Viðar: Menn hafa mikla trú á mér hérna Henry Birgir Gunnarsson skrifar 20. desember 2013 07:00 Viðar Örn Kjartansson. Mynd/Heimasíða Vålerenga Hinn 23 ára gamli Selfyssingur, Viðar Örn Kjartansson, mun reyna fyrir sér í atvinnumennsku á nýju ári. Hann sló í gegn í Pepsi-deildinni síðasta sumar með Fylki þar sem hann skoraði þrettán mörk rétt eins og Atli Viðar Björnsson og Gary Martin. Viðar fékk að launum silfurskóinn en Atli Viðar fékk gullskóinn þar sem hann lék færri leiki en Viðar og Martin. Þessi flotta frammistaða hans síðasta sumar fór ekki fram hjá erlendum félögum enda verður Viðar búinn að skrifa undir atvinnumannasamning síðar í dag. „Við höfum náð saman um þriggja ára samning og ég er virkilega spenntur fyrir þessu,“ segir Viðar en hann fór til reynslu til félagsins í október og allt síðan þá var mjög líklegt að hann færi til félagsins.Viðar Örn er að uppskera eftir frábært sumar með Fylki og verður gaman að fylgjast með honum í Noregi.Mydn/ArnþórHafa mikla trú á mér „Ég var hjá þeim í tíu daga og gekk mjög vel. Þeir vildu samt ekki gera neitt fyrr en þeir væru búnir að tryggja sér úrvalsdeildarsæti. Það gekk sem betur fer og ég vissi alltaf að þá yrði af þessu.“ Þjálfari liðsins er gamla kempan Kjetil Rekdal. Hann ætlar Viðari Erni stórt hlutverk í liðinu en hann mun leysa Torgeir Børven af hólmi en sá er á leið til Twente í Hollandi. „Menn hafa mikla trú á mér hérna. Þetta er flottur klúbbur og sá eini í Ósló. Það er mikil stemning í kringum félagið. Rekdal er flottur. Svolítið sérstakur sem er alls ekki verra. Hann hefur trú á mér og það er það jákvæðasta við þetta.“ Viðar Örn segir að sitt markmið hafi verið að komast út eftir sumarið. Það hafi gengið upp enda skoraði hann 13 af 33 mörkum Fylkis. „Það þarf að skora mörg mörk til þess að komast frá Íslandi. Ég vildi komast út fyrr en var bjartsýnn á að það tækist núna,“ segir Viðar en uppgangur hans síðustu ár hefur verið hraður. Átti frábært tímabil í fyrra en var ekki eins áberandi hjá Selfossi sumarið þar á undan þó svo að hann hafi sýnt lipra spretti. „Fyrri umferðin síðasta sumar var erfið en ég skoraði níu mörk í seinni umferðinni er liðið komst í gang. Það var minna að gera í framlínunni fyrri umferðinni.“ Hann lenti í erfiðum meiðslum þegar hann var 19 ára en hann sleit þá krossband. Þau héldu honum frá vellinum í nánast tvö tímabil. „Ég hef lent í ýmsu á ferlinum og það hefur styrkt mig mikið. Ég er meira tilbúinn núna en fyrir fjórum til fimm árum. Þetta er rétti tíminn fyrir mig. Ég hef fulla trú á sjálfum mér og ætla að sýna að ég eigi vel heima í þessari deild,“ segir Viðar Örn Kjartansson. Fótbolti Íslenski boltinn Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport McIlroy skaut niður dróna Golf Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Fleiri fréttir Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Sjá meira
Hinn 23 ára gamli Selfyssingur, Viðar Örn Kjartansson, mun reyna fyrir sér í atvinnumennsku á nýju ári. Hann sló í gegn í Pepsi-deildinni síðasta sumar með Fylki þar sem hann skoraði þrettán mörk rétt eins og Atli Viðar Björnsson og Gary Martin. Viðar fékk að launum silfurskóinn en Atli Viðar fékk gullskóinn þar sem hann lék færri leiki en Viðar og Martin. Þessi flotta frammistaða hans síðasta sumar fór ekki fram hjá erlendum félögum enda verður Viðar búinn að skrifa undir atvinnumannasamning síðar í dag. „Við höfum náð saman um þriggja ára samning og ég er virkilega spenntur fyrir þessu,“ segir Viðar en hann fór til reynslu til félagsins í október og allt síðan þá var mjög líklegt að hann færi til félagsins.Viðar Örn er að uppskera eftir frábært sumar með Fylki og verður gaman að fylgjast með honum í Noregi.Mydn/ArnþórHafa mikla trú á mér „Ég var hjá þeim í tíu daga og gekk mjög vel. Þeir vildu samt ekki gera neitt fyrr en þeir væru búnir að tryggja sér úrvalsdeildarsæti. Það gekk sem betur fer og ég vissi alltaf að þá yrði af þessu.“ Þjálfari liðsins er gamla kempan Kjetil Rekdal. Hann ætlar Viðari Erni stórt hlutverk í liðinu en hann mun leysa Torgeir Børven af hólmi en sá er á leið til Twente í Hollandi. „Menn hafa mikla trú á mér hérna. Þetta er flottur klúbbur og sá eini í Ósló. Það er mikil stemning í kringum félagið. Rekdal er flottur. Svolítið sérstakur sem er alls ekki verra. Hann hefur trú á mér og það er það jákvæðasta við þetta.“ Viðar Örn segir að sitt markmið hafi verið að komast út eftir sumarið. Það hafi gengið upp enda skoraði hann 13 af 33 mörkum Fylkis. „Það þarf að skora mörg mörk til þess að komast frá Íslandi. Ég vildi komast út fyrr en var bjartsýnn á að það tækist núna,“ segir Viðar en uppgangur hans síðustu ár hefur verið hraður. Átti frábært tímabil í fyrra en var ekki eins áberandi hjá Selfossi sumarið þar á undan þó svo að hann hafi sýnt lipra spretti. „Fyrri umferðin síðasta sumar var erfið en ég skoraði níu mörk í seinni umferðinni er liðið komst í gang. Það var minna að gera í framlínunni fyrri umferðinni.“ Hann lenti í erfiðum meiðslum þegar hann var 19 ára en hann sleit þá krossband. Þau héldu honum frá vellinum í nánast tvö tímabil. „Ég hef lent í ýmsu á ferlinum og það hefur styrkt mig mikið. Ég er meira tilbúinn núna en fyrir fjórum til fimm árum. Þetta er rétti tíminn fyrir mig. Ég hef fulla trú á sjálfum mér og ætla að sýna að ég eigi vel heima í þessari deild,“ segir Viðar Örn Kjartansson.
Fótbolti Íslenski boltinn Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport McIlroy skaut niður dróna Golf Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Fleiri fréttir Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Sjá meira