Gjöf til útgerðarmanna eða endurreisn Landspítalans Bolli Héðinsson skrifar 28. nóvember 2013 06:00 Innan fáeinna vikna mun ríkisstjórnin ákveða að afhenda fámennum en valdamiklum hópi þjóðareign sem talin hefur verið að verðmæti allt að 45 milljarðar króna. Fyrir þetta munu hinir fáeinu handvöldu einstaklingar, sem ríkisstjórnin telur að betur séu að þessu komnir en aðrir, greiða málamyndagjald sem er aðeins hluti af því verðmæti sem afhent verður. Ríkisstjórnin deilir ekki um að hér er um ótvíræða eign þjóðarinnar að ræða en hyggst samt sem áður afhenda þessa þjóðareign velvildarmönnum sínum á silfurfati. Ef eign þessi væri boðin til sölu á almennum markaði myndu fjármunirnir sem fyrir hana fást fara langt með að fjármagna endurreisn Landspítalans. Eign sú sem hér um ræðir er makrílstofninn við Ísland. Ákvörðunin um að afhenda þessa eign fáeinum útvöldum mun verða borin á borð fyrir okkur sem afar flókið úrlausnaratriði sem aðeins sé hægt að leysa með því að afhenda hana útvöldum. Það er aftur á móti ekki svo. Hér er um sáraeinfalda aðgerð að ræða, fiskistofn sem er nýr í lögsögunni og aðeins spurningin um hvort þjóðin eigi að fá sanngjarnt verð fyrir eign sína eða ekki. Tveir vísindamenn, Þorkell Helgason og Jón Steinsson, hafa sett fram heildstæða tillögu um hvernig bjóða má upp veiðirétt á makríl þannig að þjóðin og útgerðarmenn geti vel við unað. Eigendur makrílsins, þjóðin, fá hæsta mögulega verð fyrir eign sína og útgerðarmennirnir fá afnotarétt af makrílstofninum til nægjanlega langs tíma til að byggja fjárfestingar sínar á.…þingmaður og svarið er? Hér mun hefjast gamalkunnur söngur um fyrirtækin sem munu verða gjaldþrota, skatt á landsbyggðina o.fl. Svörin við því eru að aðeins þau fyrirtæki sem bjóða of hátt í veiðiréttinn eiga á hættu að verða gjaldþrota og væntanlega eru útgerðarmenn ekki svo heillum horfnir að þeir bjóði umfram getu. Ekki verður um skatt að ræða heldur aðeins innheimt fjárhæð, sem viðkomandi útgerð sér sér fært að bjóða, í frjálsu útboði. Veiðirétturinn greiðist af fyrirtækjunum sjálfum enda greiða landshlutar ekki skatta. Gera má ráð fyrir að flest fyrirtækin sem muni bjóða í makrílveiðina séu staðsett á höfuðborgarsvæðinu. Næst þegar þið hittið þingmanninn ykkar, spyrjið hann: „Hvort viltu frekar gefa fáeinum útvöldum eign þjóðarinnar eða bjóða eignina til leigu á almennum markaði og nota andvirðið til að endurreisa Landspítalann?“ Látið svarið sem þingmaðurinn gefur ykkur ráða því hvort þið kjósið hann aftur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Mest lesið Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Innan fáeinna vikna mun ríkisstjórnin ákveða að afhenda fámennum en valdamiklum hópi þjóðareign sem talin hefur verið að verðmæti allt að 45 milljarðar króna. Fyrir þetta munu hinir fáeinu handvöldu einstaklingar, sem ríkisstjórnin telur að betur séu að þessu komnir en aðrir, greiða málamyndagjald sem er aðeins hluti af því verðmæti sem afhent verður. Ríkisstjórnin deilir ekki um að hér er um ótvíræða eign þjóðarinnar að ræða en hyggst samt sem áður afhenda þessa þjóðareign velvildarmönnum sínum á silfurfati. Ef eign þessi væri boðin til sölu á almennum markaði myndu fjármunirnir sem fyrir hana fást fara langt með að fjármagna endurreisn Landspítalans. Eign sú sem hér um ræðir er makrílstofninn við Ísland. Ákvörðunin um að afhenda þessa eign fáeinum útvöldum mun verða borin á borð fyrir okkur sem afar flókið úrlausnaratriði sem aðeins sé hægt að leysa með því að afhenda hana útvöldum. Það er aftur á móti ekki svo. Hér er um sáraeinfalda aðgerð að ræða, fiskistofn sem er nýr í lögsögunni og aðeins spurningin um hvort þjóðin eigi að fá sanngjarnt verð fyrir eign sína eða ekki. Tveir vísindamenn, Þorkell Helgason og Jón Steinsson, hafa sett fram heildstæða tillögu um hvernig bjóða má upp veiðirétt á makríl þannig að þjóðin og útgerðarmenn geti vel við unað. Eigendur makrílsins, þjóðin, fá hæsta mögulega verð fyrir eign sína og útgerðarmennirnir fá afnotarétt af makrílstofninum til nægjanlega langs tíma til að byggja fjárfestingar sínar á.…þingmaður og svarið er? Hér mun hefjast gamalkunnur söngur um fyrirtækin sem munu verða gjaldþrota, skatt á landsbyggðina o.fl. Svörin við því eru að aðeins þau fyrirtæki sem bjóða of hátt í veiðiréttinn eiga á hættu að verða gjaldþrota og væntanlega eru útgerðarmenn ekki svo heillum horfnir að þeir bjóði umfram getu. Ekki verður um skatt að ræða heldur aðeins innheimt fjárhæð, sem viðkomandi útgerð sér sér fært að bjóða, í frjálsu útboði. Veiðirétturinn greiðist af fyrirtækjunum sjálfum enda greiða landshlutar ekki skatta. Gera má ráð fyrir að flest fyrirtækin sem muni bjóða í makrílveiðina séu staðsett á höfuðborgarsvæðinu. Næst þegar þið hittið þingmanninn ykkar, spyrjið hann: „Hvort viltu frekar gefa fáeinum útvöldum eign þjóðarinnar eða bjóða eignina til leigu á almennum markaði og nota andvirðið til að endurreisa Landspítalann?“ Látið svarið sem þingmaðurinn gefur ykkur ráða því hvort þið kjósið hann aftur.
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar