verkefna fyrir utan kvöldvinnu í hverri viku sem er óhjákvæmileg til þess að öll markmið kennslunnar náist. Þetta er ekkert einsdæmi því svona vinnuálag er lýsandi fyrir flesta þá sem sinna þessum störfum. Í þessu samhengi og í ljósi þess verkfalls sem nú er skollið á í framhaldsskólunum finnst mér óhjákvæmilegt að ráðamenn spyrji sig að því hvort ekki sé nauðsynlegt að kennarar séu þokkalega sáttir við kaup sín og kjör. Eins þykir mér gríðarlega mikilvægt að skilningur aukist á því almennt í hverju kennarastarfið felst. Mikið hefur verið rætt um frítíma kennara og augljóst að það ríkir talsvert þekkingarleysi á starfinu. Yfirferð ritgerða, verkefna og prófa er stór þáttur sem kennari þarf að standa skil á og því ekki gæfulegt að vanmeta þann tíma sem í það fer. Markmiðin í kennslunni eru eins og gefur að skilja ótalmörg og mismunandi þannig að kennarinn þarf stöðugt að halda mörgum boltum á lofti í einu. Álagið er því mjög mikið og í rauninni nokkuð jafnt yfir allt árið. Ég held að enginn sem ekki hefur kennt í a.m.k. eitt skólaár, geti raunverulega skilið eðli starfsins og því hlýtur rödd kennara að skipta sköpum í því að skipuleggja námskrá framhaldsskólanna. Þegar kennari hefur ákveðið svigrúm til þess að vinna starf sitt samviskusamlega eykst sköpunargleðin í starfinu og hann er ekki niðurnjörfaður í eitthvert ferkantað ytra skipulag sem hindrar hann í að útfæra hugmyndir sínar inni í kennslustofunni. Að mínu mati er þess vegna nauðsynlegt að kennarar geti, án þess að vera þjakaðir af fjárhagsáhyggjum, unnið störf sín á þeim tíma sem þeim hentar best til undirbúnings og áætlanagerða fyrir bekki sína. Ég tel að laun kennara skipti einnig miklu máli í þessu samhengi og þeir þurfa a.m.k. að njóta sambærilegra launa við aðrar háskólamenntaðar stéttir. Það hlýtur að skjóta skökku við þegar kennarar geta fengið hærri laun við að smyrja samlokur sem verkefnisstjórar á skyndibitastöðum en við kennslu í framhaldsskólum eftir fimm ára háskólanám, oftast með byrði námslána á bakinu. Einn kunningi minn tjáði mér að með mína menntun gæti ég fengið starf, sem í eðli sínu væri svipað og kennsla hjá þekktu þekkingar- og ráðgjafafyrirtæki og fengið fyrir það u.þ.b. þrisvar sinnum hærri tekjur en í fullu starfi sem framhaldsskólakennari. Þegar staðan er svona er því mjög hætt við því að vel menntaðir og hæfir kennarar leiti á önnur mið. Kröfur framhaldsskólakennara snúast alls ekki um einhver ofurlaun heldur einfaldlega um vera mannsæmandi fyrir þá miklu vinnu sem kennarar inna af hendi.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Ég er svo heppin að vinnan er eitt af áhugamálunum fyrir utan að vera óhjákvæmileg nauðsyn daglegs lífs við að brauðfæða fjölskyldu mína. Þar sem ég er að kenna tungumál hef ég ákveðið svigrúm til þess að tengja kennsluna við mjög margt sem mér þykir sjálfri skemmtilegt. Þetta tel ég vera lykilatriði í því að geta miðlað námsefninu á jákvæðan hátt til nemenda minna. Þannig reyni ég að kynna fyrir nemendum menningu landsins á bak við tungumálið. Mín reynsla er sú að þegar nemendur kveikja á þessu, er yfirleitt ekki aftur snúið og þeir læra þá oftar en ella sjálfviljugir. Það er eitt af markmiðum tungumálakennslunnar að miðla áfram til nemenda þeim brunni af spennandi dægradvöl sem tungumálið getur verið, hvort sem um er að ræða bókmenntir, tónlist, matargerð, kvikmyndir, sögu eða einfaldlega nýjustu fréttum af menningarsvæði tungumálsins. Fagið sem ég vinn við er þýska og er yfirleitt með mér á öllum tímum sólarhringsins þar sem ég er sífellt í leit að nýjum hugmyndum til þess að vinna með í kennslustundum. Sem dæmi má nefna fylgist ég gjarnan með þýskum fréttum og ýmsu sjónvarpsefni í þýska sjónvarpinu utan vinnutíma. Ég hlusta einnig töluvert á þýska tónlist og á orðið í gegnum starf mitt nokkuð þéttan vina- og kunningjahóp á þýskumælandi málsvæðum. Sumarfríin nýti ég gjarnan til þess að sækja ráðstefnur- og námskeið og finnst það ómissandi þáttur í faginu. Þannig kynnist ég því sem er nýjast á döfinni í bransanum og fæ tækifæri til þess að skiptast á hugmyndum og bera saman skólastarfið við kollega mína sem koma hvaðanæfa að úr heiminum. Eftir hinn hefðbundna kennsludag fyrir framan marga mismunandi hópa á ólíkum stigum bíður kennarans yfirferð prófa- og verkefna, fyrir utan þá vinnu við að undirbúa námsefni næsta skóladags, lokaskipulagningu þeirrar kennsluviku sem framundan er og framkvæmd alls kyns annarra verkefna sem dúkka upp tengdu faginu eða skólastarfinu. Þar fyrir utan eru ýmsir viðburðir og keppnir í fögunum sem kennarar þurfa einnig að stýra og halda utan um. Frá því að ég byrjaði að kenna í framhaldsskóla árið 2007 hef ég unnið nánast hverja helgi við undirbúning eða yfirferð verkefna fyrir utan kvöldvinnu í hverri viku sem er óhjákvæmileg til þess að öll markmið kennslunnar náist. Þetta er ekkert einsdæmi því svona vinnuálag er lýsandi fyrir flesta þá sem sinna þessum störfum. Í þessu samhengi og í ljósi þess verkfalls sem nú er skollið á í framhaldsskólunum finnst mér óhjákvæmilegt að ráðamenn spyrji sig að því hvort ekki sé nauðsynlegt að kennarar séu þokkalega sáttir við kaup sín og kjör. Eins þykir mér gríðarlega mikilvægt að skilningur aukist á því almennt í hverju kennarastarfið felst. Mikið hefur verið rætt um frítíma kennara og augljóst að það ríkir talsvert þekkingarleysi á starfinu. Yfirferð ritgerða, verkefna og prófa er stór þáttur sem kennari þarf að standa skil á og því ekki gæfulegt að vanmeta þann tíma sem í það fer. Markmiðin í kennslunni eru eins og gefur að skilja ótalmörg og mismunandi þannig að kennarinn þarf stöðugt að halda mörgum boltum á lofti í einu. Álagið er því mjög mikið og í rauninni nokkuð jafnt yfir allt árið. Ég held að enginn sem ekki hefur kennt í a.m.k. eitt skólaár, geti raunverulega skilið eðli starfsins og því hlýtur rödd kennara að skipta sköpum í því að skipuleggja námskrá framhaldsskólanna. Þegar kennari hefur ákveðið svigrúm til þess að vinna starf sitt samviskusamlega eykst sköpunargleðin í starfinu og hann er ekki niðurnjörfaður í eitthvert ferkantað ytra skipulag sem hindrar hann í að útfæra hugmyndir sínar inni í kennslustofunni. Að mínu mati er þess vegna nauðsynlegt að kennarar geti, án þess að vera þjakaðir af fjárhagsáhyggjum, unnið störf sín á þeim tíma sem þeim hentar best til undirbúnings og áætlanagerða fyrir bekki sína. Ég tel að laun kennara skipti einnig miklu máli í þessu samhengi og þeir þurfa a.m.k. að njóta sambærilegra launa við aðrar háskólamenntaðar stéttir. Það hlýtur að skjóta skökku við þegar kennarar geta fengið hærri laun við að smyrja samlokur sem verkefnisstjórar á skyndibitastöðum en við kennslu í framhaldsskólum eftir fimm ára háskólanám, oftast með byrði námslána á bakinu. Einn kunningi minn tjáði mér að með mína menntun gæti ég fengið starf, sem í eðli sínu væri svipað og kennsla hjá þekktu þekkingar- og ráðgjafafyrirtæki og fengið fyrir það u.þ.b. þrisvar sinnum hærri tekjur en í fullu starfi sem framhaldsskólakennari. Þegar staðan er svona er því mjög hætt við því að vel menntaðir og hæfir kennarar leiti á önnur mið. Kröfur framhaldsskólakennara snúast alls ekki um einhver ofurlaun heldur einfaldlega um vera mannsæmandi fyrir þá miklu vinnu sem kennarar inna af hendi.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun