Aðalmeðferð í Stokkseyrarmálinu hefst í dag 9. desember 2013 06:45 Stefán Logi Sívarsson, Gísli Þór Gunnarsson, Stefán Blackburn og Davíð Freyr Magnússon við þingfestingu málsins. mynd/gva Aðalmeðferð í Stokkseyrarmálinu svokallaða fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag og á morgun, þar sem fimm menn eru ákærðir meðal annars fyrir frelsissviptingar og sérstaklega hættulegar líkamsárásir. Ákæra ríkissaksókna er í mörgum liðum og mest ber á þeim Stefáni Loga Sívarssyni, 31 árs, og nafna hans Stefáni Blackburn, 21 árs. Báðir eiga þeir mikla brotasögu. Hinir mennirnir þrír, Davíð Freyr Magnússon, Hinrik Geir Helgason og Gísli Þór Gunnarsson, eru fæddir árin 1990 og 1992 og hafa allir komið áður við sögu lögreglu. Fyrsti liðurinn snýr að árás á 22 ára mann í samkvæmi í Breiðholti sem hófst klukkan níu að kvöldi 30. júní og stóð fram undir hádegi daginn eftir. Hann hafði þá greint Stefáni Loga frá því að annar maður hefði átt í kynferðislegu sambandi við fyrrverandi kærustu hans. Mennirnir eru ákærðir fyrir að hafa misþyrmt honum allt kvöldið og fram eftir nóttu þar til hann slapp undir hádegi. Samkvæmt ákærunni var maðurinn meðal annars sleginn með keðju, stunginn ítrekað með skrúfjárni, dúkahníf og óhreinum sprautunálum af nöfnunum Stefáni Loga og Stefáni Blackburn, barinn með kylfum, hann kinnbeinsbrotinn, skorinn víða og klippt í eyru hans. Annar ákæruliðurinn fjallar um árás á 25 ára mann, þann sem hafði átt vingott við kærustuna fyrrverandi. Þar segir að honum hafi verið rænt af heimili sínu klukkan hálfeitt sömu nótt. Hann hafi verið barinn ítrekað með kylfum, hann skorinn, rakspíra hellt á brjóstkassa hans og kynfæri og kveikt í. Samkvæmt ákærunni rifnaði efri vör mannsins vegna kylfuhöggs frá Stefáni Loga, sem einnig braut framtönn hans, og í kjölfarið saumaði einn árásarmannanna vörina saman með garni og saumnál. Stefán Logi hafi síðan neytt ofan í hann óþekktar töflur „sem líklega innihéldu deyfandi lyf“, stungið hann með skrúfjárni, og einn mannanna sprautað hann með óþekktu lyfi í rassinn. Um morguninn hafi Stefán Blackburn og annar úr hópi ákærðu ekið með manninn í hús á Stokkseyri, þar sem Stefán hafi slegið hann með belti og einhvers konar snúru í líkamann áður en hann var afklæddur og skilinn eftir nakinn íklæddur svörtum plastpoka í kjallara hússins, bundinn við burðarstoð eftir að þeir hafi „bundið beisli um höfuð honum þannig að mélin voru í munni hans“. Húsráðandinn á Stokkseyri leysti hann úr haldi síðdegis. Hann sætti gæsluvarðhaldi um skeið en er ekki ákærður. Þolandinn krefst rúmlega sex milljóna króna í bætur vegna málsins. Stefán Logi er einnig ákærður fyrir að hafa ráðist á fyrrverandi kærustu sína í október 2012, vafið belti af baðslopp um háls hennar og dregið hana um þannig að henni lá við köfnun, og síðan 30. júní í sumar ráðist inn til hennar og foreldra hennar og hótað henni og föður hennar lífláti. Þá er Stefán Logi ákærður fyrir fíkniefnaakstur sex sinnum á tímabilinu 3. mars til 17. maí í ár. Þess er krafist að ákærðu verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar, auk þess sem einn þolenda krefst þess að ákærðu verði sameiginlega dæmdir til að greiða honum skaða og miskabætur, samtals að fjárhæð 6.152.529 auk vaxta. Stokkseyrarmálið Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Fleiri fréttir Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Sjá meira
Aðalmeðferð í Stokkseyrarmálinu svokallaða fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag og á morgun, þar sem fimm menn eru ákærðir meðal annars fyrir frelsissviptingar og sérstaklega hættulegar líkamsárásir. Ákæra ríkissaksókna er í mörgum liðum og mest ber á þeim Stefáni Loga Sívarssyni, 31 árs, og nafna hans Stefáni Blackburn, 21 árs. Báðir eiga þeir mikla brotasögu. Hinir mennirnir þrír, Davíð Freyr Magnússon, Hinrik Geir Helgason og Gísli Þór Gunnarsson, eru fæddir árin 1990 og 1992 og hafa allir komið áður við sögu lögreglu. Fyrsti liðurinn snýr að árás á 22 ára mann í samkvæmi í Breiðholti sem hófst klukkan níu að kvöldi 30. júní og stóð fram undir hádegi daginn eftir. Hann hafði þá greint Stefáni Loga frá því að annar maður hefði átt í kynferðislegu sambandi við fyrrverandi kærustu hans. Mennirnir eru ákærðir fyrir að hafa misþyrmt honum allt kvöldið og fram eftir nóttu þar til hann slapp undir hádegi. Samkvæmt ákærunni var maðurinn meðal annars sleginn með keðju, stunginn ítrekað með skrúfjárni, dúkahníf og óhreinum sprautunálum af nöfnunum Stefáni Loga og Stefáni Blackburn, barinn með kylfum, hann kinnbeinsbrotinn, skorinn víða og klippt í eyru hans. Annar ákæruliðurinn fjallar um árás á 25 ára mann, þann sem hafði átt vingott við kærustuna fyrrverandi. Þar segir að honum hafi verið rænt af heimili sínu klukkan hálfeitt sömu nótt. Hann hafi verið barinn ítrekað með kylfum, hann skorinn, rakspíra hellt á brjóstkassa hans og kynfæri og kveikt í. Samkvæmt ákærunni rifnaði efri vör mannsins vegna kylfuhöggs frá Stefáni Loga, sem einnig braut framtönn hans, og í kjölfarið saumaði einn árásarmannanna vörina saman með garni og saumnál. Stefán Logi hafi síðan neytt ofan í hann óþekktar töflur „sem líklega innihéldu deyfandi lyf“, stungið hann með skrúfjárni, og einn mannanna sprautað hann með óþekktu lyfi í rassinn. Um morguninn hafi Stefán Blackburn og annar úr hópi ákærðu ekið með manninn í hús á Stokkseyri, þar sem Stefán hafi slegið hann með belti og einhvers konar snúru í líkamann áður en hann var afklæddur og skilinn eftir nakinn íklæddur svörtum plastpoka í kjallara hússins, bundinn við burðarstoð eftir að þeir hafi „bundið beisli um höfuð honum þannig að mélin voru í munni hans“. Húsráðandinn á Stokkseyri leysti hann úr haldi síðdegis. Hann sætti gæsluvarðhaldi um skeið en er ekki ákærður. Þolandinn krefst rúmlega sex milljóna króna í bætur vegna málsins. Stefán Logi er einnig ákærður fyrir að hafa ráðist á fyrrverandi kærustu sína í október 2012, vafið belti af baðslopp um háls hennar og dregið hana um þannig að henni lá við köfnun, og síðan 30. júní í sumar ráðist inn til hennar og foreldra hennar og hótað henni og föður hennar lífláti. Þá er Stefán Logi ákærður fyrir fíkniefnaakstur sex sinnum á tímabilinu 3. mars til 17. maí í ár. Þess er krafist að ákærðu verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar, auk þess sem einn þolenda krefst þess að ákærðu verði sameiginlega dæmdir til að greiða honum skaða og miskabætur, samtals að fjárhæð 6.152.529 auk vaxta.
Stokkseyrarmálið Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Fleiri fréttir Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Sjá meira