Orðsending til íslenskra karlmanna Hrafnhildur Ragnarsdóttir skrifar 30. nóvember 2013 06:00 Mig langar að útskýra aðeins fyrir þér hvernig heimurinn lítur út frá mínum sjónarhóli. Í mínum heimi vofir stöðug hætta yfir. Ég þarf stöðugt að gæta mín á hvert ég fer og hvenær, hvernig ég lít út, við hvern ég tala og hvernig ég kemst heim. Þessar áhyggjur hefjast strax og ég er komin með nægt vit til að ráða mér sjálf. Ég þarf alltaf að gæta þess hvaða skilaboð ég gef frá mér því ég veit aldrei hvernig hinn aðilinn les úr þeim. Ég er oft kölluð ljótum nöfnum ef ég læt skoðanir mínar í ljós, stundum svo ég heyri til, stundum ekki. Ég bý í landi þar sem dómskerfið er ekki skapað til að verja fólk eins og mig og ég þarf að treysta á lögregluyfirvöld þar sem alvarleg kynferðisleg áreitni og einelti viðgengst gagnvart konum. Ég starfa á vinnumarkaði þar sem ég fæ minna greitt en þú bara vegna þess að ég fæddist af öðru kyni og er ólíklegri til þess að komast áfram í starfi, alveg sama við hvað ég vinn. Ef (þegar) ég eða vinkonur mínar verðum fyrir kynbundnu ofbeldi megum við segja frá því þeim sem vilja heyra. En við megum ekki segja hver beitti því. Þá gætum við skaðað orðspor eða jafnvel eyðilagt líf karlmanns. Í mínum vinkvennahópi eru 11 konur. Þrjár þeirra búa við eða hafa búið við heimilisofbeldi af hálfu maka. Tveimur hefur verið nauðgað og ein var misnotuð sem barn. Ótrúlegt en satt er þetta algilt og jafnvel verra samkvæmt tölfræði um kynbundið ofbeldi. Við vitum að ofbeldi gegn konum er alþjóðlegt vandamál. Við heyrum fréttir frá löndum þar sem geisar stríð og nauðganir á konum er eitt af stríðsvopnum andstæðinganna. En það er ekki bara stríð í útlöndum og nauðgunum er ekki bara beitt sem vopni annars staðar. Það ríkir líka stríð gegn konum hér, en það fer fram hljóðlaust innan veggja heimilanna, heimila kvennanna sjálfra eða þar sem þær koma sem gestir. Kynferðislegt ofbeldi er mjög áhrifaríkt vopn til að halda konum niðri. Í stað þess að elta drauma sína eyðir stór hluti kvenþjóðarinnar góðum hluta lífsins í að vinna úr áfallinu að vera beitt kynferðislegu ofbeldi sem hefur í ofanálag engar afleiðingar fyrir þann sem beitti því. Þetta er minn heimur en þú þekkir hann víst ekki neitt. Samt skapaðir þú hann ásamt bræðrum þínum. Þú ert í raun mín ógnarstjórn. Ég biðla því til þín að breyta hegðun þinni og þar með heimsmynd minni. Þú getur byrjað á sjálfum þér og svo bræðrum þínum. Ég veit og vona að þú sem ert búinn að lesa svona langt hafir áhuga á breytingu. Að gera samfélagið öruggara fyrir konur. Að litlu stelpurnar í dag geti strokið sér frjálst um höfuð þegar þær verða stórar. Stöndum saman um að vinna gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Mig langar að útskýra aðeins fyrir þér hvernig heimurinn lítur út frá mínum sjónarhóli. Í mínum heimi vofir stöðug hætta yfir. Ég þarf stöðugt að gæta mín á hvert ég fer og hvenær, hvernig ég lít út, við hvern ég tala og hvernig ég kemst heim. Þessar áhyggjur hefjast strax og ég er komin með nægt vit til að ráða mér sjálf. Ég þarf alltaf að gæta þess hvaða skilaboð ég gef frá mér því ég veit aldrei hvernig hinn aðilinn les úr þeim. Ég er oft kölluð ljótum nöfnum ef ég læt skoðanir mínar í ljós, stundum svo ég heyri til, stundum ekki. Ég bý í landi þar sem dómskerfið er ekki skapað til að verja fólk eins og mig og ég þarf að treysta á lögregluyfirvöld þar sem alvarleg kynferðisleg áreitni og einelti viðgengst gagnvart konum. Ég starfa á vinnumarkaði þar sem ég fæ minna greitt en þú bara vegna þess að ég fæddist af öðru kyni og er ólíklegri til þess að komast áfram í starfi, alveg sama við hvað ég vinn. Ef (þegar) ég eða vinkonur mínar verðum fyrir kynbundnu ofbeldi megum við segja frá því þeim sem vilja heyra. En við megum ekki segja hver beitti því. Þá gætum við skaðað orðspor eða jafnvel eyðilagt líf karlmanns. Í mínum vinkvennahópi eru 11 konur. Þrjár þeirra búa við eða hafa búið við heimilisofbeldi af hálfu maka. Tveimur hefur verið nauðgað og ein var misnotuð sem barn. Ótrúlegt en satt er þetta algilt og jafnvel verra samkvæmt tölfræði um kynbundið ofbeldi. Við vitum að ofbeldi gegn konum er alþjóðlegt vandamál. Við heyrum fréttir frá löndum þar sem geisar stríð og nauðganir á konum er eitt af stríðsvopnum andstæðinganna. En það er ekki bara stríð í útlöndum og nauðgunum er ekki bara beitt sem vopni annars staðar. Það ríkir líka stríð gegn konum hér, en það fer fram hljóðlaust innan veggja heimilanna, heimila kvennanna sjálfra eða þar sem þær koma sem gestir. Kynferðislegt ofbeldi er mjög áhrifaríkt vopn til að halda konum niðri. Í stað þess að elta drauma sína eyðir stór hluti kvenþjóðarinnar góðum hluta lífsins í að vinna úr áfallinu að vera beitt kynferðislegu ofbeldi sem hefur í ofanálag engar afleiðingar fyrir þann sem beitti því. Þetta er minn heimur en þú þekkir hann víst ekki neitt. Samt skapaðir þú hann ásamt bræðrum þínum. Þú ert í raun mín ógnarstjórn. Ég biðla því til þín að breyta hegðun þinni og þar með heimsmynd minni. Þú getur byrjað á sjálfum þér og svo bræðrum þínum. Ég veit og vona að þú sem ert búinn að lesa svona langt hafir áhuga á breytingu. Að gera samfélagið öruggara fyrir konur. Að litlu stelpurnar í dag geti strokið sér frjálst um höfuð þegar þær verða stórar. Stöndum saman um að vinna gegn kynbundnu ofbeldi.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun