Þessi tími ársins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. mars 2014 07:00 Grindavík er ríkjandi Íslandsmeistri en Örvar Þór Kristjánsson, þjálfari ÍR, spáir í spilin fyrir fjórðungsúrslitin. Vísir/Daníel Úrslitakeppni Domino's-deildar karla hefst í kvöld og mun eiga sviðsljósið á íslenska íþróttasviðinu næstu sex vikurnar. Fréttablaðið fer yfir einvígin í átta liða úrslitunum og fékk Örvar Þór Kristjánsson, þjálfara ÍR, til að spá í hvernig þetta spilast.KR - SnæfellFyrsti leikur í DHL-höllinni í kvöld klukkan 19.15Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, og KR-ingurinn Brynjar Þór Björnsson.Vísir/StefánDeildarmeistarar KR taka á móti Snæfelli sem endaði í áttunda sæti deildarinnar og hefur ekki endað neðar í ellefu ár. Þessi tvö lið hafa bæði unnið Íslandsmeistaratitilinn á síðustu fjórum árum, Snæfell árið 2010 og KR árið 2011. KR vann tíu síðustu leiki sína í deildinni og tapaði bara einum deildarleik allt tímabilið. Snæfell tapaði hins vegar fjórum síðustu leikjum sínum á móti liðum í úrslitakeppninni.Hvað segir Örvar Þór?3-1 fyrir KR.Getumunurinn á liðunum er einfaldlega of mikill. Snæfell er með flottan mannskap en liðið hefur ekki verið að spila nógu vel. Það mun selja sig dýrt á móti KR en það er ekki nóg til að sigra KR sem er besta liðið á Íslandi í dag.Jón Ólafur hefur verið meiddur og ekki verið nema skugginn af sjálfum sér. Sigurður Þorvaldsson spilar frábærlega og Snæfell mun veita KR alvöru keppni og vinna eina í Hólminum. En KR er langsterkasta liðið í dag. Taflan lýgur ekki.Hvað segja aðrir þjálfarar? Pálmi Þór Sævarsson, Skallagrími: 3-1 fyrir KR. Birgir Örn Birgisson, KFÍ: 3-0 fyrir KR. Ágúst Björgvinsson, Val: 3-0 fyrir KR. Hjalti Þór Vilhjálmsson, Fjölni: 3-0 fyrir KR.Vissir þú að ... ... Pavel Ermolinskij var með þrefalda tvennu í báðum leikjunum á móti Snæfelli í vetur og meðaltal hans í leikjunum tveimur gegn Snæfelli var 24,0 stig, 17,0 fráköst og 12,5 stoðsendingar í leik. ... KR og Snæfell hafa mæst fjórum sinnum áður og í öll skiptin hefur einvígið unnist í oddaleik. KR vann oddaleikinn í undanúrslitum 2007 og átta liða úrslitunum 2005 en Snæfell vann oddaleikinn í undanúrslitunum 2010 og átta liða úrslitunum 2006.Grindavík - ÞórFyrsti leikur í Grindavík klukkan 19.15 í kvöldRagnar Nathanaelsson, Þór, og Sigurður Gunnar Þorsteinsson, Grindavík.Vísir/StefánGrindvíkingar hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn tvö ár í röð, bæði árin sem deildarmeistarar. Þeir enduðu nú í þriðja sætinu og mæta Þór sem varð í sjötta sæti. Grindvíkingar eru eina liðið sem hefur unnið KR á þessu ári og liðið kemur inn í úrslitakeppnina á níu leikja sigurgöngu í deild og bikar. Þórsliðið tapaði tveimur síðustu deildarleikjum sínum en eru ásamt KR eina liðið sem hefur unnið í Röstinni í Grindavík í vetur.Hvað segir Örvar Þór?3-1 fyrir GrindavíkRimma liðanna í 3. og 6. sæti ætti að vera jafnari en mér finnst Grindavík hafa verið besta liðið eftir áramót. Það hefur aðeins tapað einum leik og unnið bikarinn. Samt hefur það siglt undir radar.Þetta er rosalega flott og vel þjálfað lið sem er meistari síðustu tveggja ára. Það skyldi enginn vanmeta hjarta meistarans. Þórsarar mega vera sáttir við sitt. Þeir eru með minni hóp og minni reynslu en hafa staðið sig vel á tímabilinu.Hvað segja aðrir þjálfarar? Pálmi Þór Sævarsson, Skallagrími: 3-2 fyrir Grindavík. Birgir Örn Birgisson, KFÍ: 3-1 fyrir Grindavík. Ágúst Björgvinsson, Val: 3-1 fyrir Grindavík. Hjalti Þór Vilhjálmsson, Fjölni: 3-0 fyrir Grindavík.Vissir þú að ... ... Grindvíkingar hafa unnið sex seríur í röð í úrslitakeppni eða allar síðan þeir töpuðu fyrir Stjörnunni í átta liða úrslitunum 2011. Grindavík hefur komist í 1-0 í öllum seríunum og í 2-0 í fjórum af sex. Ein seríanna var á móti Þór úr Þorlákshöfn en liðin mættust í lokaúrslitunum árið 2012. ... Ragnar Nathanaelsson tók 25 fráköst í sigri Þórs í Grindavík en engum tókst að taka fleiri fráköst í einum leik í vetur. Ragnar var með 18,0 stig og 18,5 fráköst að meðaltali í leikjunum á móti Grindavík.Keflavík - StjarnanFyrsti leikur í Ásgarði annað kvöld klukkan 19.15Þjálfarar liðanna. Andy Johnston hjá Keflavík og Stjörnumaðurinn Teitur Örlygsson.Vísir/StefánKeflvíkingar, sem enduðu í 2. sæti í deildinni, mæta góðkunningjum sínum úr Stjörnunni en Garðbæingar urðu í 7. sæti. Stjarnan hefur tvisvar komist í lokaúrslitin á síðustu þremur árum en fengið silfur í bæði skiptin og Keflvíkingar hafa ekki orðið Íslandsmeistarar síðan 2008. Keflvíkingar töpuðu þremur af síðustu fimm deildarleikjum sínum en héldu samt öðru sætinu á meðan Stjörnumenn tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni með þremur sigrum í röð á lokasprettinum.Hvað segir Örvar Þór?3-1 fyrir Keflavík.Þetta verður forvitnileg sería og ég veit að Teitur hefur fulla trú á að Stjarnan geti unnið. En Keflavík er með frábæran sjö manna kjarna og mér finnst það betra liðið. Stjarnan hefur verið að hiksta og rétt slefar inn í úrslitakeppnina þrátt fyrir að vera með ágætis lið. Svo á það engan mann á Craion frekar en aðrir. Keflavík fer líka langt á því að vilja hefna fyrir seríuna í fyrra. Ef það verða óvænt úrslit í 8 liða úrslitum verður það þarna.Hvað segja aðrir þjálfarar? Pálmi Þór Sævarsson, Skallagrími: 3-2 fyrir Stjörnuna. Birgir Örn Birgisson, KFÍ: 3-2 fyrir Keflavík. Ágúst Björgvinsson, Val: 3-1 fyrir Keflavík. Hjalti Þór Vilhjálmsson, Fjölni: 3-1 fyrir Keflavík.Vissir þú að ... ... Keflavík og Stjarnan eru að mætast í fyrstu umferð úrslitakeppninnar þriðja árið í röð en Stjörnumenn unnu bæði hin skiptin í oddaleik í Garðabænum þar af fyrra árið í framlengingu. ... Andy Johnston getur orðið fyrsti erlendi þjálfarinn í 24 ár til þess að gera lið að Íslandsmeisturum eða síðan Ungverjinn Lazlo Nemeth vann með KR-liðið árið 1990. Geof Kotila komst næst því þegar hann fór með Snæfellsliðið í lokaúrslitin árið 2008.Njarðvík - HaukarFyrsti leikur í Njarðvík annað kvöld klukkan 19.15Emil Barja, leikmaður Hauka og Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson.Vísir/StefánNjarðvíkingar urðu í 4. sæti og hafa heimavallarréttinn á móti Haukum en nýliðarnir úr Hafnarfirði enduðu í 5. sætinu sem er einn besti árangur nýliða á síðustu árum. Njarðvík, sigursælasta lið í sögu úrslitakeppninnar, hefur ekki komist í gegnum átta liða úrslitin þrjú undanfarin tímabil og ekki verið í lokaúrslitunum í sjö ár. Haukarnir eru aftur á móti aðeins að taka þátt í sinni annarri úrslitakeppni á síðustu tíu árum en liðið varð Íslandsmeistari í fyrsta og eina skiptið fyrir 26 árum.Hvað segir Örvar Þór?3-1 fyrir Njarðvík.Fyrirfram á þetta að vera jafnasta serían. Ég er hrifinn af Haukaliðinu sem gefur orðinu seigla nýja merkingu. Þeir eru ekkert „fansí“ en þeir eru rólegir og ótrúlega flottir. Njarðvík er sterkara liðið.Það hefur farið upp og niður í vetur en ég hef trú á að menn þar séu hungraðir í meira og vilji kveðja Einar Árna á góðum nótum. Það sem ræður úrslitum er einvígi bakvarðanna: Logi Gunnars og Elvar Már á móti Emil Barja og Hauki Óskars.Hvað segja aðrir þjálfarar? Pálmi Þór Sævarsson, Skallagrími: 3-1 fyrir Njarðvík. Birgir Örn Birgisson, KFÍ: 3-2 fyrir Njarðvík Ágúst Björgvinsson, Val: 3-1 fyrir Njarðvík Hjalti Þór Vilhjálmsson, Fjölni: 3-2 fyrir Njarðvík.Vissir þú að ... ... Það var gríðarlegur munur á innbyrðisleikjum liðanna. Njarðvíkingar unnu fyrri leikinn í Ljónagryfjunni með 22 stigum, 105-83, en Haukarnir unnu seinni leikinn á Ásvöllum með 11 stigum, 86-75. Logi Gunnarsson skoraði 41 stig í leiknum í Njarðvík og Emil Barja var með þrennu í þeim síðari. ... Haukarnir hafa ekki unnið seríu í úrslitakeppni síðan Ívar Ásgrímsson þjálfaði þá síðast og fór með liðið í undanúrslitin vorið 2000. Frá þeim tíma hafa Haukarnir tapað fimm seríum í röð. Njarðvíkingar hafa tapað fjórum seríum í röð þannig að eitthvað verður undan að láta núna. Dominos-deild karla Mest lesið „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
Úrslitakeppni Domino's-deildar karla hefst í kvöld og mun eiga sviðsljósið á íslenska íþróttasviðinu næstu sex vikurnar. Fréttablaðið fer yfir einvígin í átta liða úrslitunum og fékk Örvar Þór Kristjánsson, þjálfara ÍR, til að spá í hvernig þetta spilast.KR - SnæfellFyrsti leikur í DHL-höllinni í kvöld klukkan 19.15Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, og KR-ingurinn Brynjar Þór Björnsson.Vísir/StefánDeildarmeistarar KR taka á móti Snæfelli sem endaði í áttunda sæti deildarinnar og hefur ekki endað neðar í ellefu ár. Þessi tvö lið hafa bæði unnið Íslandsmeistaratitilinn á síðustu fjórum árum, Snæfell árið 2010 og KR árið 2011. KR vann tíu síðustu leiki sína í deildinni og tapaði bara einum deildarleik allt tímabilið. Snæfell tapaði hins vegar fjórum síðustu leikjum sínum á móti liðum í úrslitakeppninni.Hvað segir Örvar Þór?3-1 fyrir KR.Getumunurinn á liðunum er einfaldlega of mikill. Snæfell er með flottan mannskap en liðið hefur ekki verið að spila nógu vel. Það mun selja sig dýrt á móti KR en það er ekki nóg til að sigra KR sem er besta liðið á Íslandi í dag.Jón Ólafur hefur verið meiddur og ekki verið nema skugginn af sjálfum sér. Sigurður Þorvaldsson spilar frábærlega og Snæfell mun veita KR alvöru keppni og vinna eina í Hólminum. En KR er langsterkasta liðið í dag. Taflan lýgur ekki.Hvað segja aðrir þjálfarar? Pálmi Þór Sævarsson, Skallagrími: 3-1 fyrir KR. Birgir Örn Birgisson, KFÍ: 3-0 fyrir KR. Ágúst