Íslenski boltinn

Eliasson samdi við Þrótt

Gregg Ryder og Matt Eliasson takast í hendur eftir undirskriftina.
Gregg Ryder og Matt Eliasson takast í hendur eftir undirskriftina.
Knattspyrnulið Þróttar sem leikur í 1. deild karla hefur samið við bandaríska sóknarmanninn Matt Eliasson um að leika með liðinu næstu tvö árin.

Þetta kemur fram á vefsíðu Þróttara en Eliasson er 25 ára og hefur alla tíð leikið í Bandaríkjunum, lengst af í háskólaboltanum með Northwestern-háskólanum.

Hann er markahæsti leikmaður í sögu skólans, að því fram kemur í tilkynningu Þróttara, og þá var hann til skamms tíma á mála hjá MLS-liðinu New York Red Bulls.

Eliasson er 25 ára gamall, jafngamall og þjálfari liðsins, Englendingurinn Gregg Ryder, sem tók við Þrótti í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×