Olían gæti þurrkað út skuldir Íslendinga Kristján Már Unnarsson skrifar 16. febrúar 2014 10:37 Þremur sérleyfum hefur verið úthlutað til olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Kort/Eykon Energy. Norska „Dagbladet“ segir í fréttaskýringu um Drekasvæðið að olían geti gert Íslendinga skuldlausa, og gott betur. Blaðinu reiknast til, út frá mati Eykons Energy og Olíustofnunar Noregs, að olía á norsk-íslenska Jan Mayen-svæðinu sé um 6.700 milljarða norskra króna virði, miðað við núverandi olíuverð. Það jafngildir um 125 þúsund milljörðum íslenskra króna, eða sem nemur 220-földum fjárlögum íslenska ríkisins. Umfjöllun blaðsins hefur vakið athygli einkum á vestnorræna svæðinu og hafa netmiðlar bæði á Grænlandi og í Færeyjum vitnað í hana um helgina, þar á meðal Arctic Journal, sem er alþjóðleg útgáfa á vegum grænlenska blaðsins Sermitsiaq. Fleiri norskir miðlar hafa einnig fjallað um málið, eins og Aftenposten og Stavangeravisen. Í greininni er fjallað um olíuútboð Íslendinga og Jan Mayen-samkomulagið frá árinu 1981, sem veitir Norðmönnum rétt til 25% þátttöku. Olíu- og orkumálaráðuneyti Noregs segist í svari til blaðsins hafa nýtt þann rétt til að tryggja norska hagsmuni. Því er lýst hvernig jarðfræði svæðisins eigi sér hliðstæðu í Noregshafi og við Austur-Grænland. Rætt er við Heiðar Má Guðjónsson, stjórnarformann Eykons Energy. Vitnað er til fyrirlesturs sem Þórarinn Sveinn Arnarson hjá Orkustofnun flutti fyrir tveimur vikum á ráðstefnu í Osló um olíuleit á Norðurslóðum þar sem hann sagði meðal annars að koma yrði á fót þyrlumiðstöð á norðausturhorni Íslands. Þá er er rætt við Thinu Saltvedt, olíusérfræðing Nordea-bankans, en hún var meðal fyrirlesara á ráðstefnu um Drekasvæðið sem Arion-banki stóð fyrir í Reykjavík fyrir tveimur árum. Olíuleit á Drekasvæði Bensín og olía Tengdar fréttir Hækkandi olíuverð gerir Drekann arðvænlegri Drekasvæðið verður arðbærara eftir því sem olíuverð hækkar, segir olíusérfræðingur Nordea-bankans, sem telur að Ísland, þótt lítið sé, gæti orðið mikilvægt olíuútflutningsríki. Þetta kom fram á ráðstefnu í dag um olíu á Drekasvæðinu. 7. júní 2012 20:30 Stórþingið samþykkti að ganga inn í Drekaleyfið Norska Stórþingið staðfesti í dag þátttöku norska ríkisins í þriðja olíuleitarleyfinu á íslenska Drekasvæðinu, með samþykkt sérstakrar fjárveitingar til verkefnisins á fjárlögum Noregs. 16. desember 2013 19:04 Olíulindin Bergþóra afmörkuð á Dreka Sérfræðingar Eykons Energy hafa afmarkað líklega olíulind á Drekasvæðinu sem þeir kalla Bergþóru. 30. janúar 2014 18:45 Boranir fyrirhugaðar á Drekanum eftir 4-8 ár Innkoma fyrsta olíurisans á Drekasvæðið, kínversks ríkisolíufélags, sem formlega var innsigluð í dag, markar þáttaskil í olíuleitinni, að mati stjórnarformanns íslenska félagsins Eykons. 22. janúar 2014 19:30 Ísland með hæstu olíuskatta heims Skattheimtan sem íslenska ríkið hyggst leggja á olíuvinnslu verður sú hæsta í heimi, ef tekið er tillit til endurgreiðslna sem norska ríkið býður þar í landi. Þetta staðhæfir stjórnarformaður Eykons. 25. janúar 2014 19:15 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira
Norska „Dagbladet“ segir í fréttaskýringu um Drekasvæðið að olían geti gert Íslendinga skuldlausa, og gott betur. Blaðinu reiknast til, út frá mati Eykons Energy og Olíustofnunar Noregs, að olía á norsk-íslenska Jan Mayen-svæðinu sé um 6.700 milljarða norskra króna virði, miðað við núverandi olíuverð. Það jafngildir um 125 þúsund milljörðum íslenskra króna, eða sem nemur 220-földum fjárlögum íslenska ríkisins. Umfjöllun blaðsins hefur vakið athygli einkum á vestnorræna svæðinu og hafa netmiðlar bæði á Grænlandi og í Færeyjum vitnað í hana um helgina, þar á meðal Arctic Journal, sem er alþjóðleg útgáfa á vegum grænlenska blaðsins Sermitsiaq. Fleiri norskir miðlar hafa einnig fjallað um málið, eins og Aftenposten og Stavangeravisen. Í greininni er fjallað um olíuútboð Íslendinga og Jan Mayen-samkomulagið frá árinu 1981, sem veitir Norðmönnum rétt til 25% þátttöku. Olíu- og orkumálaráðuneyti Noregs segist í svari til blaðsins hafa nýtt þann rétt til að tryggja norska hagsmuni. Því er lýst hvernig jarðfræði svæðisins eigi sér hliðstæðu í Noregshafi og við Austur-Grænland. Rætt er við Heiðar Má Guðjónsson, stjórnarformann Eykons Energy. Vitnað er til fyrirlesturs sem Þórarinn Sveinn Arnarson hjá Orkustofnun flutti fyrir tveimur vikum á ráðstefnu í Osló um olíuleit á Norðurslóðum þar sem hann sagði meðal annars að koma yrði á fót þyrlumiðstöð á norðausturhorni Íslands. Þá er er rætt við Thinu Saltvedt, olíusérfræðing Nordea-bankans, en hún var meðal fyrirlesara á ráðstefnu um Drekasvæðið sem Arion-banki stóð fyrir í Reykjavík fyrir tveimur árum.
Olíuleit á Drekasvæði Bensín og olía Tengdar fréttir Hækkandi olíuverð gerir Drekann arðvænlegri Drekasvæðið verður arðbærara eftir því sem olíuverð hækkar, segir olíusérfræðingur Nordea-bankans, sem telur að Ísland, þótt lítið sé, gæti orðið mikilvægt olíuútflutningsríki. Þetta kom fram á ráðstefnu í dag um olíu á Drekasvæðinu. 7. júní 2012 20:30 Stórþingið samþykkti að ganga inn í Drekaleyfið Norska Stórþingið staðfesti í dag þátttöku norska ríkisins í þriðja olíuleitarleyfinu á íslenska Drekasvæðinu, með samþykkt sérstakrar fjárveitingar til verkefnisins á fjárlögum Noregs. 16. desember 2013 19:04 Olíulindin Bergþóra afmörkuð á Dreka Sérfræðingar Eykons Energy hafa afmarkað líklega olíulind á Drekasvæðinu sem þeir kalla Bergþóru. 30. janúar 2014 18:45 Boranir fyrirhugaðar á Drekanum eftir 4-8 ár Innkoma fyrsta olíurisans á Drekasvæðið, kínversks ríkisolíufélags, sem formlega var innsigluð í dag, markar þáttaskil í olíuleitinni, að mati stjórnarformanns íslenska félagsins Eykons. 22. janúar 2014 19:30 Ísland með hæstu olíuskatta heims Skattheimtan sem íslenska ríkið hyggst leggja á olíuvinnslu verður sú hæsta í heimi, ef tekið er tillit til endurgreiðslna sem norska ríkið býður þar í landi. Þetta staðhæfir stjórnarformaður Eykons. 25. janúar 2014 19:15 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira
Hækkandi olíuverð gerir Drekann arðvænlegri Drekasvæðið verður arðbærara eftir því sem olíuverð hækkar, segir olíusérfræðingur Nordea-bankans, sem telur að Ísland, þótt lítið sé, gæti orðið mikilvægt olíuútflutningsríki. Þetta kom fram á ráðstefnu í dag um olíu á Drekasvæðinu. 7. júní 2012 20:30
Stórþingið samþykkti að ganga inn í Drekaleyfið Norska Stórþingið staðfesti í dag þátttöku norska ríkisins í þriðja olíuleitarleyfinu á íslenska Drekasvæðinu, með samþykkt sérstakrar fjárveitingar til verkefnisins á fjárlögum Noregs. 16. desember 2013 19:04
Olíulindin Bergþóra afmörkuð á Dreka Sérfræðingar Eykons Energy hafa afmarkað líklega olíulind á Drekasvæðinu sem þeir kalla Bergþóru. 30. janúar 2014 18:45
Boranir fyrirhugaðar á Drekanum eftir 4-8 ár Innkoma fyrsta olíurisans á Drekasvæðið, kínversks ríkisolíufélags, sem formlega var innsigluð í dag, markar þáttaskil í olíuleitinni, að mati stjórnarformanns íslenska félagsins Eykons. 22. janúar 2014 19:30
Ísland með hæstu olíuskatta heims Skattheimtan sem íslenska ríkið hyggst leggja á olíuvinnslu verður sú hæsta í heimi, ef tekið er tillit til endurgreiðslna sem norska ríkið býður þar í landi. Þetta staðhæfir stjórnarformaður Eykons. 25. janúar 2014 19:15