Norðmenn slógu á sáttahönd ESB í makríldeilunni Svavar Hávarðsson skrifar 7. mars 2014 07:00 Áhöfnin á Huginn VE 55 við störf. Fréttablaðið/Óskar Árangurslausar samningaviðræður strandríkjanna um stjórn veiða á makríl þýða að sögulegt tækifæri hefur runnið mönnum úr greipum við að ná niðurstöðu í deilunni. Ekkert bendir til annars en veiði úr stofninum í sumar verði 400 til 500 þúsund tonnum yfir ráðgjöf Alþjóða hafrannsóknaráðsins (ICES), enda ljóst að strandríkin, Norðmenn, Færeyingar, ESB auk Íslendinga, munu setja sér makrílkvóta einhliða fyrir vertíðina í sumar. Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra, sagði í tilkynningu á miðvikudagskvöld að niðurstaðan væri mikil vonbrigði, og fullreynt að samningur náist á þeim grundvelli sem lá fyrir milli Íslands og ESB í haust. Þá var samkomulag um sjálfbærar veiðar í takt við ráðgjöf ICES, og að Ísland fengi 11,9% í sinn hlut. „Evrópusambandið tók að sér að fylgja málinu eftir gagnvart Noregi. Norðmenn hafa því miður komið í veg fyrir að þetta samkomulag næði fram að ganga ekki síst með ósveigjanlegri og órökstuddri kröfu um veiðar langt umfram vísindalega ráðgjöf,“ sagði ráðherra og vísar til þess að Norðmenn vilja að aflaheimldir strandríkjanna miðist við 1,3 milljónir tonna - 400.000 tonn yfir ráðgjöf ICES. Í fréttatilkynningu sem birtist á heimasíðu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í gær kemur fram að fulltrúar ESB við samningaborðið lögðu fram málamiðlunartillögu sem var samþykkt af Íslendingum og Færeyingum, en Noregur hafnaði alfarið.Sögulegt tækifæri forgörðum Sigurður segir í viðtali við Fréttablaðið að tillaga ESB hafi verið sú sama og áður hvað varðar hlutdeild Íslands - 11,9%. Hins vegar hafi tillagan gert ráð fyrir nokkru hærri heildarveiði, sem Ísland hafi verið tilbúið að samþykkja til að höggva á hnútinn. „Þetta þótti ekki fráleitt til að ljúka samningi til eins árs, með því skilyrði að ráðgjöf ICES yrði fylgt á öðru ári. Norðmenn gátu ekki sætt sig við þetta,“ segir Sigurður og játar því að Norðmenn standi fastir á því að veiðin verði 1,3 milljónir tonna í ár. „Hér hefur tapast sögulegt tækifæri til að ná niðurstöðu í deilunni,“ segir Sigurður um niðurstöðu fundarins og tillögu ESB en bætir við að Norðmenn hafi aldrei sætt sig við þá hlutdeild sem Ísland hafði náð samkomulagi um við ESB. „ESB hefur verið tilbúið að teygja sig langt í áttina til Norðmanna með heildarveiðina, en langt umfram það sem við höfum getað sætt okkur við.“ Sigurður bætir við að markaðir þoli ekki það magn sem Norðmenn vilja veiða, og ósamkomulag á milli Noregs og ESB um fiskveiðar greiði heldur ekki fyrir. „Þess utan hafa Norðmenn látið í það skína að kröfur Grænlendinga standi í vegi fyrir samningum, en það var fyrst og fremst hitt, að þeir féllu aldrei frá kröfu um 1,3 milljóna tonna veiði og sættu sig aldrei við hlutdeildina sem ESB bauð Íslandi.“Veiðum svipað magn Atvinnuvegaráðherra tilkynnti í byrjun febrúar í fyrra um 123 þúsund tonna makrílkvóta, eða um 16% af heildarveiðinni (við lok vertíðar höfðu þó 154 þúsund tonn komið á land, þar af 11.000 tonn í grænlenskri lögsögu). Það var um 15% minni kvóti en árið áður og var ráðgjöf ICES fylgt. ESB og Noregur höfðu áður úthlutað sér rúmum 90% af ráðlögðum afla sem var 542 þúsund tonn, og ætluðu Íslandi, Færeyjum, Rússlandi og Grænlandi því innan við 10% af ráðgjöfinni eða um 52 þúsund tonn. Allt rann þetta í sama farvegi og árin á undan og hefur heildaraflinn í makrílveiðunum því verið um 900.000 tonn á undanförnum árum, langt yfir ráðgjöf. ICES gefur nú út ráðgjöf sem miðast við meðalveiði þriggja síðustu ára, en ekki rannsóknir og mat á stofnstærð eins og fyrri ár. Sigurður segir að nú verði lagst yfir að ákveða afla íslenskra skipa fy rir komandi vertíð. Hann svarar því játandi að áþekkar aflaheimildir verði gefnar út. „Jú, það er rökrétt að draga þá ályktun. Eins og ég hef bennt á, og miðað við að ráðgjöfin er 64% hærri en á fyrra ári, að þá gætu allar þjóðir veitt það magn sem þær veiddu árið áður. Þar með við það magn sem við höfum veitt síðustu tvö ár,“ segir Sigurður.8,8 milljónir tonna Mælingar á útbreiðslu makríls í fyrrasumar benda eindregið til þess að stofninn sé miklu stærri en mælingar undanfarinna ára hafa gefið til kynna. Því síður er hægt að merkja að veiði umfram ráðgjöf ICES um árabil hafi haft nokkuð að segja um viðkomu makríls. Niðurstöður togveiðileiðangurs Íslendinga, Norðmanna og Færeyinga í júlí og ágúst bendir til að stofninn sé 8,8 milljónir tonna, en mældist rúmlega fimm milljónir tonna árið á undan með sömu aðferðafræði. 1,5 milljónir tonna mældust innan íslensku lögsögunnar, sem er mesta magn sem mælt hefur verið við Ísland eða 17,2% af heildinni. Innan norsku lögsögunnar mældist mest eða 3,4 milljónir tonna, eða 38,5%. Til að undirstrika hvað stofninn er útbreiddur þá mældist hálf milljón tonna innan grænlensku lögsögunnar á fáeinum dögum, og var þá ekki víða farið. Hér verður að slá þann varnagla að mæliaðferðinni, trollveiðum, felst mikil óvissa. Nýjar aðferðir Guðmundur J. Óskarsson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, sem situr í vinnuhópi ICES um makríl, flutti erindi á aðalfundi LÍÚ í fyrra. Hann útskýrði að innan hópsins hefur trúin á stofnmat ICES molnað hægt og bítandi niður og er aðferðafræðin talin ónothæf í dag. Mat ICES hefur byggt á makríleggjamælingum, til mats á stærð hrygningarstofns, og aflatölum. Hins vegar er almennt viðurkennt að aflatölur um langan tíma eru ónothæfar vegna vanskráningar. Er ekki talið ólíklegt að makrílafli hafi verið helmingi, sumir segja fjórfalt, meiri en aflatölur frá árunum 1972 til 2005 gefa til kynna. Aflaráðgjöf ICES fyrir næstu vertíð var því millileikur á meðan þess er beðið að áreiðanlegri aðferðafræði við aflaráðgjöf er þróuð, og bað ICES strandríkin að sýna þolinmæði á meðan á því stæði. Fréttaskýringar Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fleiri fréttir Punga út 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Sjá meira
Árangurslausar samningaviðræður strandríkjanna um stjórn veiða á makríl þýða að sögulegt tækifæri hefur runnið mönnum úr greipum við að ná niðurstöðu í deilunni. Ekkert bendir til annars en veiði úr stofninum í sumar verði 400 til 500 þúsund tonnum yfir ráðgjöf Alþjóða hafrannsóknaráðsins (ICES), enda ljóst að strandríkin, Norðmenn, Færeyingar, ESB auk Íslendinga, munu setja sér makrílkvóta einhliða fyrir vertíðina í sumar. Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra, sagði í tilkynningu á miðvikudagskvöld að niðurstaðan væri mikil vonbrigði, og fullreynt að samningur náist á þeim grundvelli sem lá fyrir milli Íslands og ESB í haust. Þá var samkomulag um sjálfbærar veiðar í takt við ráðgjöf ICES, og að Ísland fengi 11,9% í sinn hlut. „Evrópusambandið tók að sér að fylgja málinu eftir gagnvart Noregi. Norðmenn hafa því miður komið í veg fyrir að þetta samkomulag næði fram að ganga ekki síst með ósveigjanlegri og órökstuddri kröfu um veiðar langt umfram vísindalega ráðgjöf,“ sagði ráðherra og vísar til þess að Norðmenn vilja að aflaheimldir strandríkjanna miðist við 1,3 milljónir tonna - 400.000 tonn yfir ráðgjöf ICES. Í fréttatilkynningu sem birtist á heimasíðu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í gær kemur fram að fulltrúar ESB við samningaborðið lögðu fram málamiðlunartillögu sem var samþykkt af Íslendingum og Færeyingum, en Noregur hafnaði alfarið.Sögulegt tækifæri forgörðum Sigurður segir í viðtali við Fréttablaðið að tillaga ESB hafi verið sú sama og áður hvað varðar hlutdeild Íslands - 11,9%. Hins vegar hafi tillagan gert ráð fyrir nokkru hærri heildarveiði, sem Ísland hafi verið tilbúið að samþykkja til að höggva á hnútinn. „Þetta þótti ekki fráleitt til að ljúka samningi til eins árs, með því skilyrði að ráðgjöf ICES yrði fylgt á öðru ári. Norðmenn gátu ekki sætt sig við þetta,“ segir Sigurður og játar því að Norðmenn standi fastir á því að veiðin verði 1,3 milljónir tonna í ár. „Hér hefur tapast sögulegt tækifæri til að ná niðurstöðu í deilunni,“ segir Sigurður um niðurstöðu fundarins og tillögu ESB en bætir við að Norðmenn hafi aldrei sætt sig við þá hlutdeild sem Ísland hafði náð samkomulagi um við ESB. „ESB hefur verið tilbúið að teygja sig langt í áttina til Norðmanna með heildarveiðina, en langt umfram það sem við höfum getað sætt okkur við.“ Sigurður bætir við að markaðir þoli ekki það magn sem Norðmenn vilja veiða, og ósamkomulag á milli Noregs og ESB um fiskveiðar greiði heldur ekki fyrir. „Þess utan hafa Norðmenn látið í það skína að kröfur Grænlendinga standi í vegi fyrir samningum, en það var fyrst og fremst hitt, að þeir féllu aldrei frá kröfu um 1,3 milljóna tonna veiði og sættu sig aldrei við hlutdeildina sem ESB bauð Íslandi.“Veiðum svipað magn Atvinnuvegaráðherra tilkynnti í byrjun febrúar í fyrra um 123 þúsund tonna makrílkvóta, eða um 16% af heildarveiðinni (við lok vertíðar höfðu þó 154 þúsund tonn komið á land, þar af 11.000 tonn í grænlenskri lögsögu). Það var um 15% minni kvóti en árið áður og var ráðgjöf ICES fylgt. ESB og Noregur höfðu áður úthlutað sér rúmum 90% af ráðlögðum afla sem var 542 þúsund tonn, og ætluðu Íslandi, Færeyjum, Rússlandi og Grænlandi því innan við 10% af ráðgjöfinni eða um 52 þúsund tonn. Allt rann þetta í sama farvegi og árin á undan og hefur heildaraflinn í makrílveiðunum því verið um 900.000 tonn á undanförnum árum, langt yfir ráðgjöf. ICES gefur nú út ráðgjöf sem miðast við meðalveiði þriggja síðustu ára, en ekki rannsóknir og mat á stofnstærð eins og fyrri ár. Sigurður segir að nú verði lagst yfir að ákveða afla íslenskra skipa fy rir komandi vertíð. Hann svarar því játandi að áþekkar aflaheimildir verði gefnar út. „Jú, það er rökrétt að draga þá ályktun. Eins og ég hef bennt á, og miðað við að ráðgjöfin er 64% hærri en á fyrra ári, að þá gætu allar þjóðir veitt það magn sem þær veiddu árið áður. Þar með við það magn sem við höfum veitt síðustu tvö ár,“ segir Sigurður.8,8 milljónir tonna Mælingar á útbreiðslu makríls í fyrrasumar benda eindregið til þess að stofninn sé miklu stærri en mælingar undanfarinna ára hafa gefið til kynna. Því síður er hægt að merkja að veiði umfram ráðgjöf ICES um árabil hafi haft nokkuð að segja um viðkomu makríls. Niðurstöður togveiðileiðangurs Íslendinga, Norðmanna og Færeyinga í júlí og ágúst bendir til að stofninn sé 8,8 milljónir tonna, en mældist rúmlega fimm milljónir tonna árið á undan með sömu aðferðafræði. 1,5 milljónir tonna mældust innan íslensku lögsögunnar, sem er mesta magn sem mælt hefur verið við Ísland eða 17,2% af heildinni. Innan norsku lögsögunnar mældist mest eða 3,4 milljónir tonna, eða 38,5%. Til að undirstrika hvað stofninn er útbreiddur þá mældist hálf milljón tonna innan grænlensku lögsögunnar á fáeinum dögum, og var þá ekki víða farið. Hér verður að slá þann varnagla að mæliaðferðinni, trollveiðum, felst mikil óvissa. Nýjar aðferðir Guðmundur J. Óskarsson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, sem situr í vinnuhópi ICES um makríl, flutti erindi á aðalfundi LÍÚ í fyrra. Hann útskýrði að innan hópsins hefur trúin á stofnmat ICES molnað hægt og bítandi niður og er aðferðafræðin talin ónothæf í dag. Mat ICES hefur byggt á makríleggjamælingum, til mats á stærð hrygningarstofns, og aflatölum. Hins vegar er almennt viðurkennt að aflatölur um langan tíma eru ónothæfar vegna vanskráningar. Er ekki talið ólíklegt að makrílafli hafi verið helmingi, sumir segja fjórfalt, meiri en aflatölur frá árunum 1972 til 2005 gefa til kynna. Aflaráðgjöf ICES fyrir næstu vertíð var því millileikur á meðan þess er beðið að áreiðanlegri aðferðafræði við aflaráðgjöf er þróuð, og bað ICES strandríkin að sýna þolinmæði á meðan á því stæði.
Fréttaskýringar Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fleiri fréttir Punga út 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Sjá meira