Handbolti

ÍR fjórða liðið inn í undanúrslitin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sturla Ásgeirsson.
Sturla Ásgeirsson. Vísir/Valli
Bikarmeistarar ÍR eru komnir í undanúrslit Coca Cola-bikar karla í handbolta eftir 28-23 sigur á Selfossi í átta liða úrslitum keppninnar í kvöld.

ÍR-ingar verða því í undanúrslitum ásamt Aftureldingu og Hafnarfjarðarliðunum Haukum og FH en báðir leikirnir fara fram í Laugardalshöllinni og um sömu helgi og úrslitaleikurinn.  

Sturla Ásgeirsson skoraði 11 mörk fyrir ÍR í leiknum í kvöld og Björgvin Hólmgeirsson skoraði 7 mörk.

ÍR-ingar hafa með þessum sigri unnið sex bikarleiki í röð eða alla leiki síðan þeir töpuðu á móti Val 14. nóvember 2011.



Selfoss- ÍR 23-28 (13-18)

Mörk Selfoss: Einar Sverrisson 5, Andri Már Sveinsson 5, Ómar Ingi Magnússon 5, Magnús Már Magnússon 2, Hörður Másson 2, Jóhannes Snær Eiríksson 1, Sverrir Pálsson 1, Andri Hrafn Hallsson 1, Atli Kristinsson 1.

Mörk ÍR: Sturla Ásgeirsson 11, Björgvin Þór Hólmgeirsson 7, Arnar Birkir Hálfdánsson 3, Guðni Már Kristinsson 2, Jón Kristinn Björgvinsson 2, Sigurjón Friðbjörn Björnsson 2, JÓN Heiðar Gunnarsson 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×