Leggur skóna á hilluna fyrir aldur fram Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. janúar 2014 12:51 Rakel Dögg brosar út að eyrum í leik með Garðabæjarliðinu. Vísir/Valli Landsliðskonan Rakel Dögg Bragadóttir hefur lagt skóna á hilluna vegna höfuðmeiðsla. Þetta tilkynnti hún á Fésbókarsíðu sinni í dag. Rakel er aðeins 27 ára gömul. Rakel Dögg, sem er uppalin hjá Stjörnunni í Garðabæ og á mála hjá félaginu, fékk slæmt höfuðhögg í nóvember sem olli heilahristingi. Síðan hefur hún verið í skoðun hjá sérfræðimenntuðum læknum við höfuðmeiðslum enda hefur hún átt erfitt með að fara í göngutúra án þess að fá verkjaköst í kjölfarið. „Tímabilið er búið hjá mér og ekki er hægt að segja til um hvenær eða jafnvel hvort ég get spilað aftur. Þær fréttir voru þungar enda hefur handbolti verið stór hluti af mínu lífi frá því ég man eftir mér og þegar eitthvað hamlar mér að geta gert það sem ég elska er erfitt að sætta sig við það,“ skrifar Rakel Dögg og staðfestir að með trega og tár í augum sjái hún engan annan kost en að leggja skóna á hilluna.Rakel Dögg með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu í Serbíu.Vísir/Stefán Rakel Dögg hefur glímt við fjölmörg meiðsli á löngum handboltaferli sínum. „Ég hef handleggsbrotnað, ristarbrotnað, rifbeinsbrotnað, farið í uppskurð á báðum fótleggjum, farið í uppskurð á hægri öxl og það stefndi í aðra aðgerð, dottið úr lið á vinstri öxl, glímt við nárameiðsli í 2 ár og svo að sjálfsögðu slitið bæði hægra og vinstra krossband. Vonbrigðin eru auðvitað alltaf mikil við meiðsli en ástríðan og gleðin við að spila handbolta hefur ávallt drifið mig áfram og hef ég alltaf lagt mig alla fram til að koma til baka sterkari og með enn meiri krafti en áður.“ Hún hefur verið ein allra fremsta handboltakona landsins og spilaði einnig sem atvinnumaður bæði í Danmörku og Noregi. „Margt annað skemmtilegt bíður mín í lífinu en samt er erfitt að horfast í augu við það að mögulega hef ég spilað minn síðasta leik og ekki fengið að hætta á mínum eigin forsendum,“ skrifar Rakel Dögg og rifjar upp, með stolti, skemmtilegan feril sinn. „Ég hef spilað í 10 ár með landsliðinu og tók þátt í að koma landsliðinu í fyrsta skipti á Evrópumót og í fyrsta skipti á Heimsmeistaramót. Ég hef tvívegis orðið Íslandsmeistari með liðinu mínu Stjörnunni, tvíveigis bikarmeistari og þrisvar orðið deildarbikarmeistari,“ skrifar Rakel og ljóst er að titlar hennar í yngri flokkum Stjörnunnar voru ófáir.Rakel fagnar marki í leik með íslenska landsliðinu.Vísir/Valli Rakel Dögg hefur einnig verið heiðruð margoft fyrir frammistöðu sína og var kosin handknattleikskona ársins á Íslandi árið 2007 og íþróttamaður Stjörnunnar sama ár. Í byrjun janúar 2008 var Rakel svo kjörin íþróttamaður Garðabæjar. Ljóst er að Rakel Dögg skilur eftir sig stórt skarð í íslenskum handbolta hvort sem er í félagsliði sínu eða landsliði. Hún hefur hins vegar getið sér gott orð fyrir þjálfun og sem handboltasérfræðingur í sjónvarpi og vonandi fyrir íslenskt handboltasamfélag að hún verði áfram virk í hreyfingunni.Rakel Dögg gaf Vísi góðfúslegt leyfi til að styðjast við Fésbókarfærslu sína við vinnslu þessarar fréttar. Olís-deild kvenna Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Landsliðskonan Rakel Dögg Bragadóttir hefur lagt skóna á hilluna vegna höfuðmeiðsla. Þetta tilkynnti hún á Fésbókarsíðu sinni í dag. Rakel er aðeins 27 ára gömul. Rakel Dögg, sem er uppalin hjá Stjörnunni í Garðabæ og á mála hjá félaginu, fékk slæmt höfuðhögg í nóvember sem olli heilahristingi. Síðan hefur hún verið í skoðun hjá sérfræðimenntuðum læknum við höfuðmeiðslum enda hefur hún átt erfitt með að fara í göngutúra án þess að fá verkjaköst í kjölfarið. „Tímabilið er búið hjá mér og ekki er hægt að segja til um hvenær eða jafnvel hvort ég get spilað aftur. Þær fréttir voru þungar enda hefur handbolti verið stór hluti af mínu lífi frá því ég man eftir mér og þegar eitthvað hamlar mér að geta gert það sem ég elska er erfitt að sætta sig við það,“ skrifar Rakel Dögg og staðfestir að með trega og tár í augum sjái hún engan annan kost en að leggja skóna á hilluna.Rakel Dögg með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu í Serbíu.Vísir/Stefán Rakel Dögg hefur glímt við fjölmörg meiðsli á löngum handboltaferli sínum. „Ég hef handleggsbrotnað, ristarbrotnað, rifbeinsbrotnað, farið í uppskurð á báðum fótleggjum, farið í uppskurð á hægri öxl og það stefndi í aðra aðgerð, dottið úr lið á vinstri öxl, glímt við nárameiðsli í 2 ár og svo að sjálfsögðu slitið bæði hægra og vinstra krossband. Vonbrigðin eru auðvitað alltaf mikil við meiðsli en ástríðan og gleðin við að spila handbolta hefur ávallt drifið mig áfram og hef ég alltaf lagt mig alla fram til að koma til baka sterkari og með enn meiri krafti en áður.“ Hún hefur verið ein allra fremsta handboltakona landsins og spilaði einnig sem atvinnumaður bæði í Danmörku og Noregi. „Margt annað skemmtilegt bíður mín í lífinu en samt er erfitt að horfast í augu við það að mögulega hef ég spilað minn síðasta leik og ekki fengið að hætta á mínum eigin forsendum,“ skrifar Rakel Dögg og rifjar upp, með stolti, skemmtilegan feril sinn. „Ég hef spilað í 10 ár með landsliðinu og tók þátt í að koma landsliðinu í fyrsta skipti á Evrópumót og í fyrsta skipti á Heimsmeistaramót. Ég hef tvívegis orðið Íslandsmeistari með liðinu mínu Stjörnunni, tvíveigis bikarmeistari og þrisvar orðið deildarbikarmeistari,“ skrifar Rakel og ljóst er að titlar hennar í yngri flokkum Stjörnunnar voru ófáir.Rakel fagnar marki í leik með íslenska landsliðinu.Vísir/Valli Rakel Dögg hefur einnig verið heiðruð margoft fyrir frammistöðu sína og var kosin handknattleikskona ársins á Íslandi árið 2007 og íþróttamaður Stjörnunnar sama ár. Í byrjun janúar 2008 var Rakel svo kjörin íþróttamaður Garðabæjar. Ljóst er að Rakel Dögg skilur eftir sig stórt skarð í íslenskum handbolta hvort sem er í félagsliði sínu eða landsliði. Hún hefur hins vegar getið sér gott orð fyrir þjálfun og sem handboltasérfræðingur í sjónvarpi og vonandi fyrir íslenskt handboltasamfélag að hún verði áfram virk í hreyfingunni.Rakel Dögg gaf Vísi góðfúslegt leyfi til að styðjast við Fésbókarfærslu sína við vinnslu þessarar fréttar.
Olís-deild kvenna Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira