Handbolti

Haukarnir vinna bikarinn á tveggja ára fresti

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/Daníel
Haukar urðu í gær bikarmeistarar karla í handbolta eftir 22-21 sigur á ÍR í æsispennandi úrslitaleik í Laugardalshöll í gær. Þetta var þriðji bikarmeistaratitilinn hjá karlaliði Hauka á síðustu fimm árum.

Haukarnir hafa tekið upp þá venju að verða bikarmeistarar karla á tveggja ára fresti en þeir unnu bikarinn einnig 2010 og 2012. Fyrri tvö árin undir stjórn Arons Kristjánssonar en í gær undir stjórn Patreks Jóhannessonar.

Enginn Haukamaður náði að skora í öllum þessum þremur bikarúrslitaleikjum en þeir Sigurbergur Sveinsson, Elías Már Halldórsson, Árni Steinn Steinþórsson, Freyr Brynjarsson, Heimir Óli Heimisson og Tjörvi Þorgeirsson skoruðu í tveimur af þremur.

Mörk Hauka í úrslitaleiknum í gær:

Sigurbergur Sveinsson     6/3             

Elías Már Halldórsson     4             

Tjörvi Þorgeirsson     4     

Einar Pétur Pétursson     3     

Árni Steinn Steinþórsson 1

Þröstur Þráinsson     1             

Jón Þorbjörn Jóhannsson     1

Giedrius Morkunas varði 18/1 skot

Mörk Hauka í 31-23 sigri á Fram í bikarúrslitaleiknum 2012:

Sveinn Þorgeirsson 8

Stefán Rafn Sigurmannsson 8

Freyr Brynjarsson 4         

Heimir Óli Heimisson 3         

Tjörvi Þorgeirsson 3     

Gylfi Gylfason 2/1         

Árni Steinn Steinþórsson 1             

Þórður Rafn Guðmundsson 1/1         

Nemanja Malovic 1

Aron Rafn Eðvarðsson varði 18/2 skot

Mörk Hauka í 23-15 sigri á Val í bikarúrslitaleiknum 2012:

Guðmundur Árni Ólafsson 7/3

Björgvin Hólmgeirsson 5

Sigurbergur Sveinsson 4

Elías Már Halldórsson 3

Freyr Brynjarsson 2

Gunnar Berg Viktorsson 1

Heimir Óli Heimisson 1

Birkir Ívar Guðmundsson varði 25/1 skot og Aron Rafn Eðvarðsson varði 2 skot.



Vísir/Daníel

Tengdar fréttir

Haukar bikarmeistarar í sjöunda sinn - viðtöl og myndir

Haukar eru bikarmeistarar karla 2014 eftir 22-21 sigur á ÍR í rosalegum úrslitaleik í Laugardalshöll í dag. Leikurinn var æsispennandi allan tíman en ÍR fékk síðustu sókn leiksins til að jafna metin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×