Handbolti

Harri áfram hjá Haukum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Halldór Harri Kristjánsson.
Halldór Harri Kristjánsson. Vísir/Valli
Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari kvennaliðs Hauka, skrifaði í gær undir nýjan samning við félagið en hann stýrir liði sínu gegn Val í undanúrslitum bikarsins í kvöld.

Harri, eins og hann er kallaður, er nú samningsbundinn Haukum til loka tímabilsins 2016 en liðið hefur spilað vel undir hans stjórn að undanförnu og vann til að mynda sigur á Val fyrr í þessum mánuði.

Hann kom til Hauka fyrir tæpum þremur árum og byrjaði að þjálfa yngri flokka félagsins. Hann tók svo við þjálfun meistaraflokks ári síðar.

Leikur Hauka og Vals í Olísdeildinni fer fram í Laugardalshöllinni í kvöld og hefst klukkan 20.00. Viðureign Stjörnunnar og Gróttu hefst klukkan 17.15.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×