Kúventi um stefnu eftir fimmtugt og geislar af hreysti 20. febrúar 2014 15:43 Kolbrún hefur náð mjög góðum árangri eftir að hún hóf að æfa hjá JSB. Stefán Karlsson Kolbrún Sandholt var orðin 107 kíló árið 2006. Hún var komin með of háan blóðþrýsting, astma og fitulifur þegar hún skráði sig á TT-námskeið hjá Líkamsrækt JSB fyrir áeggjan dóttur sinnar. Núna er þessi glæsilega kona bæði laus við aukakílóin og sjúkdómseinkennin og hreinlega geislar af hreysti og heilbrigði. Kolbrún segist lengi hafa átt í basli með aukakílóin og bætti verulega á sig þegar hún gekk með börnin sín. Hún var komin vel yfir hundrað kíló og orðin þjökuð af þreytu og vanlíðan sem rekja mátti beint til óheilbrigðs lífsstíls. Hún gerði þó heiðarlegar tilraunir til að léttast en þær skiluðu ekki miklum árangri. „Ég fór oft í megrunarkúra og gekk ágætlega að missa nokkur kíló en mér gekk þó mun betur að bæta þeim á mig aftur.” Hafði aldrei verið í líkamsrækt Hún var orðin hálf úrkula vonar um að ná heilsu og sá enga lausn í sjónmáli. „Svo var það í september 2006 sem dóttir mín skráði okkur á TT-námskeið hjá Líkamsrækt JSB. Ég var nú ekki alveg viss en lét til leiðast. Ég hafði aldrei verið í líkamsrækt áður og vissi ekki hverju ég ætti von á en eftir fyrsta tímann fann ég að þetta var frábært. Þarna voru yndislegar konur að takast á við það sama og ég. Kennararnir og allt starfsfólkið var meiriháttar og andrúmsloftið notalegt. Ég fór á tvö TT-námskeið og náði af mér um 28 kílóum.” Kolbrún áður en hún tók sig í gegn. Næ stöðugt betri árangri Núna hefur Kolbrún gjörbreytt lífsstílnum. „Ég gæti þess að hreyfa mig reglulega og sæki tíma í opna kerfinu og ætla að halda því áfram eins lengi og ég get. Auk þess að halda þyngdinni í skefjum þá finn ég hvað ég styrkist bæði andlega og líkamlega og næ stöðugt betri árangri. Núna er ég 67 kíló og er bara nokkuð sátt. Fatastærðin fór úr 54 niður í 38-40.” Albest að hafa fengið heilsuna aftur „Það sem er þó allra best er að ég er laus við háa blóðþrýstinginn, fitulifrina og finn ekki lengur fyrir astmanum. Þetta hefur breytt lífi mínu og ég er núna við mjög góða heilsu sem ég vil þakka þessum einstaka stuðningi sem ég hef fengið hjá JSB. Þetta er frábær staður og þarna er yndislegt fólk. Ég verð 60 ára í sumar og mér hefur sjaldan liðið betur. Ég hefði aldrei trúað því að ég gæti bætt heilsuna svona að óreyndu. Ég mæli hiklaust með þessu fyrir alla sem eru að hugsa um að gera eitthvað í sínum málum. Takk fyrir hjálpina JSB. Þið hafið reynst mér stórkostlega vel.“ Heilsa Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Sjá meira
Kolbrún Sandholt var orðin 107 kíló árið 2006. Hún var komin með of háan blóðþrýsting, astma og fitulifur þegar hún skráði sig á TT-námskeið hjá Líkamsrækt JSB fyrir áeggjan dóttur sinnar. Núna er þessi glæsilega kona bæði laus við aukakílóin og sjúkdómseinkennin og hreinlega geislar af hreysti og heilbrigði. Kolbrún segist lengi hafa átt í basli með aukakílóin og bætti verulega á sig þegar hún gekk með börnin sín. Hún var komin vel yfir hundrað kíló og orðin þjökuð af þreytu og vanlíðan sem rekja mátti beint til óheilbrigðs lífsstíls. Hún gerði þó heiðarlegar tilraunir til að léttast en þær skiluðu ekki miklum árangri. „Ég fór oft í megrunarkúra og gekk ágætlega að missa nokkur kíló en mér gekk þó mun betur að bæta þeim á mig aftur.” Hafði aldrei verið í líkamsrækt Hún var orðin hálf úrkula vonar um að ná heilsu og sá enga lausn í sjónmáli. „Svo var það í september 2006 sem dóttir mín skráði okkur á TT-námskeið hjá Líkamsrækt JSB. Ég var nú ekki alveg viss en lét til leiðast. Ég hafði aldrei verið í líkamsrækt áður og vissi ekki hverju ég ætti von á en eftir fyrsta tímann fann ég að þetta var frábært. Þarna voru yndislegar konur að takast á við það sama og ég. Kennararnir og allt starfsfólkið var meiriháttar og andrúmsloftið notalegt. Ég fór á tvö TT-námskeið og náði af mér um 28 kílóum.” Kolbrún áður en hún tók sig í gegn. Næ stöðugt betri árangri Núna hefur Kolbrún gjörbreytt lífsstílnum. „Ég gæti þess að hreyfa mig reglulega og sæki tíma í opna kerfinu og ætla að halda því áfram eins lengi og ég get. Auk þess að halda þyngdinni í skefjum þá finn ég hvað ég styrkist bæði andlega og líkamlega og næ stöðugt betri árangri. Núna er ég 67 kíló og er bara nokkuð sátt. Fatastærðin fór úr 54 niður í 38-40.” Albest að hafa fengið heilsuna aftur „Það sem er þó allra best er að ég er laus við háa blóðþrýstinginn, fitulifrina og finn ekki lengur fyrir astmanum. Þetta hefur breytt lífi mínu og ég er núna við mjög góða heilsu sem ég vil þakka þessum einstaka stuðningi sem ég hef fengið hjá JSB. Þetta er frábær staður og þarna er yndislegt fólk. Ég verð 60 ára í sumar og mér hefur sjaldan liðið betur. Ég hefði aldrei trúað því að ég gæti bætt heilsuna svona að óreyndu. Ég mæli hiklaust með þessu fyrir alla sem eru að hugsa um að gera eitthvað í sínum málum. Takk fyrir hjálpina JSB. Þið hafið reynst mér stórkostlega vel.“
Heilsa Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Sjá meira