Nadal missti sig og Sharapova úr leik Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. janúar 2014 11:15 Rafael Nadal gjóar augum sínum í áttina til dómara leiksins. Vísir/AFP Rafael Nadal vann sigur á Kei Nishikori í spennuþrungnum þriggja setta leik á Opna ástralska meistaramótinu í morgun. Maria Sharapova er hins vegar á heimleið. Nadal missti stjórn á skapi sínu í leiknum í nótt eftir að hafa verið áminntur fyrir að tefja leik. Spánverjinn er þekktur fyrir að gefa sér tíma í uppgjafir sínar. Grískur dómari leiksins ákvað að taka á málinu þegar staðan var 4-4 og 40-40 í þriðja setti. Nadal trylltist og grýtti tennisbolta af því tilefni. Nishikori nýtti sér uppnám Nadal, vann næstu tvö stig, og náði forystu í settinu. Spánverjinn sneri hins vegar við blaðinu í settinu og tryggði sér sæti í átta liða úrslitunum með 7-6, 7-5 og 7-6 sigri. Nadal sagðist í viðtali eftir leikinn vera ósáttur við dómarann. Vissulega gæti hann refsað honum fyrir leiktöf en það væri ekki í þágu leiksins eða áhorfenda. Hann myndi þó passa sig í framtíðinni.Maria Sharapova beið lægri hlut gegn Dominiku Cibulkovu frá Slóvakíu í þremur settum, 3-6, 6-4 og 6-1. Sharapova, sem vann sigur á mótinu árið 2008, sagðist í leikslok að hún ætti nokkuð í land með að ná fyrri styrk eftir axlarmeiðsli síðasta árs. Þá var Roger Federer að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum eftir öruggan sigur á Frakkanum Jo-Wilfried Tsonga 6-3, 7-5 og 6-4.Opna ástralska mótið er í beinni útsendingu á Eurosport í Fjölvarpi Stöðvar 2.Federer og Tsonga fallast í faðma eftir leikinn í morgun.Mynd/Heimasíða Federer Tennis Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Járnkona sundsins kveður Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Liverpool vill fá Kimmich Allt jafnt fyrir lokadaginn Rooney bað Coleen á bensínstöð Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna Eyjaför hjá bikarmeisturunum Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Sjá meira
Rafael Nadal vann sigur á Kei Nishikori í spennuþrungnum þriggja setta leik á Opna ástralska meistaramótinu í morgun. Maria Sharapova er hins vegar á heimleið. Nadal missti stjórn á skapi sínu í leiknum í nótt eftir að hafa verið áminntur fyrir að tefja leik. Spánverjinn er þekktur fyrir að gefa sér tíma í uppgjafir sínar. Grískur dómari leiksins ákvað að taka á málinu þegar staðan var 4-4 og 40-40 í þriðja setti. Nadal trylltist og grýtti tennisbolta af því tilefni. Nishikori nýtti sér uppnám Nadal, vann næstu tvö stig, og náði forystu í settinu. Spánverjinn sneri hins vegar við blaðinu í settinu og tryggði sér sæti í átta liða úrslitunum með 7-6, 7-5 og 7-6 sigri. Nadal sagðist í viðtali eftir leikinn vera ósáttur við dómarann. Vissulega gæti hann refsað honum fyrir leiktöf en það væri ekki í þágu leiksins eða áhorfenda. Hann myndi þó passa sig í framtíðinni.Maria Sharapova beið lægri hlut gegn Dominiku Cibulkovu frá Slóvakíu í þremur settum, 3-6, 6-4 og 6-1. Sharapova, sem vann sigur á mótinu árið 2008, sagðist í leikslok að hún ætti nokkuð í land með að ná fyrri styrk eftir axlarmeiðsli síðasta árs. Þá var Roger Federer að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum eftir öruggan sigur á Frakkanum Jo-Wilfried Tsonga 6-3, 7-5 og 6-4.Opna ástralska mótið er í beinni útsendingu á Eurosport í Fjölvarpi Stöðvar 2.Federer og Tsonga fallast í faðma eftir leikinn í morgun.Mynd/Heimasíða Federer
Tennis Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Járnkona sundsins kveður Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Liverpool vill fá Kimmich Allt jafnt fyrir lokadaginn Rooney bað Coleen á bensínstöð Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna Eyjaför hjá bikarmeisturunum Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Sjá meira