Haukar bikarmeistarar í sjöunda sinn - viðtöl og myndir Guðmundur Marinó Ingvarsson í Laugardalshöllinni skrifar 1. mars 2014 00:01 Haukar eru bikarmeistarar karla 2014 eftir 22-21 sigur á ÍR í rosalegum úrslitaleik í Laugardalshöll í dag. Leikurinn var æsispennandi allan tíman en ÍR fékk síðustu sókn leiksins til að jafna metin.Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var í Laugardalshöllinni í dag og tók þessar myndir hér fyrir ofan og neðan. Haukar voru yfir allan fyrri hálfleikinn þó aldrei hafi munað miklu á liðunum. ÍR náði þó að jafna metin fyrir hálfleik og staðan í hálfleik 11-11. Kristófer Fannar Guðmundsson kom sterkur inn í mark ÍR sem náði loks að komast yfir í upphafi seinni hálfleiks. ÍR komst í 15-13 en þá skoraði liðið ekki í rúmar 8 mínútur og Haukar skoruðu sex mörk í röð. ÍR gafst ekki upp. Liðið lék frábæra vörn og náði að jafna metin í 21-21 þegar skammt var til leiksloka. Við tók æsispennandi kafli þar sem Einar Pétur Pétursson skoraði sigurmarkið þegar rétt innan við mínúta var eftir. Bæði lið léku frábæra vörn í leiknum og var viðeigandi að vörn Hauka stöðvaði ÍR í síðustu sókninni og tryggði Haukum sjöunda bikarmeistaratitil félagsins og þann annan á þremur árum.Matthías Árni: Besta sem hægt er að gera í þessari íþrótt „Þetta var rosalegur úrslitaleikur og einn sá rosalegasti í einhvern tíma. Bæði lið voru ótrúlega öflug í vörn og sókn og áhorfendur geggjaðir. Þetta er einn skemmtilegasti úrslitaleikur sem ég hef tekið þátt í,“ sagði Matthías Árni Ingimarsson varnartröll sigurreifur í leikslok. „Við vorum aðeins lekir í fyrri hálfleik en náðum að þétta vörnina í seinni hálfleik. Þetta var ekki mikill markaleikur,“ sagði Matthías sem mundi ekki eftir síðustu fimm mínútum leiksins, slík var spennan og átökin. „Þetta er besta tilfinning í heimi. Ég er búinn að gera þetta nú tvisvar sem leikmaður og einu sinni sem kjúklingur í hóp. Þetta verður ekki betra, þetta er það besta sem hægt er að gera í þessari íþrótt.“Sigurbergur: Svakalegt síðustu fimm „Þetta verður ekki sætara en þetta, sérstaklega eftir svona leik sem er jafn allan tímann, er stál í stál allan leikinn,“ sagði Sigurbergur Sveinsson sem var öflugur að vanda í liði Hauka og þá ekki síst í vörninni. „Það er ólýsanleg tilfinning að vinna bikarinn. Það er vert að hrósa HSÍ. Umgjörðin í kringum þetta var alveg frábær, risaskjár og læti. „Leikurinn var mjög erfiður. Bæði lið að spila í gærkvöldi og þetta tekur á. Þú þarft að sækja í þína innri krafta til að klára leikinn og svo var þetta jafnt allan tímann og menn að berjast fyrir titlinum. „Þetta var svakalegt hérna síðustu fimm mínúturnar. Það var eitthvað í gangi en þetta féll með okkur. Þetta hefði getað fallið með þeim, þannig séð,“ sagði Sigurbergur.Tjörvi: Svona eiga úrslitaleikir að vera „Svona eiga úrslitaleikir að vera, það er bara þannig,“ sagði Tjörvi Þorgeirsson leikstjórnandi Hauka eftir leikinn í dag. „Þetta var bikar númar þrjú. Ég spilaði ekki mikið í fyrsta en þetta var alvöru leikur. Síðast var það rúst á móti Fram. „Báðar varnirnar voru öflugar og báðir markverðirnir. Goggi (Giedrius Morkunas) og Kristófer vörðu mikið. Það er ekki fallegasti handboltinn í úrslitaleikjum, þetta er barátta. „Vörnin kláraði leikinn. Ég hef aldrei séð Nonna (Jón Þorbjörn Jóhannsson) hreyfa sig eins mikið og síðustu tvo daga. Ég held að hann þurfi að fá frí alla næstu viku. Það er mjög líklegt. Mér fannst hann frábær og Beggi (Sigurbergu Sveinsson), hann gaf allt í þetta,“ sagði Tjörvi áður en henn hélt inn í klefa til að fagna með félögum sínum.Bjarki: Taktískir feilar fella okkur „Við vorum svo grátlega nálægt því að landa þessu eða jafna í lokin. Þetta var hörkuleikur, flott umgjörð og frábær stemning,“ sagði Bjarki Sigurðsson þjálfari ÍR. „Í heildina þá held ég okkar taktísku feilar hafi fellt okkur í dag. Við höfum verið að halda þessu í fimm, sex feilum í síðustu leikjum og þá höfum við verið vaxandi. Nú kom þetta á öllu bretti núna. „Það tekur mikla orku að jafna eftir að lenda fjórum mörkum undir. Vörnin var ágæt á köflum hjá okkur en sóknarlega vorum við ekki að skila því eins og við ætluðum okkur. „Þetta er töff leikur, úrslitaleikur. Því miður fór mikil orka í að vinna upp forskotið. Þetta eru frábær tvö lið og þetta féll þeirra megin,“ sagði Bjarki sem treysti ungum en hávöxnum leikmanni til að taka lokaskotið. „Hugsunin var að reyna að nýta hæðina. Skotið hans fór ekki með okkur. Við vorum búnir að jafna þegar mínúta er eftir og við í sókn. Við eigum möguleika á að komast yfir og þá töpum við boltanum og fáum hraðaupphlaup í bakið. Það er það sem fellir okkur,“ sagði Bjarki Sigurðsson.Vísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelPetr Baumruk með syni sínum Adam.Vísir/Daníel Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Sjá meira
Haukar eru bikarmeistarar karla 2014 eftir 22-21 sigur á ÍR í rosalegum úrslitaleik í Laugardalshöll í dag. Leikurinn var æsispennandi allan tíman en ÍR fékk síðustu sókn leiksins til að jafna metin.Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var í Laugardalshöllinni í dag og tók þessar myndir hér fyrir ofan og neðan. Haukar voru yfir allan fyrri hálfleikinn þó aldrei hafi munað miklu á liðunum. ÍR náði þó að jafna metin fyrir hálfleik og staðan í hálfleik 11-11. Kristófer Fannar Guðmundsson kom sterkur inn í mark ÍR sem náði loks að komast yfir í upphafi seinni hálfleiks. ÍR komst í 15-13 en þá skoraði liðið ekki í rúmar 8 mínútur og Haukar skoruðu sex mörk í röð. ÍR gafst ekki upp. Liðið lék frábæra vörn og náði að jafna metin í 21-21 þegar skammt var til leiksloka. Við tók æsispennandi kafli þar sem Einar Pétur Pétursson skoraði sigurmarkið þegar rétt innan við mínúta var eftir. Bæði lið léku frábæra vörn í leiknum og var viðeigandi að vörn Hauka stöðvaði ÍR í síðustu sókninni og tryggði Haukum sjöunda bikarmeistaratitil félagsins og þann annan á þremur árum.Matthías Árni: Besta sem hægt er að gera í þessari íþrótt „Þetta var rosalegur úrslitaleikur og einn sá rosalegasti í einhvern tíma. Bæði lið voru ótrúlega öflug í vörn og sókn og áhorfendur geggjaðir. Þetta er einn skemmtilegasti úrslitaleikur sem ég hef tekið þátt í,“ sagði Matthías Árni Ingimarsson varnartröll sigurreifur í leikslok. „Við vorum aðeins lekir í fyrri hálfleik en náðum að þétta vörnina í seinni hálfleik. Þetta var ekki mikill markaleikur,“ sagði Matthías sem mundi ekki eftir síðustu fimm mínútum leiksins, slík var spennan og átökin. „Þetta er besta tilfinning í heimi. Ég er búinn að gera þetta nú tvisvar sem leikmaður og einu sinni sem kjúklingur í hóp. Þetta verður ekki betra, þetta er það besta sem hægt er að gera í þessari íþrótt.“Sigurbergur: Svakalegt síðustu fimm „Þetta verður ekki sætara en þetta, sérstaklega eftir svona leik sem er jafn allan tímann, er stál í stál allan leikinn,“ sagði Sigurbergur Sveinsson sem var öflugur að vanda í liði Hauka og þá ekki síst í vörninni. „Það er ólýsanleg tilfinning að vinna bikarinn. Það er vert að hrósa HSÍ. Umgjörðin í kringum þetta var alveg frábær, risaskjár og læti. „Leikurinn var mjög erfiður. Bæði lið að spila í gærkvöldi og þetta tekur á. Þú þarft að sækja í þína innri krafta til að klára leikinn og svo var þetta jafnt allan tímann og menn að berjast fyrir titlinum. „Þetta var svakalegt hérna síðustu fimm mínúturnar. Það var eitthvað í gangi en þetta féll með okkur. Þetta hefði getað fallið með þeim, þannig séð,“ sagði Sigurbergur.Tjörvi: Svona eiga úrslitaleikir að vera „Svona eiga úrslitaleikir að vera, það er bara þannig,“ sagði Tjörvi Þorgeirsson leikstjórnandi Hauka eftir leikinn í dag. „Þetta var bikar númar þrjú. Ég spilaði ekki mikið í fyrsta en þetta var alvöru leikur. Síðast var það rúst á móti Fram. „Báðar varnirnar voru öflugar og báðir markverðirnir. Goggi (Giedrius Morkunas) og Kristófer vörðu mikið. Það er ekki fallegasti handboltinn í úrslitaleikjum, þetta er barátta. „Vörnin kláraði leikinn. Ég hef aldrei séð Nonna (Jón Þorbjörn Jóhannsson) hreyfa sig eins mikið og síðustu tvo daga. Ég held að hann þurfi að fá frí alla næstu viku. Það er mjög líklegt. Mér fannst hann frábær og Beggi (Sigurbergu Sveinsson), hann gaf allt í þetta,“ sagði Tjörvi áður en henn hélt inn í klefa til að fagna með félögum sínum.Bjarki: Taktískir feilar fella okkur „Við vorum svo grátlega nálægt því að landa þessu eða jafna í lokin. Þetta var hörkuleikur, flott umgjörð og frábær stemning,“ sagði Bjarki Sigurðsson þjálfari ÍR. „Í heildina þá held ég okkar taktísku feilar hafi fellt okkur í dag. Við höfum verið að halda þessu í fimm, sex feilum í síðustu leikjum og þá höfum við verið vaxandi. Nú kom þetta á öllu bretti núna. „Það tekur mikla orku að jafna eftir að lenda fjórum mörkum undir. Vörnin var ágæt á köflum hjá okkur en sóknarlega vorum við ekki að skila því eins og við ætluðum okkur. „Þetta er töff leikur, úrslitaleikur. Því miður fór mikil orka í að vinna upp forskotið. Þetta eru frábær tvö lið og þetta féll þeirra megin,“ sagði Bjarki sem treysti ungum en hávöxnum leikmanni til að taka lokaskotið. „Hugsunin var að reyna að nýta hæðina. Skotið hans fór ekki með okkur. Við vorum búnir að jafna þegar mínúta er eftir og við í sókn. Við eigum möguleika á að komast yfir og þá töpum við boltanum og fáum hraðaupphlaup í bakið. Það er það sem fellir okkur,“ sagði Bjarki Sigurðsson.Vísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelPetr Baumruk með syni sínum Adam.Vísir/Daníel
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti