Beislum neysluna Sóley Kaldal og Steinar Kaldal skrifar 28. nóvember 2013 06:00 Íslendingar eru neyslufrekasta þjóð heims. Það þýðir að engin önnur þjóð notar meira af auðlindum jarðar til að viðhalda lífsstíl sínum. Ef allir jarðarbúar myndu haga lífi sínu á sama hátt og meðal Íslendingurinn, þyrftum við sex jarðir til að anna eftirspurninni. En við eigum ekki sex jarðir – við eigum aðeins eina. Sú staðreynd er eina óbreytanlega stærðin í reikningsdæmi tilvistar okkar. Við Íslendingar tilheyrum ásamt öðrum íbúum Vesturlanda þeim tuttugu prósentum jarðarbúa sem nýta tæplega 90 prósent gæða jarðar. Á sama tíma njóta önnur 20 prósent jarðarbúa, þau sem fátækust eru, einungis tæplega tveggja prósenta þeirra gæða sem jörðin hefur upp á að bjóða. Á meðan við Íslendingar eyðum auðlindum jarðar á sexföldum endurnýjunarhraða náttúrunnar göngum við ekki aðeins á mannréttindi annarra jarðarbúa heldur gröfum við undan framtíð okkar eigin barna. Loftslagsbreytingar eru bein afleiðing ofneyslu mannsins á auðlindum jarðar og það getur enginn stöðvað þann vítahring nema við. Vísindaleg samstaða ríkir um þá spá að án alvarlegrar íhlutunar muni sífellt stærri hluti mannkyns þurfa að takast á við ofsafengnar náttúruhamfarir og skort – ekki síst skort á drykkjarvatni því miðað við framreiknaða bráðnun jökla mun ferskvatnsuppspretta 40% mannkyns hverfa á næstu áratugum. Hvað getum við gert? Við getum öll innt af hendi verulegt framlag með því að endurskoða lífsstílsval okkar og neysluvenjur, sem og afstöðu okkar til athafna sem skaða eða breyta náttúrunni varanlega. Hlýnun jarðar verður þó ekki stöðvuð nema með sterku samstilltu átaki þjóða.Blekking Einhverjir hafa bent á þá þversögn að til að stemma stigu við loftslagsbreytingum þurfi stjórnmálamenn að taka óvinsælar ákvarðanir sem skerði lífsgæði okkar og þar af leiðandi muni þeir stjórnmálamenn aldrei verða kjörnir. Þessi þversögn er blekking því hún skilgreinir lífsgæði út frá neyslu. Það vita það allir sem eru eldri en tvævetur að lífshamingjan finnst ekki í neysluvörum. Pólitískar ákvarðanir sem leggja höft á ofneyslu og útblástur gróðurhúsalofttegunda eru ákvarðanir sem stuðla að hreinna andrúmslofti, tryggara aðgengi að drykkjarvatni, stöðugri veðurskilyrðum, færri náttúruhamförum og almennt betri lífsskilyrðum allra jarðarbúa. Þeir sem ekki kjósa að horfa heildrænt á hlutina halda að þetta þýði afturhvarf til fortíðar, stöðnun lífshátta og andúð á tækniframförum. Nema síður sé. Tækniframförum ber að fagna. Þær hafa skilað okkur aukinni hagkvæmni í nýtingu auðlinda auk annarra augljósra kosta sem óþarfi er að tiltaka hér. Það sem vill hins vegar oft fylgja tækniframförum sem skila aukinni hagkvæmni í nýtingu auðlinda eru hin svokölluðu frákastsáhrif. Þau fela í sér að umhverfislegi ávinningurinn sem fæst við aukna hagkvæmni er notaður í aðra neyslu og eyðir því jafnfljótt ávinningnum. Þannig má ljóst vera að það sem til þarf er langt frá því að vera andstaða gegn tækni og vísindum. Það sem til þarf er hugarfarsbreyting þeirra sem njóta góðs af tækniframförum. Hugarfarsbreyting okkar allra. Hún felst meðal annars í því að finna út úr því hvernig tækniframfarir geta stuðlað að aukinni velferð allra í stað vaxtar sumra. Og þar er velferð jarðarinnar ekki undanskilin.Dvergvaxnar fórnir Baráttan gegn loftslagsbreytingum er því handan stjórnmálaskoðana og flokkspólitíkur – við eigum öll sameiginlegan viljann til að lifa af og búa börnum okkar góða framtíð. Stjórnmálamenn allra flokka þurfa að taka einarða afstöðu með mannfólkinu og þar með náttúrunni því tíminn til að bregðast við er núna. Löngu áður en sjálfbærni varð tískuorð höfðu frumbyggjar Norður-Ameríku tileinkað sér hugarfar sem fólst í að hugsa um afleiðingar allra gjörða sinna á lífsskilyrði sjöundu kynslóðarinnar sem erfa skyldi jörðina. Slíkur hugsanagangur er til eftirbreytni. Það getur hins vegar verið erfitt fyrir nútímamanninn sem vill allt í dag – og helst mikið af því – að setja sig í spor komandi kynslóða og velta fyrir sér hverjar afleiðingarnar af neysluvenjum hans munu verða. Ef slík hugsun er erfið þá er ljóst að hegðunarbreytingin verður enn erfiðari. Ef menn hins vegar staldra aðeins við og velta fyrir sér hvað efnishyggjan hefur fært þeim samanborið við hinar ýmsu einföldu hamingjustundir sem við öll þekkjum og kosta ekki neitt ætti öllum að vera ljóst að að þær breytingar sem þurfa að eiga sér stað eru dvergvaxnar fórnir miðað við þann ávinning sem er í húfi. Heimildir um vistspor Íslendinga: http://skemman.is/stream/get/1946/5384/16167/1/Vistspor_%C3%8Dslands.pdf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Íslendingar eru neyslufrekasta þjóð heims. Það þýðir að engin önnur þjóð notar meira af auðlindum jarðar til að viðhalda lífsstíl sínum. Ef allir jarðarbúar myndu haga lífi sínu á sama hátt og meðal Íslendingurinn, þyrftum við sex jarðir til að anna eftirspurninni. En við eigum ekki sex jarðir – við eigum aðeins eina. Sú staðreynd er eina óbreytanlega stærðin í reikningsdæmi tilvistar okkar. Við Íslendingar tilheyrum ásamt öðrum íbúum Vesturlanda þeim tuttugu prósentum jarðarbúa sem nýta tæplega 90 prósent gæða jarðar. Á sama tíma njóta önnur 20 prósent jarðarbúa, þau sem fátækust eru, einungis tæplega tveggja prósenta þeirra gæða sem jörðin hefur upp á að bjóða. Á meðan við Íslendingar eyðum auðlindum jarðar á sexföldum endurnýjunarhraða náttúrunnar göngum við ekki aðeins á mannréttindi annarra jarðarbúa heldur gröfum við undan framtíð okkar eigin barna. Loftslagsbreytingar eru bein afleiðing ofneyslu mannsins á auðlindum jarðar og það getur enginn stöðvað þann vítahring nema við. Vísindaleg samstaða ríkir um þá spá að án alvarlegrar íhlutunar muni sífellt stærri hluti mannkyns þurfa að takast á við ofsafengnar náttúruhamfarir og skort – ekki síst skort á drykkjarvatni því miðað við framreiknaða bráðnun jökla mun ferskvatnsuppspretta 40% mannkyns hverfa á næstu áratugum. Hvað getum við gert? Við getum öll innt af hendi verulegt framlag með því að endurskoða lífsstílsval okkar og neysluvenjur, sem og afstöðu okkar til athafna sem skaða eða breyta náttúrunni varanlega. Hlýnun jarðar verður þó ekki stöðvuð nema með sterku samstilltu átaki þjóða.Blekking Einhverjir hafa bent á þá þversögn að til að stemma stigu við loftslagsbreytingum þurfi stjórnmálamenn að taka óvinsælar ákvarðanir sem skerði lífsgæði okkar og þar af leiðandi muni þeir stjórnmálamenn aldrei verða kjörnir. Þessi þversögn er blekking því hún skilgreinir lífsgæði út frá neyslu. Það vita það allir sem eru eldri en tvævetur að lífshamingjan finnst ekki í neysluvörum. Pólitískar ákvarðanir sem leggja höft á ofneyslu og útblástur gróðurhúsalofttegunda eru ákvarðanir sem stuðla að hreinna andrúmslofti, tryggara aðgengi að drykkjarvatni, stöðugri veðurskilyrðum, færri náttúruhamförum og almennt betri lífsskilyrðum allra jarðarbúa. Þeir sem ekki kjósa að horfa heildrænt á hlutina halda að þetta þýði afturhvarf til fortíðar, stöðnun lífshátta og andúð á tækniframförum. Nema síður sé. Tækniframförum ber að fagna. Þær hafa skilað okkur aukinni hagkvæmni í nýtingu auðlinda auk annarra augljósra kosta sem óþarfi er að tiltaka hér. Það sem vill hins vegar oft fylgja tækniframförum sem skila aukinni hagkvæmni í nýtingu auðlinda eru hin svokölluðu frákastsáhrif. Þau fela í sér að umhverfislegi ávinningurinn sem fæst við aukna hagkvæmni er notaður í aðra neyslu og eyðir því jafnfljótt ávinningnum. Þannig má ljóst vera að það sem til þarf er langt frá því að vera andstaða gegn tækni og vísindum. Það sem til þarf er hugarfarsbreyting þeirra sem njóta góðs af tækniframförum. Hugarfarsbreyting okkar allra. Hún felst meðal annars í því að finna út úr því hvernig tækniframfarir geta stuðlað að aukinni velferð allra í stað vaxtar sumra. Og þar er velferð jarðarinnar ekki undanskilin.Dvergvaxnar fórnir Baráttan gegn loftslagsbreytingum er því handan stjórnmálaskoðana og flokkspólitíkur – við eigum öll sameiginlegan viljann til að lifa af og búa börnum okkar góða framtíð. Stjórnmálamenn allra flokka þurfa að taka einarða afstöðu með mannfólkinu og þar með náttúrunni því tíminn til að bregðast við er núna. Löngu áður en sjálfbærni varð tískuorð höfðu frumbyggjar Norður-Ameríku tileinkað sér hugarfar sem fólst í að hugsa um afleiðingar allra gjörða sinna á lífsskilyrði sjöundu kynslóðarinnar sem erfa skyldi jörðina. Slíkur hugsanagangur er til eftirbreytni. Það getur hins vegar verið erfitt fyrir nútímamanninn sem vill allt í dag – og helst mikið af því – að setja sig í spor komandi kynslóða og velta fyrir sér hverjar afleiðingarnar af neysluvenjum hans munu verða. Ef slík hugsun er erfið þá er ljóst að hegðunarbreytingin verður enn erfiðari. Ef menn hins vegar staldra aðeins við og velta fyrir sér hvað efnishyggjan hefur fært þeim samanborið við hinar ýmsu einföldu hamingjustundir sem við öll þekkjum og kosta ekki neitt ætti öllum að vera ljóst að að þær breytingar sem þurfa að eiga sér stað eru dvergvaxnar fórnir miðað við þann ávinning sem er í húfi. Heimildir um vistspor Íslendinga: http://skemman.is/stream/get/1946/5384/16167/1/Vistspor_%C3%8Dslands.pdf
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun