Spennutryllir um rafrænar ofsóknir Friðrika Benónýsdóttir skrifar 8. nóvember 2013 11:00 Sindri Freysson skrifar um rafrænar ofsóknir. Fréttablaðið/Valli Blindhríð, nýjasta skáldsaga Sindra Freyssonar, kemur út í dag. Sindri segir bókina á mörkum hefðbundinnar skáldsögu og spennutryllis, en viðfangsefnið er rafrænar ofsóknir, bæði út frá sjónarhóli geranda og fórnarlambs. „Sagan fjallar um landskunnan veðurfréttamann sem verður fyrir rafrænum ofsóknum og ég er að stúdera áhrif þess á hann og hans tilveru. Síðan er ég svolítið að velta fyrir mér ofsækjandanum og hvað það er sem knýr hann áfram.“ Sindri segist hafa lagst í þó nokkrar rannsóknir á fyrirbærinu við vinnslu bókarinnar og komist að ýmsu sem hann ekki vissi fyrir. „Þegar ég kannaði þessi mál kom skýrt fram að fórnarlömb rafrænna ofsókna eða eineltis upplifa oft mikil sálræn áföll, sem og líkamleg og tilfinningaleg viðbrögð, vegna ofsóknanna. Þar á meðal geta verið breytingar á svefn- og matarvenjum, martraðir, kvíði, að finna til hjálparleysis, ofurárvekni, ótti um eigið öryggi, áfall og vantrú,“ segir Sindri. „Ofsækjandinn heldur sig hins vegar til hlés, felur sig bak við dulnefni á netinu og reynir að virkja annað fólk, málinu óviðkomandi og óafvitandi, til að verða þátttakendur í ofsóknunum.“Það vekur líka athygli að ofsækjandinn er kona, má það? „Já, er það ekki? Í þessu fórnarlambalitrófi sem við þekkjum úr ýmsum áttum er því oft haldið fram að það séu eingöngu karlmenn sem séu gerendur í ofbeldismálum, en það er fjarri lagi. Ef maður skoðar niðurstöður rannsókna kemur í ljós að hlutföllin eru næstum 50/50. Mér fannst það þess vegna eiginlega of klisjukennt að kona væri fórnarlamb einhvers karlpungs sem vildi henni illt.“ Sindri segist hafa tekið þá ákvörðun að láta sögutímann vera fyrir tíma Facebook, linkedin, google+ „og hvað þetta nú heitir allt saman“. Með tilkomu þeirra hafi varnarleysi fórnarlamba rafrænna ofsókna orðið algert og allar gáttir opnast með skelfilegum afleiðingum eins og ítrekað hafi komið fram í fréttum undanfarið. En hvernig skilgreinir hann rafrænar ofsóknir? „Þær byrja kannski sem sakleysisleg samskipti en brjóta síðan af sér öll viðtekin mörk, verða óviðráðanlegar og þegar fram líður jafnvel hættulegar. Rafræni ofsækjandinn getur síðan mætt á staðinn til að beita raunverulegu líkamlegu ofbeldi. Rafrænu ofsóknirnar eru þá eins og forleikur að lokaárásinni. Hann eða hún eru rándýr klædd í rafrænan feld og svífast einskis. Ofsóknir geta staðið yfir árum saman og stigmagnast með hverri árás. Fórnarlömbin einangrast oft, missa vinnuna, tengsl við fjölskyldu og vini rofna og svo framvegis. En ég tek það fram að þó að ég hafi lagt í heilmikla rannsóknarvinnu á fyrirbærinu er Blindhríð ekki nein fræðileg úttekt á rafrænum ofsóknum, þær eru bara bakgrunnur eða efniviður sálfræðilegrar spennusögu, hreyfiafl atburðanna.“ Hvernig kviknaði þessi hugmynd? Hefur þú sjálfur orðið fyrir slíkum ofsóknum? „Ja, án þess að ég vilji fara nánar út í það þá lenti ég í því fyrir langa löngu að manneskja sem ég kærði mig ekki um samskipti við tók ekkert mark á höfnuninni og hélt áfram að hrella mig þar til ég ég skipti um símanúmer. Það má segja að það hafi orðið kveikjan að þessari sögu þótt hugmyndin hafi ekki fullmótast fyrr en löngu síðar. Sambandið á milli ofsækjandans og hins ofsótta vakti kannski fyrst áhuga minn á þessu efni. Kaldhæðnin er síðan sú að eltihrellir sækist oftar en ekki eftir nánd, vill koma á nánu, ástríku sambandi við fórnarlamb sitt – en beitir þessum skæðu og kvalafullu aðferðum til að nálgast viðfang „ástsýki“ sinnar. Viðkomandi telur fórnarlambið vera langþráðan sálufélaga og að þeim sé skapað að vera saman. Eltihrellirinn kann að túlka hvert einasta viðbragð frá fórnarlambinu, jafnvel neikvætt, sem hvatningu um að halda uppteknum hætti. Þannig missir skotspónn ofsóknanna öll vopn og alla von um að stöðva viðkomandi með hefðbundnum aðferðum. Það er þá sem fólk þarf að grípa til óvenjulegra vopna.“ Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Blindhríð, nýjasta skáldsaga Sindra Freyssonar, kemur út í dag. Sindri segir bókina á mörkum hefðbundinnar skáldsögu og spennutryllis, en viðfangsefnið er rafrænar ofsóknir, bæði út frá sjónarhóli geranda og fórnarlambs. „Sagan fjallar um landskunnan veðurfréttamann sem verður fyrir rafrænum ofsóknum og ég er að stúdera áhrif þess á hann og hans tilveru. Síðan er ég svolítið að velta fyrir mér ofsækjandanum og hvað það er sem knýr hann áfram.“ Sindri segist hafa lagst í þó nokkrar rannsóknir á fyrirbærinu við vinnslu bókarinnar og komist að ýmsu sem hann ekki vissi fyrir. „Þegar ég kannaði þessi mál kom skýrt fram að fórnarlömb rafrænna ofsókna eða eineltis upplifa oft mikil sálræn áföll, sem og líkamleg og tilfinningaleg viðbrögð, vegna ofsóknanna. Þar á meðal geta verið breytingar á svefn- og matarvenjum, martraðir, kvíði, að finna til hjálparleysis, ofurárvekni, ótti um eigið öryggi, áfall og vantrú,“ segir Sindri. „Ofsækjandinn heldur sig hins vegar til hlés, felur sig bak við dulnefni á netinu og reynir að virkja annað fólk, málinu óviðkomandi og óafvitandi, til að verða þátttakendur í ofsóknunum.“Það vekur líka athygli að ofsækjandinn er kona, má það? „Já, er það ekki? Í þessu fórnarlambalitrófi sem við þekkjum úr ýmsum áttum er því oft haldið fram að það séu eingöngu karlmenn sem séu gerendur í ofbeldismálum, en það er fjarri lagi. Ef maður skoðar niðurstöður rannsókna kemur í ljós að hlutföllin eru næstum 50/50. Mér fannst það þess vegna eiginlega of klisjukennt að kona væri fórnarlamb einhvers karlpungs sem vildi henni illt.“ Sindri segist hafa tekið þá ákvörðun að láta sögutímann vera fyrir tíma Facebook, linkedin, google+ „og hvað þetta nú heitir allt saman“. Með tilkomu þeirra hafi varnarleysi fórnarlamba rafrænna ofsókna orðið algert og allar gáttir opnast með skelfilegum afleiðingum eins og ítrekað hafi komið fram í fréttum undanfarið. En hvernig skilgreinir hann rafrænar ofsóknir? „Þær byrja kannski sem sakleysisleg samskipti en brjóta síðan af sér öll viðtekin mörk, verða óviðráðanlegar og þegar fram líður jafnvel hættulegar. Rafræni ofsækjandinn getur síðan mætt á staðinn til að beita raunverulegu líkamlegu ofbeldi. Rafrænu ofsóknirnar eru þá eins og forleikur að lokaárásinni. Hann eða hún eru rándýr klædd í rafrænan feld og svífast einskis. Ofsóknir geta staðið yfir árum saman og stigmagnast með hverri árás. Fórnarlömbin einangrast oft, missa vinnuna, tengsl við fjölskyldu og vini rofna og svo framvegis. En ég tek það fram að þó að ég hafi lagt í heilmikla rannsóknarvinnu á fyrirbærinu er Blindhríð ekki nein fræðileg úttekt á rafrænum ofsóknum, þær eru bara bakgrunnur eða efniviður sálfræðilegrar spennusögu, hreyfiafl atburðanna.“ Hvernig kviknaði þessi hugmynd? Hefur þú sjálfur orðið fyrir slíkum ofsóknum? „Ja, án þess að ég vilji fara nánar út í það þá lenti ég í því fyrir langa löngu að manneskja sem ég kærði mig ekki um samskipti við tók ekkert mark á höfnuninni og hélt áfram að hrella mig þar til ég ég skipti um símanúmer. Það má segja að það hafi orðið kveikjan að þessari sögu þótt hugmyndin hafi ekki fullmótast fyrr en löngu síðar. Sambandið á milli ofsækjandans og hins ofsótta vakti kannski fyrst áhuga minn á þessu efni. Kaldhæðnin er síðan sú að eltihrellir sækist oftar en ekki eftir nánd, vill koma á nánu, ástríku sambandi við fórnarlamb sitt – en beitir þessum skæðu og kvalafullu aðferðum til að nálgast viðfang „ástsýki“ sinnar. Viðkomandi telur fórnarlambið vera langþráðan sálufélaga og að þeim sé skapað að vera saman. Eltihrellirinn kann að túlka hvert einasta viðbragð frá fórnarlambinu, jafnvel neikvætt, sem hvatningu um að halda uppteknum hætti. Þannig missir skotspónn ofsóknanna öll vopn og alla von um að stöðva viðkomandi með hefðbundnum aðferðum. Það er þá sem fólk þarf að grípa til óvenjulegra vopna.“
Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira