Fótbolti

Bale gæti spilað allan leikinn á móti Íslandi

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gareth Bale sýnir takta á æfingu með velska landsliðinu í Cardiff í dag.
Gareth Bale sýnir takta á æfingu með velska landsliðinu í Cardiff í dag. vísir/getty
„Við viljum vinna leikinn. Við þurfum að fara inn í leikinn með rétt hugarfar og byrja á okkar sterkasta liði,“ sagði ChrisColeman, landsliðsþjálfari Wales, á blaðamannafundi í dag.

Wales mætir strákunum okkar í vináttulandsleik á Cardiff-vellinum annað kvöld en í liði Wales er auðvitað dýrasti knattspyrnumaður heims, GarethBale.

„Ef Bale byrjar mun hann líklega spila í 90 mínútur,“ sagði Coleman en Real Madrid-stjarnan hefur sjálfur sagst vera heill heilsu og klár í slaginn.

„Ég hafði aldrei neinar áhyggjur af Bale. Hann hefur mætt áður þegar hann gat ekki spilað. Það er bara frábært að hafa hann með okkur. Hann spilaði mjög erfiðan leik í Madrídarslagnum um síðustu helgi sem var frekar grófur á tímabili,“ sagði Coleman sem hafði áhyggjur af sínum besta manni í þeim leik.

„Það komu upp eitt eða tvö atvik þar sem ég var mjög stressaður en Bale komst í gegnum þetta. Núna er hann mættur og tilbúinn í leikinn. Hann er búinn að skora 14 mörk og gefa um tólf stoðsendingar sem er ekki slæmt á fyrsta ári með nýju liði,“ sagði Chris Coleman.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×