Leggur skóna á hilluna fyrir aldur fram Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. janúar 2014 12:51 Rakel Dögg brosar út að eyrum í leik með Garðabæjarliðinu. Vísir/Valli Landsliðskonan Rakel Dögg Bragadóttir hefur lagt skóna á hilluna vegna höfuðmeiðsla. Þetta tilkynnti hún á Fésbókarsíðu sinni í dag. Rakel er aðeins 27 ára gömul. Rakel Dögg, sem er uppalin hjá Stjörnunni í Garðabæ og á mála hjá félaginu, fékk slæmt höfuðhögg í nóvember sem olli heilahristingi. Síðan hefur hún verið í skoðun hjá sérfræðimenntuðum læknum við höfuðmeiðslum enda hefur hún átt erfitt með að fara í göngutúra án þess að fá verkjaköst í kjölfarið. „Tímabilið er búið hjá mér og ekki er hægt að segja til um hvenær eða jafnvel hvort ég get spilað aftur. Þær fréttir voru þungar enda hefur handbolti verið stór hluti af mínu lífi frá því ég man eftir mér og þegar eitthvað hamlar mér að geta gert það sem ég elska er erfitt að sætta sig við það,“ skrifar Rakel Dögg og staðfestir að með trega og tár í augum sjái hún engan annan kost en að leggja skóna á hilluna.Rakel Dögg með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu í Serbíu.Vísir/Stefán Rakel Dögg hefur glímt við fjölmörg meiðsli á löngum handboltaferli sínum. „Ég hef handleggsbrotnað, ristarbrotnað, rifbeinsbrotnað, farið í uppskurð á báðum fótleggjum, farið í uppskurð á hægri öxl og það stefndi í aðra aðgerð, dottið úr lið á vinstri öxl, glímt við nárameiðsli í 2 ár og svo að sjálfsögðu slitið bæði hægra og vinstra krossband. Vonbrigðin eru auðvitað alltaf mikil við meiðsli en ástríðan og gleðin við að spila handbolta hefur ávallt drifið mig áfram og hef ég alltaf lagt mig alla fram til að koma til baka sterkari og með enn meiri krafti en áður.“ Hún hefur verið ein allra fremsta handboltakona landsins og spilaði einnig sem atvinnumaður bæði í Danmörku og Noregi. „Margt annað skemmtilegt bíður mín í lífinu en samt er erfitt að horfast í augu við það að mögulega hef ég spilað minn síðasta leik og ekki fengið að hætta á mínum eigin forsendum,“ skrifar Rakel Dögg og rifjar upp, með stolti, skemmtilegan feril sinn. „Ég hef spilað í 10 ár með landsliðinu og tók þátt í að koma landsliðinu í fyrsta skipti á Evrópumót og í fyrsta skipti á Heimsmeistaramót. Ég hef tvívegis orðið Íslandsmeistari með liðinu mínu Stjörnunni, tvíveigis bikarmeistari og þrisvar orðið deildarbikarmeistari,“ skrifar Rakel og ljóst er að titlar hennar í yngri flokkum Stjörnunnar voru ófáir.Rakel fagnar marki í leik með íslenska landsliðinu.Vísir/Valli Rakel Dögg hefur einnig verið heiðruð margoft fyrir frammistöðu sína og var kosin handknattleikskona ársins á Íslandi árið 2007 og íþróttamaður Stjörnunnar sama ár. Í byrjun janúar 2008 var Rakel svo kjörin íþróttamaður Garðabæjar. Ljóst er að Rakel Dögg skilur eftir sig stórt skarð í íslenskum handbolta hvort sem er í félagsliði sínu eða landsliði. Hún hefur hins vegar getið sér gott orð fyrir þjálfun og sem handboltasérfræðingur í sjónvarpi og vonandi fyrir íslenskt handboltasamfélag að hún verði áfram virk í hreyfingunni.Rakel Dögg gaf Vísi góðfúslegt leyfi til að styðjast við Fésbókarfærslu sína við vinnslu þessarar fréttar. Olís-deild kvenna Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Sport Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Fleiri fréttir Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Sjá meira
Landsliðskonan Rakel Dögg Bragadóttir hefur lagt skóna á hilluna vegna höfuðmeiðsla. Þetta tilkynnti hún á Fésbókarsíðu sinni í dag. Rakel er aðeins 27 ára gömul. Rakel Dögg, sem er uppalin hjá Stjörnunni í Garðabæ og á mála hjá félaginu, fékk slæmt höfuðhögg í nóvember sem olli heilahristingi. Síðan hefur hún verið í skoðun hjá sérfræðimenntuðum læknum við höfuðmeiðslum enda hefur hún átt erfitt með að fara í göngutúra án þess að fá verkjaköst í kjölfarið. „Tímabilið er búið hjá mér og ekki er hægt að segja til um hvenær eða jafnvel hvort ég get spilað aftur. Þær fréttir voru þungar enda hefur handbolti verið stór hluti af mínu lífi frá því ég man eftir mér og þegar eitthvað hamlar mér að geta gert það sem ég elska er erfitt að sætta sig við það,“ skrifar Rakel Dögg og staðfestir að með trega og tár í augum sjái hún engan annan kost en að leggja skóna á hilluna.Rakel Dögg með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu í Serbíu.Vísir/Stefán Rakel Dögg hefur glímt við fjölmörg meiðsli á löngum handboltaferli sínum. „Ég hef handleggsbrotnað, ristarbrotnað, rifbeinsbrotnað, farið í uppskurð á báðum fótleggjum, farið í uppskurð á hægri öxl og það stefndi í aðra aðgerð, dottið úr lið á vinstri öxl, glímt við nárameiðsli í 2 ár og svo að sjálfsögðu slitið bæði hægra og vinstra krossband. Vonbrigðin eru auðvitað alltaf mikil við meiðsli en ástríðan og gleðin við að spila handbolta hefur ávallt drifið mig áfram og hef ég alltaf lagt mig alla fram til að koma til baka sterkari og með enn meiri krafti en áður.“ Hún hefur verið ein allra fremsta handboltakona landsins og spilaði einnig sem atvinnumaður bæði í Danmörku og Noregi. „Margt annað skemmtilegt bíður mín í lífinu en samt er erfitt að horfast í augu við það að mögulega hef ég spilað minn síðasta leik og ekki fengið að hætta á mínum eigin forsendum,“ skrifar Rakel Dögg og rifjar upp, með stolti, skemmtilegan feril sinn. „Ég hef spilað í 10 ár með landsliðinu og tók þátt í að koma landsliðinu í fyrsta skipti á Evrópumót og í fyrsta skipti á Heimsmeistaramót. Ég hef tvívegis orðið Íslandsmeistari með liðinu mínu Stjörnunni, tvíveigis bikarmeistari og þrisvar orðið deildarbikarmeistari,“ skrifar Rakel og ljóst er að titlar hennar í yngri flokkum Stjörnunnar voru ófáir.Rakel fagnar marki í leik með íslenska landsliðinu.Vísir/Valli Rakel Dögg hefur einnig verið heiðruð margoft fyrir frammistöðu sína og var kosin handknattleikskona ársins á Íslandi árið 2007 og íþróttamaður Stjörnunnar sama ár. Í byrjun janúar 2008 var Rakel svo kjörin íþróttamaður Garðabæjar. Ljóst er að Rakel Dögg skilur eftir sig stórt skarð í íslenskum handbolta hvort sem er í félagsliði sínu eða landsliði. Hún hefur hins vegar getið sér gott orð fyrir þjálfun og sem handboltasérfræðingur í sjónvarpi og vonandi fyrir íslenskt handboltasamfélag að hún verði áfram virk í hreyfingunni.Rakel Dögg gaf Vísi góðfúslegt leyfi til að styðjast við Fésbókarfærslu sína við vinnslu þessarar fréttar.
Olís-deild kvenna Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Sport Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Fleiri fréttir Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Sjá meira