Viðskipti innlent

Vafningsmálið fyrir Hæsta­rétti í dag

Jóhannes Stefánsson skrifar
Sannað þótti að Lárus og Guðmundur hefðu misnotað aðstöðu sína og veitt Milestone lán með ólögmætum hætti.
Sannað þótti að Lárus og Guðmundur hefðu misnotað aðstöðu sína og veitt Milestone lán með ólögmætum hætti.

Aðalmeðferð í máli Lárusar Welding og Guðmundar Hjaltasonar fór fram í Hæstarétti í dag. Lárus er fyrrverandi forstjóri Glitnis og Guðmundur er fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Glitnis. Báðir krefjast þeir sýknu fyrir Hæstarétti.

Lárus og Guðmundur voru þann 28. desember 2012 sakfelldir í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir brot á 249. gr. almennra hegningalaga fyrir umboðssvik. Þeir voru dæmdir í níu mánaða fangelsi, en þar af voru sex mánuðir skilorðsbundnir til tveggja ára.

Ákæruvaldið hafði farið fram á sex ára fangelsi, en héraðsdómur mat sakir þeirra ekki miklar vegna þess hversu skamman tíma hið ólögmæta ástand varði og hversu lítil fjártjónshætta skapaðist af háttsemi Lárusar og Guðmundar. Hæsta leyfilega refsing, ef sakir eru ekki metnar mjög miklar, eru tvö ár. Ef sakirnar eru taldar sérstaklega alvarlegar má refsingin mest vera sex ára fangelsi.

Sköpuðu Glitni fjártjónshættu

Forsaga málsins er sú að Lárus og Guðmundur, sem sátu báðir í áhættunefnd Glitnis, misnotuðu aðstöðu sína og stefndu bankanum í stórfellda hættu með því að lána Milestone jafnvirði tíu milljarða króna í febrúar 2008, rúmu hálfu ári áður en bankinn féll.

Helmingur lánsins rann til félagsins Vafnings, með handveði í hlutabréfum þess. Félagið átti ekkert nema hálfa milljón í hlutafé svo segja má að lánið hafi í raun verið án trygginga. Þá fékk félagið Svartháfur hinn helming tíu milljarðanna frá bankanum skömmu síðar. Tilgangurinn var að beita fléttu til að greiða niður lán Milestones til bankans í gegnum Vafning.

Í niðurstöðu héraðsdóms segir: „...sannað að ákærðu hafi 8. febrúar 2008 samþykkt að veita Milestone ehf. peningamarkaðslán með ólögmætum hætti að fjárhæð 102.162.470,12 evrur og þannig bakað Glitni banka hf. fjártjónshættu. Með lánveitingunni fóru ákærði, Lárus Welding, sem bankastjóri, og ákærði, Guðmundur Hjaltason, sem framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Glitnis banka hf., út fyrir heimildir sínar í störfum sínum og skuldbundu með þeim Glitni banka hf. með ólögmætum hætti. Misnotuðu ákærðu með þessu aðstöðu sína..."

Ráðgert er að Hæstiréttur kveði upp dóm í málinu þann 13. eða 20. febrúar næstkomandi.


Tengdar fréttir

Glitnismenn geta tekið refsinguna út með samfélagsþjónustu

Þeir Lárus Welding og Guðmundur Hjaltason munu ekki þurfa að sitja af sér refsingu vegna Vafningsdómsins í fangelsi. Í staðinn munu þeir geta tekið út refsinguna með samfélagsþjónustu. Þeir voru í dag dæmdir í níu mánaða fangelsi, þar af sex mánuði skilorðsbundna. Þrír mánuðir eru því óskilorðsbundir hjá hvorum þeirra.

Vill fimm og hálfs árs fangelsi yfir Lárusi Welding

Saksóknarinn í svonefndu Vafningsmáli fer fram á fimm og hálfs ár fangelsisdóm yfir Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, og fimm ára dóm yfir Guðmundi Hjaltasyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs bankans. Saksóknarinn, Hólmsteinn Gauti Sigurðsson, lauk rétt í þessu rúmlega tveggja klukkustunda langri málflutningsræðu sinni.

Verjandi segir Lárusi hafa gengið gott eitt til

Ekkert vitni í Vafningsmálinu hefur borið um að Lárus Welding og Guðmundur Hjaltason hafi haft nokkuð með það að gera að lána Milestone tíu milljarða föstudaginn 8. febrúar 2008. Því er útilokað að telja sannað að þeir hafi gerst sekir um umboðssvik með þeirri lánveitingu. Þetta sagði Óttar Pálsson, verjandi Lárusar, í tveggja og hálfrar klukkustundar ræðu sinni í Héraðsdómi Reykjavíkur sem hann lauk fyrir stundu.

Dómurinn kveðinn upp í Vafningsmálinu á morgun

Dómur verður kveðinn upp í Vafningsmálinu svokallað á morgun, 28. desember. Ákærðir í málinu eru Guðmundur Hjaltason, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Glitnis, og Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis. Þeir eru sakaðir um umboðssvik, í tengslum við 10 milljarða peningamarkaðslán til Milestone hinn 8. febrúar 2008.

Löng málflutningstörn hafin

Málflutningur er hafinn í Héraðsdómi Reykjavíkur á lokadegi réttarhaldanna í Vafningsmáli sérstaks saksóknara. Það er saksóknarinn Hólmsteinn Gauti Sigurðsson sem flytur mál sitt í upphafi. Áætlað er að það gæti tekið um tvær klukkustundir.

Lárus Welding og Guðmundur Hjaltason sakfelldir

Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Guðmundur Hjaltason, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Glitnis, voru báðir dæmdir í níu mánaða fangelsi fyrir stórfelld umboðssvik í Heraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Hrunið gerði ekki öll lán ólögleg

"Hrun íslensks efnahagslífs breytti ekki öllum lánveitingum í ólögmæta gerninga,“ sagði Þórður Bogason, verjandi Guðmundar Hjaltasonar, í málflutningsræðu sinni í Vafningsmálinu sem hann lauk við í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir stundu. Þórður talaði í tæpar tvær klukkustundir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×