Fótbolti

Margrét Lára: Gugga er bara miklu betri markvörður

Kolbeinn Tumi Daðaspn skrifar
Guðbjörg fékk langþráð tækifæri á milli stanganna hjá landsliðinu á EM í sumar sökum meiðsla Þóru Bjargar Helgadóttur. Guðbjörg sló í gegn og hlaut mikið lof fyrir frammistöðu sína.
Guðbjörg fékk langþráð tækifæri á milli stanganna hjá landsliðinu á EM í sumar sökum meiðsla Þóru Bjargar Helgadóttur. Guðbjörg sló í gegn og hlaut mikið lof fyrir frammistöðu sína. Mynd/NordicPhotos/Getty
„Potsdam fær ekki til sín erlendan leikmann til að vera á bekknum,“ segir landsliðsfyrirliðinn Margrét Lára Viðarsdóttir um nýtt félag Guðbjargar Gunnarsdóttur. Landsliðsmarkvörðurinn gekk til liðs við þýska risann á dögunum en Margrét varð þýskur meistari með liðinu árið 2012.

„Þetta verður vonandi gæfuspor fyrir hana og á eftir að gera hana að enn betri leikmanni,“ segir Margrét. Hún segir liðið klárlega eitt af þremur stærstu í Evrópu enda berjist liðið árlega um titlana í Þýskalandi og Meistaradeild Evrópu.

„Með fullri virðingu fyrir öðrum liðum er þetta toppurinn.“ Margrét Lára segir félagaskiptin enn eitt dæmi þess hve hátt íslenskir leikmenn séu metnir í Evrópu.

Liðið hafi verið í markvarðarleit í eitt og hálft ár. Sú sem standi í markinu núna hafi verið þriðji kostur fyrir tveimur árum er Margrét Lára var á mála hjá félaginu. Hún hefur engar áhyggjur af því að Guðbjörg hafi ekki betur í samkeppni um stöðu í liðinu.

„Gugga er bara miklu betri markvörður,“ segir Margrét Lára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×