Regnbogalisti í vor Stefán Jón Hafstein skrifar 2. nóvember 2013 06:00 Á einum degi breyttust stjórnmálin í höfuðborginni. Stórt óvissugap tók við þar sem áður stóð skrifað að Besti flokkurinn undir forystu Jóns Gnarr stæði sterkastur allra. Enginn augljós kraftur fyllir þetta tóm sjálfkrafa. Nú er veður til að skapa.Skylda félagshyggjuafla Með því að sameinast um framboð í borginni munu VG, Samfylking og Björt framtíð brjóta af sér tilvistarkreppuna sem kjósendur skópu þeim í alþingiskosningunum í vor. Verði inntakið rétt. Framboð um bætt lýðræði, umhverfi, jafnrétti og batnandi borg á mikla möguleika í vor. Sé það ekki byggt á niðurnjörvuðum hugmyndum um „flokkasamstarf“ heldur einlægum vilja til að bjóða borgarbúum öllum (sem upp til hópa eru ekki í stjórnmálaflokki) til uppbyggilegrar samræðu og samráðs um hvert beri að stefna. Og skapa til þess tæki sem dugar út næsta kjörtímabil og áfram. Nú hafa félagshyggjuflokkarnir tækifæri til að læra af útreiðinni í síðustu borgarstjórnarkosningum og aftur í vor leið þegar þeim var hafnað í alþingiskosningum. Umbreyta sjálfum sér og endurheimta traust og umboð til góðra verka.Ef ekki núna – þá hvenær? Ég horfði á „kappræður“ forystumanna kvöldið fyrir kosningar í vor. Kata Jak, Árni Páll, Gummi Steingríms. Hvers vegna keppir þetta fólk hvert við annað þegar svo margt sameinar þau? Bætum við Lýðræðisvaktinni, Dögun og Pírötum auk nokkurra í viðbót og við höfum breiða fylkingu samfélagslega þenkjandi fólks sem í pólitísku eðli sínu er hugsjónafólk fyrir almannahagsmunum, jafnræði og frjálslyndu samfélagi sem byggir á jöfnuði. Ólíkt fólk, vissulega. Já, en, þúsundir atkvæða falla dauð, fleiri en nokkru sinni fyrr vegna þess að hin ýmsu framborðsform eru yfirsterkari inntakinu. Þetta er móðgun við allt félagslega þenkjandi fólk. Nú bíður borgin eftir breyttu mynstri.Reykjavíkurlisti – Regnbogalisti? Í vor verða 20 ár frá því ég tók þátt í að skapa Reykjavíkurlista, ásamt hundruðum manna innan fjögurra flokka og utan. Sögulegur sigur fór í hönd og þrjú kjörtímabil sem breyttu borginni. Tveimur árum eftir sigur Reykjavíkurlistans bauð kjarni þess hóps fram sundraður í alþingiskosningum og beið afhroð sem er svipað því sem álíka öfl fengu í vor leið. Endalaus ríkisstjórn Framsóknar og íhalds tók við. Er ekki lærdómur í þessu fólginn? Erum við dæmd til að endurtaka stöðugt sömu mistökin og einkenndu nánast alla tuttugustu öldina á þeirri tuttugustu og fyrstu? Regnbogalistinn bíður þess að verða borinn fram í vor.Hvernig? Ég vil ekki eyðileggja hugmyndina með því að útfæra hana. Segi aðeins að þessir þrír flokkar eigi að ákveða framboð og bjóða fleirum með sér að því frágengnu. Breiða út faðm, brosa og boða nýja tíð. Laða fram það besta í öllum og sýna örlæti við hvert annað. Samkvæmt nýjstu skoðanakönnun á landsvísu hafa Samfylking, VG, BF og Píratar samtals um 50% fylgi. Ég mæli af talsverðri reynslu þegar ég fullyrði að þessu sé hægt að breyta í 55-60% fylgi í borgarstjórnarkosningum. Ekki með því að leggja saman rýran höfuðstól hvers og eins heldur með því að skapa nýja heild sem er stærri en summan af pörtunum. Af því að það er það sem fólkið vill. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Jón Hafstein Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Sjá meira
Á einum degi breyttust stjórnmálin í höfuðborginni. Stórt óvissugap tók við þar sem áður stóð skrifað að Besti flokkurinn undir forystu Jóns Gnarr stæði sterkastur allra. Enginn augljós kraftur fyllir þetta tóm sjálfkrafa. Nú er veður til að skapa.Skylda félagshyggjuafla Með því að sameinast um framboð í borginni munu VG, Samfylking og Björt framtíð brjóta af sér tilvistarkreppuna sem kjósendur skópu þeim í alþingiskosningunum í vor. Verði inntakið rétt. Framboð um bætt lýðræði, umhverfi, jafnrétti og batnandi borg á mikla möguleika í vor. Sé það ekki byggt á niðurnjörvuðum hugmyndum um „flokkasamstarf“ heldur einlægum vilja til að bjóða borgarbúum öllum (sem upp til hópa eru ekki í stjórnmálaflokki) til uppbyggilegrar samræðu og samráðs um hvert beri að stefna. Og skapa til þess tæki sem dugar út næsta kjörtímabil og áfram. Nú hafa félagshyggjuflokkarnir tækifæri til að læra af útreiðinni í síðustu borgarstjórnarkosningum og aftur í vor leið þegar þeim var hafnað í alþingiskosningum. Umbreyta sjálfum sér og endurheimta traust og umboð til góðra verka.Ef ekki núna – þá hvenær? Ég horfði á „kappræður“ forystumanna kvöldið fyrir kosningar í vor. Kata Jak, Árni Páll, Gummi Steingríms. Hvers vegna keppir þetta fólk hvert við annað þegar svo margt sameinar þau? Bætum við Lýðræðisvaktinni, Dögun og Pírötum auk nokkurra í viðbót og við höfum breiða fylkingu samfélagslega þenkjandi fólks sem í pólitísku eðli sínu er hugsjónafólk fyrir almannahagsmunum, jafnræði og frjálslyndu samfélagi sem byggir á jöfnuði. Ólíkt fólk, vissulega. Já, en, þúsundir atkvæða falla dauð, fleiri en nokkru sinni fyrr vegna þess að hin ýmsu framborðsform eru yfirsterkari inntakinu. Þetta er móðgun við allt félagslega þenkjandi fólk. Nú bíður borgin eftir breyttu mynstri.Reykjavíkurlisti – Regnbogalisti? Í vor verða 20 ár frá því ég tók þátt í að skapa Reykjavíkurlista, ásamt hundruðum manna innan fjögurra flokka og utan. Sögulegur sigur fór í hönd og þrjú kjörtímabil sem breyttu borginni. Tveimur árum eftir sigur Reykjavíkurlistans bauð kjarni þess hóps fram sundraður í alþingiskosningum og beið afhroð sem er svipað því sem álíka öfl fengu í vor leið. Endalaus ríkisstjórn Framsóknar og íhalds tók við. Er ekki lærdómur í þessu fólginn? Erum við dæmd til að endurtaka stöðugt sömu mistökin og einkenndu nánast alla tuttugustu öldina á þeirri tuttugustu og fyrstu? Regnbogalistinn bíður þess að verða borinn fram í vor.Hvernig? Ég vil ekki eyðileggja hugmyndina með því að útfæra hana. Segi aðeins að þessir þrír flokkar eigi að ákveða framboð og bjóða fleirum með sér að því frágengnu. Breiða út faðm, brosa og boða nýja tíð. Laða fram það besta í öllum og sýna örlæti við hvert annað. Samkvæmt nýjstu skoðanakönnun á landsvísu hafa Samfylking, VG, BF og Píratar samtals um 50% fylgi. Ég mæli af talsverðri reynslu þegar ég fullyrði að þessu sé hægt að breyta í 55-60% fylgi í borgarstjórnarkosningum. Ekki með því að leggja saman rýran höfuðstól hvers og eins heldur með því að skapa nýja heild sem er stærri en summan af pörtunum. Af því að það er það sem fólkið vill.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun