Heimir: Maður verður vanmáttugur að horfa á svona mann Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. mars 2014 22:47 Theodór Elmar byrjaði í hægri bakverðinum gegn Wales. Vísir/EPA „Ég er sár yfir því að tapa en það var margt jákvætt sem taka má með úr leiknum,“ sagði Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, við Vísi eftir 3-1 tapið gegn Wales á Cardiff-vellinum í kvöld. Staðan var 1-1 í hálfleik en heimamenn skoruðu tvö í þeim síðari og tryggðu sér sigurinn. Ísland spilaði vel í fyrri hálfleik en spilamennskan dalaði í þeim síðari. Gareth Bale var allt í öllu hjá heimamönnum og skoraði eitt mark og gaf tvær stoðsendingar. „Fyrri hálfleikurinn fannst mér góður. Sóknarleikurinn var góður og við létum boltann ganga vel á milli manna. Í vörninni lokuðum við vel á Walesverjana og létum þá sparka langt. Ég var bara mjög ánægður með fyrri hálfleikinn,“ sagði Heimir sem var eðlilega ekki jafnkátur með seinni hálfleikinn. „Það er spurning hvað gerist í seinni hálfleik. Menn fóru að þreytast auk þess sem við skiptum mönnum inn á og þá riðlaðist leikurinn aðeins. Ég held það séu svona tvær helstu ástæðurnar. Við virtumst þreytast svolítið á þessari pressu. Svo er það náttúrlega Gareth Bale sem var auðvitað frábær og munurinn á liðunum í kvöld.“ „Það var erfitt að stoppa hann því við lögðum ekkert upp með neinar sérstakar varúðarráðstafanir gegn honum. Við vildum bara spila okkar leik. Það er aðaðlatriðið að þróa okkar leik þannig við vorum ekkert að reyna stöðva hann sérstaklega. Ara Frey var stundum vorkunn að reyna stöðva hann þarna en Ari stóð sig vel í þessum leik. Maður sá samt í kvöld ástæðurnar fyrir því að hann er dýrasti knattspyrnumaður í heimi,“ sagði Heimir.Emil Hallfreðsson reynir skot að marki í kvöld.Vísir/EPAGaman að sjá hvernig Wales spilar upp á Bale En hvernig er það hreinlega að horfa upp á svona leikmann frá hliðarlínunni bjóða upp á aðra eins frammistöðu og hvað þá reyna stöðva hann? „Maður verður bara vanmáttugur að horfa á svona mann. Það er bara frábært þegar svona góðir leikmenn eru til. Það var líka gaman að sjá hvernig velska liðið spilar taktískt upp á hann. Oftast þegar svona menn fá boltann koma samherjar og hjálpa en Walesverjarnir fara bara frá honum þegar Bale fær boltann og gefa honum svæði,“ sagði Heimir. Heimir var í heildina ánægður með hvernig íslenska liðið spilaði hvað varðar hvernig leikurinn var lagður upp þó úrslitin séu ekki skemmtileg. „Við fengum það út úr þessu sem við vildum og erum ánægðir með það. Það var gaman að sjá Theodór Elmar í fyrsta skipti í bakverðinum. Hann kom vel út. Það var líka gaman að sjá Sölva Geir. Hann leit einnig vel út og er greinilega í góðu standi. Það voru margir jákvæðir punktar og eins fannst mér Aron og Gylfi koma vel út þrátt fyrir að hafa ekki spilað mikið undanfarið,“ sagði Heimir. „Í fyrri hálfleik náðum við að halda frumkvæðinu og láta þá sparka langt. Við gátum haldið okkur framarlega en í það fór gríðarleg orka hjá Alfreð og Kolbeini þannig eðlilega tók að draga af mönnum seinni hluta leiksins. Þetta var samt góð æfing fyrir okkur því við gerðum það vel sem við vildum fá út úr leiknum. En það er auðvitað ekki hægt að spila svona í 90 mínútur,“ sagði Heimir Hallgrímsson. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Byrjunarliðið gegn Wales - Elmar í bakverðinum Kolbeinn Sigþórsson og Alfreð Finnbogason byrja saman frammi í vináttuleiknumg gegn Wales í Cardiff. 5. mars 2014 18:19 Strákarnir okkar fengu bestu sætin á Bale-sýninguna Gareth Bale var munurinn á Wales og Íslandi í 3-1 sigri heimamanna í vináttulandsleik í Cardiff í kvöld. 5. mars 2014 12:24 Mest lesið „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Fleiri fréttir „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Sjá meira
„Ég er sár yfir því að tapa en það var margt jákvætt sem taka má með úr leiknum,“ sagði Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, við Vísi eftir 3-1 tapið gegn Wales á Cardiff-vellinum í kvöld. Staðan var 1-1 í hálfleik en heimamenn skoruðu tvö í þeim síðari og tryggðu sér sigurinn. Ísland spilaði vel í fyrri hálfleik en spilamennskan dalaði í þeim síðari. Gareth Bale var allt í öllu hjá heimamönnum og skoraði eitt mark og gaf tvær stoðsendingar. „Fyrri hálfleikurinn fannst mér góður. Sóknarleikurinn var góður og við létum boltann ganga vel á milli manna. Í vörninni lokuðum við vel á Walesverjana og létum þá sparka langt. Ég var bara mjög ánægður með fyrri hálfleikinn,“ sagði Heimir sem var eðlilega ekki jafnkátur með seinni hálfleikinn. „Það er spurning hvað gerist í seinni hálfleik. Menn fóru að þreytast auk þess sem við skiptum mönnum inn á og þá riðlaðist leikurinn aðeins. Ég held það séu svona tvær helstu ástæðurnar. Við virtumst þreytast svolítið á þessari pressu. Svo er það náttúrlega Gareth Bale sem var auðvitað frábær og munurinn á liðunum í kvöld.“ „Það var erfitt að stoppa hann því við lögðum ekkert upp með neinar sérstakar varúðarráðstafanir gegn honum. Við vildum bara spila okkar leik. Það er aðaðlatriðið að þróa okkar leik þannig við vorum ekkert að reyna stöðva hann sérstaklega. Ara Frey var stundum vorkunn að reyna stöðva hann þarna en Ari stóð sig vel í þessum leik. Maður sá samt í kvöld ástæðurnar fyrir því að hann er dýrasti knattspyrnumaður í heimi,“ sagði Heimir.Emil Hallfreðsson reynir skot að marki í kvöld.Vísir/EPAGaman að sjá hvernig Wales spilar upp á Bale En hvernig er það hreinlega að horfa upp á svona leikmann frá hliðarlínunni bjóða upp á aðra eins frammistöðu og hvað þá reyna stöðva hann? „Maður verður bara vanmáttugur að horfa á svona mann. Það er bara frábært þegar svona góðir leikmenn eru til. Það var líka gaman að sjá hvernig velska liðið spilar taktískt upp á hann. Oftast þegar svona menn fá boltann koma samherjar og hjálpa en Walesverjarnir fara bara frá honum þegar Bale fær boltann og gefa honum svæði,“ sagði Heimir. Heimir var í heildina ánægður með hvernig íslenska liðið spilaði hvað varðar hvernig leikurinn var lagður upp þó úrslitin séu ekki skemmtileg. „Við fengum það út úr þessu sem við vildum og erum ánægðir með það. Það var gaman að sjá Theodór Elmar í fyrsta skipti í bakverðinum. Hann kom vel út. Það var líka gaman að sjá Sölva Geir. Hann leit einnig vel út og er greinilega í góðu standi. Það voru margir jákvæðir punktar og eins fannst mér Aron og Gylfi koma vel út þrátt fyrir að hafa ekki spilað mikið undanfarið,“ sagði Heimir. „Í fyrri hálfleik náðum við að halda frumkvæðinu og láta þá sparka langt. Við gátum haldið okkur framarlega en í það fór gríðarleg orka hjá Alfreð og Kolbeini þannig eðlilega tók að draga af mönnum seinni hluta leiksins. Þetta var samt góð æfing fyrir okkur því við gerðum það vel sem við vildum fá út úr leiknum. En það er auðvitað ekki hægt að spila svona í 90 mínútur,“ sagði Heimir Hallgrímsson.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Byrjunarliðið gegn Wales - Elmar í bakverðinum Kolbeinn Sigþórsson og Alfreð Finnbogason byrja saman frammi í vináttuleiknumg gegn Wales í Cardiff. 5. mars 2014 18:19 Strákarnir okkar fengu bestu sætin á Bale-sýninguna Gareth Bale var munurinn á Wales og Íslandi í 3-1 sigri heimamanna í vináttulandsleik í Cardiff í kvöld. 5. mars 2014 12:24 Mest lesið „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Fleiri fréttir „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Sjá meira
Byrjunarliðið gegn Wales - Elmar í bakverðinum Kolbeinn Sigþórsson og Alfreð Finnbogason byrja saman frammi í vináttuleiknumg gegn Wales í Cardiff. 5. mars 2014 18:19
Strákarnir okkar fengu bestu sætin á Bale-sýninguna Gareth Bale var munurinn á Wales og Íslandi í 3-1 sigri heimamanna í vináttulandsleik í Cardiff í kvöld. 5. mars 2014 12:24