Handbolti

Toppsætið í húfi í Hafnarfjarðarslagnum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sigurbergur Sveinsson, leikmaður Hauka.
Sigurbergur Sveinsson, leikmaður Hauka.
Einn af stærri íþróttaviðburðum hvers árs á Íslandi er viðureign FH og Hauka í handbolta. Þá er ávallt gríðarlega vel mætt og mikil stemning.

Það skemmir ekki fyrir slag þessara liða í Olís-deildinni í kvöld að þarna mætast tvö efstu lið deildarinnar. Þau eru bæði með þrettán stig og toppsætið er því í húfi ásamt montréttinum að sjálfsögðu.

Haukar unnu fyrri leik liðanna á Ásvöllum með fimm marka mun, 25-20, þannig að FH-ingar hyggja eðlilega á hefndir á heimavelli sínum.

FH vann tvo af þremur leikjum þessara félaga í fyrra. Báðir sigrarnir komu á Ásvöllum.

Fimleikafélagið steinlá aftur á móti í heimaleik sínum, 18-31, og það tap situr enn í stuðningsmönnum félagsins.

Tveir aðrir leikir fara fram í kvöld. Klukkan 19.00 tekur ÍR á móti HK. Hálftíma síðar hefst leikur Fram og Vals og klukkan 20.00 hefst svo Hafnarfjarðarslagurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×