Björgvinsson, Val: 3-0 fyrir KR. Hjalti Þór Vilhjálmsson, Fjölni: 3-0 fyrir KR.Vissir þú að ... ... Pavel Ermolinskij var með þrefalda tvennu í báðum leikjunum á móti Snæfelli í vetur og meðaltal hans í leikjunum tveimur gegn Snæfelli var 24,0 stig, 17,0 fráköst og 12,5 stoðsendingar í leik. ... KR og Snæfell hafa mæst fjórum sinnum áður og í öll skiptin hefur einvígið unnist í oddaleik. KR vann oddaleikinn í undanúrslitum 2007 og átta liða úrslitunum 2005 en Snæfell vann oddaleikinn í undanúrslitunum 2010 og átta liða úrslitunum 2006.Grindavík - ÞórFyrsti leikur í Grindavík klukkan 19.15 í kvöldRagnar Nathanaelsson, Þór, og Sigurður Gunnar Þorsteinsson, Grindavík.Vísir/StefánGrindvíkingar hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn tvö ár í röð, bæði árin sem deildarmeistarar. Þeir enduðu nú í þriðja sætinu og mæta Þór sem varð í sjötta sæti. Grindvíkingar eru eina liðið sem hefur unnið KR á þessu ári og liðið kemur inn í úrslitakeppnina á níu leikja sigurgöngu í deild og bikar. Þórsliðið tapaði tveimur síðustu deildarleikjum sínum en eru ásamt KR eina liðið sem hefur unnið í Röstinni í Grindavík í vetur.Hvað segir Örvar Þór?3-1 fyrir GrindavíkRimma liðanna í 3. og 6. sæti ætti að vera jafnari en mér finnst Grindavík hafa verið besta liðið eftir áramót. Það hefur aðeins tapað einum leik og unnið bikarinn. Samt hefur það siglt undir radar.Þetta er rosalega flott og vel þjálfað lið sem er meistari síðustu tveggja ára. Það skyldi enginn vanmeta hjarta meistarans. Þórsarar mega vera sáttir við sitt. Þeir eru með minni hóp og minni reynslu en hafa staðið sig vel á tímabilinu.Hvað segja aðrir þjálfarar? Pálmi Þór Sævarsson, Skallagrími: 3-2 fyrir Grindavík. Birgir Örn Birgisson, KFÍ: 3-1 fyrir Grindavík. Ágúst Björgvinsson, Val: 3-1 fyrir Grindavík. Hjalti Þór Vilhjálmsson, Fjölni: 3-0 fyrir Grindavík.Vissir þú að ... ... Grindvíkingar hafa unnið sex seríur í röð í úrslitakeppni eða allar síðan þeir töpuðu fyrir Stjörnunni í átta liða úrslitunum 2011. Grindavík hefur komist í 1-0 í öllum seríunum og í 2-0 í fjórum af sex. Ein seríanna var á móti Þór úr Þorlákshöfn en liðin mættust í lokaúrslitunum árið 2012. ... Ragnar Nathanaelsson tók 25 fráköst í sigri Þórs í Grindavík en engum tókst að taka fleiri fráköst í einum leik í vetur. Ragnar var með 18,0 stig og 18,5 fráköst að meðaltali í leikjunum á móti Grindavík.Keflavík - StjarnanFyrsti leikur í Ásgarði annað kvöld klukkan 19.15Þjálfarar liðanna. Andy Johnston hjá Keflavík og Stjörnumaðurinn Teitur Örlygsson.Vísir/StefánKeflvíkingar, sem enduðu í 2. sæti í deildinni, mæta góðkunningjum sínum úr Stjörnunni en Garðbæingar urðu í 7. sæti. Stjarnan hefur tvisvar komist í lokaúrslitin á síðustu þremur árum en fengið silfur í bæði skiptin og Keflvíkingar hafa ekki orðið Íslandsmeistarar síðan 2008. Keflvíkingar töpuðu þremur af síðustu fimm deildarleikjum sínum en héldu samt öðru sætinu á meðan Stjörnumenn tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni með þremur sigrum í röð á lokasprettinum.Hvað segir Örvar Þór?3-1 fyrir Keflavík.