Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Haukar 24-29 | Seinni hálfleikur dugði Haukum Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 30. janúar 2014 18:08 Vísir/Daníel Haukar juku forskot sitt á toppi Olís deildar karla í handbolta með því að leggja ÍR í Breiðholti 29-24 í kaflaskiptum leik. Eftir slakan fyrri hálfleik keyrðu Haukar yfir gestgjafanna í seinni hálfleik og unnu góðan sigur. ÍR byrjaði leikinn af miklum krafti á sama tíma og Haukar virkuðu sofandi, hreinlega enn í fríi. Sigurbergur Sveinsson gaf tóninn í sókn Hauka með því að tapað boltanum þrisvar og skjóta einu sinni framhjá áður en honum var skipt útaf á 5. mínútu. Varnarleikur Hauka var aðeins skárri en að ÍR-ingar voru þolinmóðir í sókninni og ekki skemmdi fyrir ÍR að markverðir Hauka vörðu ekki skot fyrr en á 22. mínútu. ÍR var mikið betra á öllum sviðum í fyrri hálfleik en samt munaði ekki nema fjórum mörkum þegar flautað var til hálfleiks 14-10. Þegar skammt var liðið af seinni hálfleik hrökk Giedrius Morkunas í stuð í marki Hauka sem jöfnuðu metinn í 18-18 eftir 12 mínútna leik í seinni hálfleik. ÍR-ingar voru sjálfum sér verstir. Í stað þolinmæðinnar fóru leikmenn að skjóta of snemma og þegar liðið komst í færi fór liðið illa með það. Sturla Ásgeirsson klikkaði úr tveimur vítum í röð og Haukar komust yfir í fyrsta sinn þegar 12 mínútur voru til leiksloka 20-19. Haukar héldu áfram að keyra upp hraðann og leika á sama tíma frábæra vörn sem skilaði að lokum sanngjörnum sigri. Frábær vörn og markavarsla í seinni hálfleik skilaði Haukum sigrinum en ÍR-ingar hreinlega sprungu og átti ekki möguleika eftir að Haukar komust yfir í fyrsta sinn í leiknum. Sigurbergur: Þýðir ekkert að væla yfir lélegum hálfleikEins og segir hér að ofan lék Sigurbergur Sveinsson líklega sínar verstu 5 mínútur á ferlinum í upphafi leiks en hann jafnaði sig í rútusætunum hjá ÍR og var frábær í seinni hálfleik. „Ég var búinn að ákveða að koma mér hægt og rólega inn í leikinn. Ég vissi ekki hvað ég var að gera eða hvað ég átti að gera. Þetta var mjög óþægileg tilfinning. Ég veit ekki hvað var í gangi en í seinni hálfleik þá fann ég betri takt og við vorum allir líkari sjálfum okkur,“ sagði Sigurbergur. „Ég hef ekki svör við þessu, ég bara fann mig ekki en við settumst niður eftir fyrri hálfleikinn og ræddum málin í rólegheitunum. Við erum búnir að æfa ógeðslega vel og við sýndum okkar rétta andlit í seinni hálfleik. „Við vorum ekkert það langt á eftir ÍR-ingunum þrátt fyrir mjög slakan leik í fyrri hálfleik þannig að það var ekkert annað í stöðunni en halda áfram og fá smá baráttu í þetta og reyna að klára leikinn. „Við fórum að spila eins og við erum vanir að gera í seinni hálfleik. Það kom betra flæði í leikinn og meiri barátta. „Það þýðir ekkert að fara að væla þó það komi einn lélegur fyrri hálfleikur eftir 50 og eitthvað daga pásu,“ sagði Sigurbergur sem var óneitanlega ánægður með stöðuna í deildinni, fimm stigum á undan næsta liði. „Við skiljum ÍR-ingana líka langt á eftir og þeir þurfa að fara að girða sig í brók ef þeir ætla í úrslitakeppnina,“ sagði Sigurbergur. Sturla: Fjarar hægt og rólega undan þessu„Við erum með algjöra stjórn á leiknum í fyrri hálfleik. Við hefðum getað verið meira yfir og verið aðeins skynsamari og fengið á okkur færri mörk,“ sagði Sturla Ásgeirsson eftir leikinn í kvöld. „Við fáum á okkur hraðaupphlaupsmörk og eftir frákast sem við hefðum ekki þurft að leyfa þeim. Svo verður algjör viðsnúningur í seinni hálfleik í rauninni. „Ég fer með tvö víti á skömmum tíma og við förum með færi maður á móti manni og erum pínu óskynsamir í kjölfarið. Við skjótum fljótt á markið og ekki úr góðum færum. „Hægt og rólega fjarar undan þessu og svo ganga þeir á lagið og eru sannfærandi. Þeir eru góðir þegar þeir eru komnir í bílstjóra sætið og farnir að leiða leikina. Þeir ná forskoti og eru skynsamir. Spila langar sóknir og koma sér í góð færi og eru þéttir varnarlega. Þeir voru betri allan seinni hálfleikinn í rauninni. „Við missum trúna og það kemur óðagot um leið og við lendum undir. Þá fara menn að drífa sig of mikið og taka óskynsamar ákvarðanir, bæði í vörn og sókn og það verður okkur að falli.“ ÍR er í sjötta sæti, þremur stigum á eftir Val í fjórða sæti og ljóst að liðið þarf að komast aftur á sigurbraut ef það ætlar ekki að sogast niður í bullandi fallbaráttu í stað baráttu um sæti í úrslitakeppninni. „Við þurfum að skoða þennan leik og fleiri leiki í vetur. Við þurfum að reyna að koma í veg fyrir að við missum forystu svona fljótt niður og töpum hreinlega illa miðað við að hafa verið fjórum mörkum yfir í hálfleik og stýrt leiknum. „Þetta er mjög slæmt að tapa fimm af sex síðustu fyrir jól og svo núna. Deildin er búin að vera þétt en ef þetta heldur svona áfram eru Haukar að stinga af og við að verða eftir og þá er spurning með Akureyri. Ef við ætlum að vera með í pakkanum þá þurfum við að fara að vinna leiki,“ sagði Sturla að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Sjá meira
Haukar juku forskot sitt á toppi Olís deildar karla í handbolta með því að leggja ÍR í Breiðholti 29-24 í kaflaskiptum leik. Eftir slakan fyrri hálfleik keyrðu Haukar yfir gestgjafanna í seinni hálfleik og unnu góðan sigur. ÍR byrjaði leikinn af miklum krafti á sama tíma og Haukar virkuðu sofandi, hreinlega enn í fríi. Sigurbergur Sveinsson gaf tóninn í sókn Hauka með því að tapað boltanum þrisvar og skjóta einu sinni framhjá áður en honum var skipt útaf á 5. mínútu. Varnarleikur Hauka var aðeins skárri en að ÍR-ingar voru þolinmóðir í sókninni og ekki skemmdi fyrir ÍR að markverðir Hauka vörðu ekki skot fyrr en á 22. mínútu. ÍR var mikið betra á öllum sviðum í fyrri hálfleik en samt munaði ekki nema fjórum mörkum þegar flautað var til hálfleiks 14-10. Þegar skammt var liðið af seinni hálfleik hrökk Giedrius Morkunas í stuð í marki Hauka sem jöfnuðu metinn í 18-18 eftir 12 mínútna leik í seinni hálfleik. ÍR-ingar voru sjálfum sér verstir. Í stað þolinmæðinnar fóru leikmenn að skjóta of snemma og þegar liðið komst í færi fór liðið illa með það. Sturla Ásgeirsson klikkaði úr tveimur vítum í röð og Haukar komust yfir í fyrsta sinn þegar 12 mínútur voru til leiksloka 20-19. Haukar héldu áfram að keyra upp hraðann og leika á sama tíma frábæra vörn sem skilaði að lokum sanngjörnum sigri. Frábær vörn og markavarsla í seinni hálfleik skilaði Haukum sigrinum en ÍR-ingar hreinlega sprungu og átti ekki möguleika eftir að Haukar komust yfir í fyrsta sinn í leiknum. Sigurbergur: Þýðir ekkert að væla yfir lélegum hálfleikEins og segir hér að ofan lék Sigurbergur Sveinsson líklega sínar verstu 5 mínútur á ferlinum í upphafi leiks en hann jafnaði sig í rútusætunum hjá ÍR og var frábær í seinni hálfleik. „Ég var búinn að ákveða að koma mér hægt og rólega inn í leikinn. Ég vissi ekki hvað ég var að gera eða hvað ég átti að gera. Þetta var mjög óþægileg tilfinning. Ég veit ekki hvað var í gangi en í seinni hálfleik þá fann ég betri takt og við vorum allir líkari sjálfum okkur,“ sagði Sigurbergur. „Ég hef ekki svör við þessu, ég bara fann mig ekki en við settumst niður eftir fyrri hálfleikinn og ræddum málin í rólegheitunum. Við erum búnir að æfa ógeðslega vel og við sýndum okkar rétta andlit í seinni hálfleik. „Við vorum ekkert það langt á eftir ÍR-ingunum þrátt fyrir mjög slakan leik í fyrri hálfleik þannig að það var ekkert annað í stöðunni en halda áfram og fá smá baráttu í þetta og reyna að klára leikinn. „Við fórum að spila eins og við erum vanir að gera í seinni hálfleik. Það kom betra flæði í leikinn og meiri barátta. „Það þýðir ekkert að fara að væla þó það komi einn lélegur fyrri hálfleikur eftir 50 og eitthvað daga pásu,“ sagði Sigurbergur sem var óneitanlega ánægður með stöðuna í deildinni, fimm stigum á undan næsta liði. „Við skiljum ÍR-ingana líka langt á eftir og þeir þurfa að fara að girða sig í brók ef þeir ætla í úrslitakeppnina,“ sagði Sigurbergur. Sturla: Fjarar hægt og rólega undan þessu„Við erum með algjöra stjórn á leiknum í fyrri hálfleik. Við hefðum getað verið meira yfir og verið aðeins skynsamari og fengið á okkur færri mörk,“ sagði Sturla Ásgeirsson eftir leikinn í kvöld. „Við fáum á okkur hraðaupphlaupsmörk og eftir frákast sem við hefðum ekki þurft að leyfa þeim. Svo verður algjör viðsnúningur í seinni hálfleik í rauninni. „Ég fer með tvö víti á skömmum tíma og við förum með færi maður á móti manni og erum pínu óskynsamir í kjölfarið. Við skjótum fljótt á markið og ekki úr góðum færum. „Hægt og rólega fjarar undan þessu og svo ganga þeir á lagið og eru sannfærandi. Þeir eru góðir þegar þeir eru komnir í bílstjóra sætið og farnir að leiða leikina. Þeir ná forskoti og eru skynsamir. Spila langar sóknir og koma sér í góð færi og eru þéttir varnarlega. Þeir voru betri allan seinni hálfleikinn í rauninni. „Við missum trúna og það kemur óðagot um leið og við lendum undir. Þá fara menn að drífa sig of mikið og taka óskynsamar ákvarðanir, bæði í vörn og sókn og það verður okkur að falli.“ ÍR er í sjötta sæti, þremur stigum á eftir Val í fjórða sæti og ljóst að liðið þarf að komast aftur á sigurbraut ef það ætlar ekki að sogast niður í bullandi fallbaráttu í stað baráttu um sæti í úrslitakeppninni. „Við þurfum að skoða þennan leik og fleiri leiki í vetur. Við þurfum að reyna að koma í veg fyrir að við missum forystu svona fljótt niður og töpum hreinlega illa miðað við að hafa verið fjórum mörkum yfir í hálfleik og stýrt leiknum. „Þetta er mjög slæmt að tapa fimm af sex síðustu fyrir jól og svo núna. Deildin er búin að vera þétt en ef þetta heldur svona áfram eru Haukar að stinga af og við að verða eftir og þá er spurning með Akureyri. Ef við ætlum að vera með í pakkanum þá þurfum við að fara að vinna leiki,“ sagði Sturla að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti