Margrét Lára: Ég þurfti að breyta um lífsstíl Kolbein Tumi Daðason skrifar 19. desember 2013 08:30 Margrét Lára Viðarsdóttir. Mynd/E.Stefán „Mér finnst ég eiga mikið inni á erlendri grundu. Sérstaklega í ljósi þess að ég er laus við meiðslin,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir. Markadrottningin er samningslaus en hún varð þriðji til fjórði markahæsti leikmaður sænsku deildarinnar með Kristianstad á síðustu leiktíð með 13 mörk. Samningur hennar rann út í kjölfarið og kaus hún að endurnýja hann ekki að svo stöddu. Margrét Lára hefur verið á Íslandi undanfarnar vikur og notið þess að vera í fríi frá fótbolta. „Maður er svo sem aldrei í fríi. Þegar maður er atvinnumaður æfir maður allt árið,“ segir Margrét Lára. Hún fagnar því að geta loksins gert æfingar sem hafa reynst henni erfiðar undanfarin ár sökum langvinnra meiðsla. Hún vill ekkert gefa upp um líklegan áfangastað en segir þó að spennandi tímar séu framundan.Þurfti að breyta um lífsstíl „Það má segja að ég sé að fá mitt annað tækifæri á ferlinum til þess að spila fótbolta. Ég þarf að nýta það rétt,“ segir framherjinn sem spilaði meidd í heil fimm ár og gat ekki beitt sér að fullu. Sökum þess yfirgaf hún mikið æfingaálag hjá þýska félaginu Turbine Potsdam og gekk í raðir Kristianstad sumarið 2012. Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar liðið og mætti Margrét Lára miklum skilningi hvað meiðslin varðaði og æfingaálagið minnkaði til muna. „Ég þurfti að breyta um lífsstíl. Ég var vön að æfa tíu til tólf sinnum í viku en æfi nú sex til sjö sinnum. Þannig verður mín framtíð ef ég ætla að spila fótbolta,“ segir Eyjamærin 27 ára. Hún þurfi að æfa minna en einfaldlega nýta æfingarnar betur. „Ef ég fer í nýtt umhverfi þarf að vera skilningur á þessu svo ég geti notið mín og blómstrað.“ Margrét Lára er ekki sú eina í fjölskyldunni sem liggur undir feldi þessa dagana. Elísa, yngri systir hennar, sem spilað hefur undanfarin sjö sumur með uppeldisfélagi sínu, ÍBV, er með tilboð frá fleiri íslenskum félögum að sögn Margrétar. Þá hafi erlend félög sýnt henni áhuga.Margrét Lára Viðarsdóttir og Elísa Viðarsdóttir.Mynd/ÓskarÓLaunin skipta ekki mestu „Hún er metnaðarfull og langar eins og marga að reyna fyrir sér erlendis,“ segir Margrét um Elísu sem er 22 ára. Elísa hefur spilað mest sem hægri bakvörður en einnig miðvörður með Eyjaliðinu. Hlaupageta hennar er með ólíkindum og var hún í landsliðshópi Íslands á EM síðastliðið sumar. „Hún verður að halda áfram að sýna sig og standa sig vel,“ segir Margrét. Elísa þurfi að passa að taka rétt skref ætli hún í nýtt umhverfi og skoða hlutina í víðu samhengi. Þjálfarateymi, samherjar og umhverfið skipti meiru máli en launin. „Fólk má auðvitað samt ekki svelta í hel,“ segir Margrét Lára. Hún reiknar með því að þær systur taki ákvörðun um framtíð sína áður en árið er úti. „Það er alltaf rosalega gott að vera búin að ákveða sig þegar nýtt ár gengur í garð. Vera búin að setja sér markmið og geta skálað fyrir þeim og góðu ári. Við systurnar munum gera það.“ Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Fleiri fréttir Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Sjá meira
„Mér finnst ég eiga mikið inni á erlendri grundu. Sérstaklega í ljósi þess að ég er laus við meiðslin,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir. Markadrottningin er samningslaus en hún varð þriðji til fjórði markahæsti leikmaður sænsku deildarinnar með Kristianstad á síðustu leiktíð með 13 mörk. Samningur hennar rann út í kjölfarið og kaus hún að endurnýja hann ekki að svo stöddu. Margrét Lára hefur verið á Íslandi undanfarnar vikur og notið þess að vera í fríi frá fótbolta. „Maður er svo sem aldrei í fríi. Þegar maður er atvinnumaður æfir maður allt árið,“ segir Margrét Lára. Hún fagnar því að geta loksins gert æfingar sem hafa reynst henni erfiðar undanfarin ár sökum langvinnra meiðsla. Hún vill ekkert gefa upp um líklegan áfangastað en segir þó að spennandi tímar séu framundan.Þurfti að breyta um lífsstíl „Það má segja að ég sé að fá mitt annað tækifæri á ferlinum til þess að spila fótbolta. Ég þarf að nýta það rétt,“ segir framherjinn sem spilaði meidd í heil fimm ár og gat ekki beitt sér að fullu. Sökum þess yfirgaf hún mikið æfingaálag hjá þýska félaginu Turbine Potsdam og gekk í raðir Kristianstad sumarið 2012. Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar liðið og mætti Margrét Lára miklum skilningi hvað meiðslin varðaði og æfingaálagið minnkaði til muna. „Ég þurfti að breyta um lífsstíl. Ég var vön að æfa tíu til tólf sinnum í viku en æfi nú sex til sjö sinnum. Þannig verður mín framtíð ef ég ætla að spila fótbolta,“ segir Eyjamærin 27 ára. Hún þurfi að æfa minna en einfaldlega nýta æfingarnar betur. „Ef ég fer í nýtt umhverfi þarf að vera skilningur á þessu svo ég geti notið mín og blómstrað.“ Margrét Lára er ekki sú eina í fjölskyldunni sem liggur undir feldi þessa dagana. Elísa, yngri systir hennar, sem spilað hefur undanfarin sjö sumur með uppeldisfélagi sínu, ÍBV, er með tilboð frá fleiri íslenskum félögum að sögn Margrétar. Þá hafi erlend félög sýnt henni áhuga.Margrét Lára Viðarsdóttir og Elísa Viðarsdóttir.Mynd/ÓskarÓLaunin skipta ekki mestu „Hún er metnaðarfull og langar eins og marga að reyna fyrir sér erlendis,“ segir Margrét um Elísu sem er 22 ára. Elísa hefur spilað mest sem hægri bakvörður en einnig miðvörður með Eyjaliðinu. Hlaupageta hennar er með ólíkindum og var hún í landsliðshópi Íslands á EM síðastliðið sumar. „Hún verður að halda áfram að sýna sig og standa sig vel,“ segir Margrét. Elísa þurfi að passa að taka rétt skref ætli hún í nýtt umhverfi og skoða hlutina í víðu samhengi. Þjálfarateymi, samherjar og umhverfið skipti meiru máli en launin. „Fólk má auðvitað samt ekki svelta í hel,“ segir Margrét Lára. Hún reiknar með því að þær systur taki ákvörðun um framtíð sína áður en árið er úti. „Það er alltaf rosalega gott að vera búin að ákveða sig þegar nýtt ár gengur í garð. Vera búin að setja sér markmið og geta skálað fyrir þeim og góðu ári. Við systurnar munum gera það.“
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Fleiri fréttir Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Sjá meira