Þetta verður forvitnileg sería og ég veit að Teitur hefur fulla trú á að Stjarnan geti unnið. En Keflavík er með frábæran sjö manna kjarna og mér finnst það betra liðið. Stjarnan hefur verið að hiksta og rétt slefar inn í úrslitakeppnina þrátt fyrir að vera með ágætis lið. Svo á það engan mann á Craion frekar en aðrir. Keflavík fer líka langt á því að vilja hefna fyrir seríuna í fyrra. Ef það verða óvænt úrslit í 8 liða úrslitum verður það þarna.Hvað segja aðrir þjálfarar? Pálmi Þór Sævarsson, Skallagrími: 3-2 fyrir Stjörnuna. Birgir Örn Birgisson, KFÍ: 3-2 fyrir Keflavík. Ágúst Björgvinsson, Val: 3-1 fyrir Keflavík. Hjalti Þór Vilhjálmsson, Fjölni: 3-1 fyrir Keflavík.Vissir þú að ... ... Keflavík og Stjarnan eru að mætast í fyrstu umferð úrslitakeppninnar þriðja árið í röð en Stjörnumenn unnu bæði hin skiptin í oddaleik í Garðabænum þar af fyrra árið í framlengingu. ... Andy Johnston getur orðið fyrsti erlendi þjálfarinn í 24 ár til þess að gera lið að Íslandsmeisturum eða síðan Ungverjinn Lazlo Nemeth vann með KR-liðið árið 1990. Geof Kotila komst næst því þegar hann fór með Snæfellsliðið í lokaúrslitin árið 2008.Njarðvík - HaukarFyrsti leikur í Njarðvík annað kvöld klukkan 19.15Emil Barja, leikmaður Hauka og Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson.Vísir/StefánNjarðvíkingar urðu í 4. sæti og hafa heimavallarréttinn á móti Haukum en nýliðarnir úr Hafnarfirði enduðu í 5. sætinu sem er einn besti árangur nýliða á síðustu árum. Njarðvík, sigursælasta lið í sögu úrslitakeppninnar, hefur ekki komist í gegnum átta liða úrslitin þrjú undanfarin tímabil og ekki verið í lokaúrslitunum í sjö ár. Haukarnir eru aftur á móti aðeins að taka þátt í sinni annarri úrslitakeppni á síðustu tíu árum en liðið varð Íslandsmeistari í fyrsta og eina skiptið fyrir 26 árum.Hvað segir Örvar Þór?3-1 fyrir Njarðvík.Fyrirfram á þetta að vera jafnasta serían. Ég er hrifinn af Haukaliðinu sem gefur orðinu seigla nýja merkingu. Þeir eru ekkert „fansí“ en þeir eru rólegir og ótrúlega flottir. Njarðvík er sterkara liðið.Það hefur farið upp og niður í vetur en ég hef trú á að menn þar séu hungraðir í meira og vilji kveðja Einar Árna á góðum nótum. Það sem ræður úrslitum er einvígi bakvarðanna: Logi Gunnars og Elvar Már á móti Emil Barja og Hauki Óskars.Hvað segja aðrir þjálfarar? Pálmi Þór Sævarsson, Skallagrími: 3-1 fyrir Njarðvík. Birgir Örn Birgisson, KFÍ: 3-2 fyrir Njarðvík Ágúst Björgvinsson, Val: 3-1 fyrir Njarðvík Hjalti Þór Vilhjálmsson, Fjölni: 3-2 fyrir Njarðvík.Vissir þú að ... ... Það var gríðarlegur munur á innbyrðisleikjum liðanna. Njarðvíkingar unnu fyrri leikinn í Ljónagryfjunni með 22 stigum, 105-83, en Haukarnir unnu seinni leikinn á Ásvöllum með 11 stigum, 86-75. Logi Gunnarsson skoraði 41 stig í leiknum í Njarðvík og Emil Barja var með þrennu í þeim síðari. ... Haukarnir hafa ekki unnið seríu í úrslitakeppni síðan Ívar Ásgrímsson þjálfaði þá síðast og fór með liðið í undanúrslitin vorið 2000. Frá þeim tíma hafa Haukarnir tapað fimm seríum í röð. Njarðvíkingar hafa tapað fjórum seríum í röð þannig að eitthvað verður undan að láta núna.
Dominos-deild karla Mest lesið „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira