Handbolti

Bekkirnir úr Breiðholtinu notaðir í Laugardalshöllinni

Bekkirnir góðu sóma sér vel í Höllinni.
Bekkirnir góðu sóma sér vel í Höllinni. vísir/valli
Frægustu varamannabekkir Íslands eru varamannabekkirnir sem leikmenn handboltaliðs ÍR smíðuðu fyrr í vetur.

Þeir voru orðnir þreyttir á plankabekkjunum og vildu að bekkjarsetumenn hefðu það huggulegt. ÍR-ingar smíðuðu því bekki og notuðu til þess sæti úr strætó.

Bekkirnir hafa heldur betur slegið í gegn og svo mikið að leikmenn vilja nánast helst vera á bekknum er þeir spila í Austurbergi. Það eru reyndar óstaðfestar fregnir.

Engir slíkir gæðabekkir eru í boði á sjálfum þjóðarleikvangnum, Laugardalshöllinni. Því var brugðið á það ráð að fá bekkina úr Breiðholtinu lánaða fyrir bikarúrslitahelgina í handboltanum.

Hafa leikmenn haft það náðugt þar og gerður afar góður rómur að þessu sköpunverki Kristins Björgúlfssonar sem reyndar er hættur að sitja á bekknum í Breiðaholtinu og farinn til Þýskalands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×