Handbolti

Kannski fulllangt gengið hjá Gunnari Steini

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Aron Kristjánsson.
Aron Kristjánsson.
Gunnar Steinn Jónsson, leikmaður franska liðsins Nantes, hefur ekki enn fengið tækifæri með landsliðinu þó svo hann hafi staðið sig vel með félagsliði sínu. Miðjumaðurinn sagði í viðtali við Fréttablaðið í sumar að hann ætti skilið að fá tækifæri.

Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, er viðmælandi vikunnar í Sportspjallinu og Guðjón Guðmundsson bar þessi ummæli undir landsliðsþjálfarann.

„Ég tel ekki svo vera að við séum að ganga fram hjá honum. Hann er aftur á móti leikmaður sem ég er að fylgjast með og gæti komið inn í framtíðinni. Hann er í erfiðri samkeppni því leikmennirnir í hans stöðu er gríðarlega sterkir,“ segir Aron en þeir sem fyrir eru á miðjunni eru þeir Snorri Steinn Guðjónsson, Aron Pálmarsson og Arnór Atlason.

„Það eru takmörk fyrir því hvað er hægt að vera með marga leikstjórnendur í hópnum. Þessir strákar sem eru þarna í dag eru einfaldlega betri en Gunnar. Þetta var kannski fulllangt gengið hjá honum.“

Sportspjallið fer í loftið á Vísi í hádeginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×