Pólitískar ofsóknir á Alþingi Kristinn H. Gunnarsson skrifar 28. nóvember 2013 06:00 Það er miður að enn skuli vera efnt til pólitískra ofsókna á Alþingi. Allmargir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram tillögu um skipan sérstakrar rannsóknarnefndar. Athuga á störf ráðherra og embættismanna sem komu að samningaviðræðum við bresk og hollensk stjórnvöld vegna Icesave. Hér er augljóslega verið að hefna Landsdómsréttarhaldanna yfir Geir Haarde og spjótunum beint að Steingrími J. Sigfússyni og Svavari Gestssyni. Íslensk stjórnmál setja verulega ofan við þennan tillöguflutning og var ekki á það bætandi eftir þær pólitísku ofsóknir sem landsmenn máttu fylgjast með í sölum Alþingis á síðasta kjörtímabili. Þessi hefndarleiðangur mun ekki skila neinum gagni en mörgum ógagni, helst Alþingi sjálfu. Sérhver ráðherra og embættismaður sem komið hefur að viðræðum og samningum vegna Icesave-málsins frá upphafi hefur unnið sitt verk samkvæmt bestu vitund og með almannahag að leiðarljósi. Það er ómaklegt að halda öðru fram. Það er skiljanlegt að eftir stóráföll eins og fall bankakerfisins verði menn nokkuð ráðvilltir á stjórnmálasviðinu. En það fráleitasta var að alþingismenn stæðu sjálfir í hlutverki ákæruvaldsins og beittu því gegn pólitískum samherjum og andstæðingum. Eðlilegt framhald af skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, sem taldi að þrír ráðherrar hefðu sýnt af sér vanrækslu í störfum sínum, var að fela óvilhöllum aðilum rannsókn og eftir atvikum ákæruvald. Það var ekki gert og illt var gert verra með tillögu um ákæru á hendur Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, fyrrverandi utanríkisráðherra og oddvita Samfylkingarinnar. Þar var gengið gegn áliti rannsóknarnefndarinnar sem hafði komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til þess fjalla um hennar störf, þar sem utanríkisráðuneytið fór ekki með nein þau mál sem snertu efnahagsmál. Hún gæti ekki sem utanríkisráðherra hafa brotið eða vanrækt nein lagaákvæði. Benti rannsóknarnefndin á að þáttur hennar einskorðaðist við stöðu hennar sem pólitískur oddviti Samfylkingarinnar (7. bindi, bls 291).Uppgjör á pólitískum vettvangi Pólitískt hlutverk er án nokkurrar lagalegrar stöðu og uppgjör við þau störf fara aðeins fram á pólitískum vettvangi, svo sem innan flokks og í almennum þingkosningum. Ráðherrar fara almennt einir með vald yfir sínum málaflokkum og heyra ekki undir aðra ráðherra, hvað þá oddvita stjórnmálaflokka. Hins vegar hafa formenn stjórnarflokka hverju sinni lengi haft tilhneigingu til þess að halda sem flestum þráðum í sinni hendi og hafa viljað stjórna öðrum ráðherrum. Slík þróun nær því aðeins fram að ganga að ráðherrarnir og þingmenn samþykki og framkvæmi í störfum sínum annarra vilja. En þeirra verður alltaf lagalega ábyrgðin að lokum, en ekki pólitísku oddvitanna. Stjórnskipan landsins er skynsamleg og skýr og engin ástæða til þess að breyta henni. Vandinn liggur í undirgefnum þingmönnum sem afhenda formönnum í stjórnmálaflokkunum meiri áhrif en stjórnarskráin mælir fyrir um. Aðförin að Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur er einsdæmi í íslenskri stjórnmálasögu. Þrátt fyrir að hún axlaði strax pólitíska ábyrgð og steig af stjórnmálasviðinu var reynt að draga hana fyrir Landsdóm sem átti að breytast í pólitískan Hæstarétt og úrskurða um störf formanns Samfylkingarinnar. Ákærur á hendur öðrum fyrrverandi ráðherrum beindust að vanrækslu á störfum þeirra sem ráðherra og meint brot á lagalegum skyldum, en ekki að pólitísku hlutverki þeirra. Of margir þingmenn í of mörgum flokkum reyndust ekki valda ábyrgð sinni og blönduðu saman pólitísku hlutverki og opinberum skyldum ráðherra. Eflaust voru ástæður þeirra margvíslegar og sumar jafnvel settar fram í góðri trú. En það sama má segja um galdrabrennur 17. aldarinnar. Hver svo sem rökin hafa verið þá verður niðurstaðan alltaf sú sama, að fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar sætti grófum pólitískum ofsóknum. Sjálfstæðismenn stóðu þá gegn skrípaleik pólitískra réttarhalda og tillagan var að lokum felld. Þeir munu gera sjálfum sér og íslenskum stjórnmálum mest gagn með því að forðast sömu mistök og fyrrverandi stjórnarflokkar bera ábyrgð á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Landsdómur Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Sjá meira
Það er miður að enn skuli vera efnt til pólitískra ofsókna á Alþingi. Allmargir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram tillögu um skipan sérstakrar rannsóknarnefndar. Athuga á störf ráðherra og embættismanna sem komu að samningaviðræðum við bresk og hollensk stjórnvöld vegna Icesave. Hér er augljóslega verið að hefna Landsdómsréttarhaldanna yfir Geir Haarde og spjótunum beint að Steingrími J. Sigfússyni og Svavari Gestssyni. Íslensk stjórnmál setja verulega ofan við þennan tillöguflutning og var ekki á það bætandi eftir þær pólitísku ofsóknir sem landsmenn máttu fylgjast með í sölum Alþingis á síðasta kjörtímabili. Þessi hefndarleiðangur mun ekki skila neinum gagni en mörgum ógagni, helst Alþingi sjálfu. Sérhver ráðherra og embættismaður sem komið hefur að viðræðum og samningum vegna Icesave-málsins frá upphafi hefur unnið sitt verk samkvæmt bestu vitund og með almannahag að leiðarljósi. Það er ómaklegt að halda öðru fram. Það er skiljanlegt að eftir stóráföll eins og fall bankakerfisins verði menn nokkuð ráðvilltir á stjórnmálasviðinu. En það fráleitasta var að alþingismenn stæðu sjálfir í hlutverki ákæruvaldsins og beittu því gegn pólitískum samherjum og andstæðingum. Eðlilegt framhald af skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, sem taldi að þrír ráðherrar hefðu sýnt af sér vanrækslu í störfum sínum, var að fela óvilhöllum aðilum rannsókn og eftir atvikum ákæruvald. Það var ekki gert og illt var gert verra með tillögu um ákæru á hendur Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, fyrrverandi utanríkisráðherra og oddvita Samfylkingarinnar. Þar var gengið gegn áliti rannsóknarnefndarinnar sem hafði komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til þess fjalla um hennar störf, þar sem utanríkisráðuneytið fór ekki með nein þau mál sem snertu efnahagsmál. Hún gæti ekki sem utanríkisráðherra hafa brotið eða vanrækt nein lagaákvæði. Benti rannsóknarnefndin á að þáttur hennar einskorðaðist við stöðu hennar sem pólitískur oddviti Samfylkingarinnar (7. bindi, bls 291).Uppgjör á pólitískum vettvangi Pólitískt hlutverk er án nokkurrar lagalegrar stöðu og uppgjör við þau störf fara aðeins fram á pólitískum vettvangi, svo sem innan flokks og í almennum þingkosningum. Ráðherrar fara almennt einir með vald yfir sínum málaflokkum og heyra ekki undir aðra ráðherra, hvað þá oddvita stjórnmálaflokka. Hins vegar hafa formenn stjórnarflokka hverju sinni lengi haft tilhneigingu til þess að halda sem flestum þráðum í sinni hendi og hafa viljað stjórna öðrum ráðherrum. Slík þróun nær því aðeins fram að ganga að ráðherrarnir og þingmenn samþykki og framkvæmi í störfum sínum annarra vilja. En þeirra verður alltaf lagalega ábyrgðin að lokum, en ekki pólitísku oddvitanna. Stjórnskipan landsins er skynsamleg og skýr og engin ástæða til þess að breyta henni. Vandinn liggur í undirgefnum þingmönnum sem afhenda formönnum í stjórnmálaflokkunum meiri áhrif en stjórnarskráin mælir fyrir um. Aðförin að Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur er einsdæmi í íslenskri stjórnmálasögu. Þrátt fyrir að hún axlaði strax pólitíska ábyrgð og steig af stjórnmálasviðinu var reynt að draga hana fyrir Landsdóm sem átti að breytast í pólitískan Hæstarétt og úrskurða um störf formanns Samfylkingarinnar. Ákærur á hendur öðrum fyrrverandi ráðherrum beindust að vanrækslu á störfum þeirra sem ráðherra og meint brot á lagalegum skyldum, en ekki að pólitísku hlutverki þeirra. Of margir þingmenn í of mörgum flokkum reyndust ekki valda ábyrgð sinni og blönduðu saman pólitísku hlutverki og opinberum skyldum ráðherra. Eflaust voru ástæður þeirra margvíslegar og sumar jafnvel settar fram í góðri trú. En það sama má segja um galdrabrennur 17. aldarinnar. Hver svo sem rökin hafa verið þá verður niðurstaðan alltaf sú sama, að fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar sætti grófum pólitískum ofsóknum. Sjálfstæðismenn stóðu þá gegn skrípaleik pólitískra réttarhalda og tillagan var að lokum felld. Þeir munu gera sjálfum sér og íslenskum stjórnmálum mest gagn með því að forðast sömu mistök og fyrrverandi stjórnarflokkar bera ábyrgð á.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun