Hækkandi olíuverð gerir Drekann arðvænlegri Kristján Már Unnarsson skrifar 7. júní 2012 20:30 Drekasvæðið verður arðbærara eftir því sem olíuverð hækkar, segir olíusérfræðingur Nordea-bankans, sem telur að Ísland, þótt lítið sé, gæti orðið mikilvægt olíuútflutningsríki. Þetta kom fram á ráðstefnu í dag um olíu á Drekasvæðinu. Margir spyrja: Erum við ekki komin dálítið fram úr okkur í umræðunni? Aðrir svara: Ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Svo mikið er víst: Salurinn í Arion-banka var þéttsetinn fólki sem kom til að hlýða á erindi um hvað olía á Drekasvæðinu gæti þýtt. Per Mathis Kongsrud, aðstoðardeildarstjóri í norska fjármálaráðuneytinu, varaði við því að olíugróði gæti sett samfélag á annan endann og lýsti því hvernig Norðmenn nota olíusjóðinn til sveiflujöfnunar og geyma fyrir komandi kynslóðir. „Við höfum notað olíupeningana í auknum mæli en við spörum þó mest af þeim," sagði Per Mathis. Sérfræðingur norræna Nordea-bankans, Thina Margrethe Saltvedt, aðalgreinandi olíuiðnaðar í bankanum, sagði að olía frá Íslandi gæti skipt máli fyrir heimsmarkaðinn, þar sem í hópi stórra olíuútflutningsríkja væru bara Noregur og Kanada sem teldust með stöðugt stjórnarfar, meðan pólitískur órói einkenndi olíuútflytjendur. „Það verða oft miklar sveiflur í framboði olíu á heimsmarkaði;" sagði Thina Margrethe. „Þess vegna er mikilvægt að það séu líka litlir framleiðendur, eins og Ísland getur orðið. Því Íslendingar munu væntanlega flytja út mestan hluta olíunnar og það gæti orðið mikilvægt framlag frá Íslandi með stöðugt og traust stjórnarfar." Til að olíuvinnsla borgi sig á Drekasvæðinu telur hún að olíuverð þurfi að vera 70-80 dollarar tunnan en það stendur núna í 86 dollurum. Ört vaxandi markaðir, eins og í Kína og Indlandi, hrópi hins vegar á meiri olíu. „Því lítur út fyrir að olíuverð haldi áfram að hækka og það gerir verkefni eins og á Drekasvæðinu arðvænlegt," segir Thina Margrethe Saltvedt. Tengdar fréttir Segir útkomu Drekaútboðsins framar björtustu vonum Þrjár umsóknir bárust um sérleyfi til rannsókna og olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Íslendingar eru aðilar að þeim öllum og reynd bresk leitarfélög standa að tveimur umsóknanna. Orkumálastjóri segir útkomuna framar björtustu vonum. 2. apríl 2012 19:09 Íslendingar geta búist við þremur olíusvæðum norðan Íslands Íslendingar geta búist við því að upp úr 2025 verði þrjú olíusvæði norðan Íslands; á Drekasvæðinu, útaf Austur-Grænlandi, og við Jan Mayen. Íslensk stjórnvöld stefna að því að byggja upp þjónustu á Norðurlandi við öll olíusvæðin þrjú, og hafa átt viðræður við Grænland og Noreg um íslenskar þjónustumiðstöðvar við olíuvinnsluna. Þetta kom meðal annars fram í ræðu Össurar Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra, á fundi Arion banka í morgun um Drekasvæðið og hugsanlega olíuvinnslu Íslendinga. 7. júní 2012 10:30 Mest lesið Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Drekasvæðið verður arðbærara eftir því sem olíuverð hækkar, segir olíusérfræðingur Nordea-bankans, sem telur að Ísland, þótt lítið sé, gæti orðið mikilvægt olíuútflutningsríki. Þetta kom fram á ráðstefnu í dag um olíu á Drekasvæðinu. Margir spyrja: Erum við ekki komin dálítið fram úr okkur í umræðunni? Aðrir svara: Ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Svo mikið er víst: Salurinn í Arion-banka var þéttsetinn fólki sem kom til að hlýða á erindi um hvað olía á Drekasvæðinu gæti þýtt. Per Mathis Kongsrud, aðstoðardeildarstjóri í norska fjármálaráðuneytinu, varaði við því að olíugróði gæti sett samfélag á annan endann og lýsti því hvernig Norðmenn nota olíusjóðinn til sveiflujöfnunar og geyma fyrir komandi kynslóðir. „Við höfum notað olíupeningana í auknum mæli en við spörum þó mest af þeim," sagði Per Mathis. Sérfræðingur norræna Nordea-bankans, Thina Margrethe Saltvedt, aðalgreinandi olíuiðnaðar í bankanum, sagði að olía frá Íslandi gæti skipt máli fyrir heimsmarkaðinn, þar sem í hópi stórra olíuútflutningsríkja væru bara Noregur og Kanada sem teldust með stöðugt stjórnarfar, meðan pólitískur órói einkenndi olíuútflytjendur. „Það verða oft miklar sveiflur í framboði olíu á heimsmarkaði;" sagði Thina Margrethe. „Þess vegna er mikilvægt að það séu líka litlir framleiðendur, eins og Ísland getur orðið. Því Íslendingar munu væntanlega flytja út mestan hluta olíunnar og það gæti orðið mikilvægt framlag frá Íslandi með stöðugt og traust stjórnarfar." Til að olíuvinnsla borgi sig á Drekasvæðinu telur hún að olíuverð þurfi að vera 70-80 dollarar tunnan en það stendur núna í 86 dollurum. Ört vaxandi markaðir, eins og í Kína og Indlandi, hrópi hins vegar á meiri olíu. „Því lítur út fyrir að olíuverð haldi áfram að hækka og það gerir verkefni eins og á Drekasvæðinu arðvænlegt," segir Thina Margrethe Saltvedt.
Tengdar fréttir Segir útkomu Drekaútboðsins framar björtustu vonum Þrjár umsóknir bárust um sérleyfi til rannsókna og olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Íslendingar eru aðilar að þeim öllum og reynd bresk leitarfélög standa að tveimur umsóknanna. Orkumálastjóri segir útkomuna framar björtustu vonum. 2. apríl 2012 19:09 Íslendingar geta búist við þremur olíusvæðum norðan Íslands Íslendingar geta búist við því að upp úr 2025 verði þrjú olíusvæði norðan Íslands; á Drekasvæðinu, útaf Austur-Grænlandi, og við Jan Mayen. Íslensk stjórnvöld stefna að því að byggja upp þjónustu á Norðurlandi við öll olíusvæðin þrjú, og hafa átt viðræður við Grænland og Noreg um íslenskar þjónustumiðstöðvar við olíuvinnsluna. Þetta kom meðal annars fram í ræðu Össurar Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra, á fundi Arion banka í morgun um Drekasvæðið og hugsanlega olíuvinnslu Íslendinga. 7. júní 2012 10:30 Mest lesið Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Segir útkomu Drekaútboðsins framar björtustu vonum Þrjár umsóknir bárust um sérleyfi til rannsókna og olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Íslendingar eru aðilar að þeim öllum og reynd bresk leitarfélög standa að tveimur umsóknanna. Orkumálastjóri segir útkomuna framar björtustu vonum. 2. apríl 2012 19:09
Íslendingar geta búist við þremur olíusvæðum norðan Íslands Íslendingar geta búist við því að upp úr 2025 verði þrjú olíusvæði norðan Íslands; á Drekasvæðinu, útaf Austur-Grænlandi, og við Jan Mayen. Íslensk stjórnvöld stefna að því að byggja upp þjónustu á Norðurlandi við öll olíusvæðin þrjú, og hafa átt viðræður við Grænland og Noreg um íslenskar þjónustumiðstöðvar við olíuvinnsluna. Þetta kom meðal annars fram í ræðu Össurar Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra, á fundi Arion banka í morgun um Drekasvæðið og hugsanlega olíuvinnslu Íslendinga. 7. júní 2012 10:30