Davíð Freyr Magnússon fékk þriggja og hálfs árs dóm. Hinrik Geir Helgason fékk tvö og hálft ár og Gísli Þór Gunnarson í tvö ár og tvo mánuði.
Sakborningarnir voru dæmdir til að greiða fórnarlömbum milljónir í skaðabætur auk vaxta. Þá ber þeim einnig að greiða allan sakarkostnað. Til frádráttar dómi kemur gæsluvarðhaldsvist. Svo virðist sem dómari hafi tekið fullt tillit til krafna saksóknara.

Ákæra ríkissaksóknara var í mörgum liðum og mest bar á þeim Stefáni Loga og Stefáni Blackburn. Báðir eiga þeir mikla brotasögu. Hinir mennirnir þrír eru fæddir árin 1990 og 1992 og hafa allir komið áður við sögu lögreglu.
Fimmmenningarnir voru kærðir fyrir mannrán á tveimur mönnum. Annar maðurinn, 22 ára, var félagi þeirra ákærðu. Hann mun hafa sagt Stefáni Loga frá ástarsambandi fyrrverandi kærustu Stefáns Loga og annars manns. Þessum 22 ára manni var haldið nauðugum í hálfan sólarhring og hann barinn illa, hann stunginn með skrúfjárni, dúkahníf og óhreinum sprautunálum af Stefáni Loga og Stefáni Blackburn. Hann mun einnig hafa verið skorinn víða og klippt í eyru hans.

Hinn maðurinn sem þeir héldu nauðugum var 25 ára karlmaður sem átti að hafa átt í kynferðislegu sambandi við fyrrverandi kærsutu Stefáns Loga. Hann mun hafa verið barinn með kylfum ítrekað, hann skorinn og kveikt í kynfærum hans og brjóstkassa.
Við eitt höggið sem hann fékk í andlitið opnaðist efri vör mannsins. Hún var saumuð saman með garni og saumnál. Maðurinn var neyddur til þess að taka óþekktar töflur og hann sprautaður með óþekktu lyfi í rassinn.
Farið var með manninn á Stokkseyri. Þar á Stefán Blackburn að hafa slegið hann með belti og einhvers konar snúru í líkamann áður en maðurinn var skilinn eftir í kjallara hússins. Hann var aðeins klæddur í svartan plastpoka bundinn við burðarstoð.
Húsráðandinn á Stokkseyri leysti hann úr haldi síðar um daginn. Húsráðandinn sætti gæsluvarðhaldi um skeið en var ekki ákærður. Maðurinn sem var numinn á brott krafðist rúmlega sex milljóna króna í bætur vegna málsins.
Stefán Logi var einnig ákærður fyrir að hafa ráðist á fyrrverandi kærustu sína í október 2012, vafið belti af baðslopp um háls hennar og dregið hana um þannig að henni lá við köfnun, og síðan 30. júní í sumar ráðist inn til hennar og foreldra hennar og hótað henni og föður hennar lífláti.
Þá var Stefán Logi ákærður fyrir fíkniefnaakstur sex sinnum á tímabilinu 3. mars til 17. maí í ár.