Orkumál: Vantar í umræðuna? Ari Trausti Guðmundsson skrifar 25. október 2013 06:00 Margar blikur eru á lofti þegar kemur að jákvæðum og neikvæðum þáttum í umræðu um sæstreng til meginlandsins. Í ágætri grein og yfirliti Fréttablaðsins um málefnið og einnig í leiðara 23. október vantar höfuðatriði: Getu orkuauðlinda til að standa bæði undir útflutningi raforku og nýtingu innanlands (að því gefnu að fjögur stóriðjuver starfi eins og nú). Reyndar yfirsést flestum þetta atriði þegar sæstrenginn ber á góma í fjölmiðlum, með sín 500-1000 MW. Staðreyndir eru einfaldar. Með núverandi tækni í jarðhitavinnslu og með nýtingu vatnsorkuvera, eru framleiddar um 17 terawattstundir með afli um það bil 2600 MW. Sennilega er unnt að bæta við, með sæmilegri skynsemi og eftir átök andstæðra sjónarmiða í orkumálum, 1500 til 2000 MW, eftir því sem skýrslur telja, enda hámarksorkuvinnsla þar sögð 30-35 TWst. Kannski minna? Nú er þess að gæta að 500-600 MW þarf til þess að mæta fólksfjölgun og hefðbundnum iðnaði og tækniþróun fram til ársins 2050. Ef til vill er talan í lægsta lagi. Ef gera á Ísland næstum sjálfbært um eldsneyti á vélar (alkóhól, lífdísill, vetni o.s.frv) þarf einhver hundruð megawött á sama tíma. Komi inn gagnaver, nýjar áætlanir um stórfellda matvælavinnslu með jarðhita, og fleira framsækið og í anda nýsköpunar, má gera ráð fyrir að á vanti mörg hundruð megawött. Hvað er þá orðið til skiptanna handa meginlandsbúum?Orkuþörf Íslendinga Rætt er um núverandi umframafl (200-300 MW) sem engum gagnast og henti í sæstreng. Skýringin er annars vegar lítil nýuppbygging í orkukrefjandi iðnaði vegna kreppunnar (nema fiskimjölsverksmiðjur sem búið er að rafvæða að mestu) og sú staðreynd að orkuver á austanverðu landinu eru afar illa tengd orkuverum á sunnan- og suðvestanverðu landinu. Gildir einu hvort menn tali með eða á móti nýjum virkjunum, málmiðjuverum og stækkun þeirra gömlu. Auðvitað verður að ræða á upplýstan hátt um sæstreng í þessu ljósi. Orkuþörf Íslendinga sjálfra næstu 30-60 árin á að vera með í myndinni. Ekki dugar að vísa til djúpborunarverkefnisins (IDDP). Útkoman þar er með öllu óljós. Um leið er kominn tími til að fara í saumana á öðrum orkuvinnsluleiðum svo sem vindorku og sjávarfallaorku. Vindorkuver sæta gagnrýni, ekki aðeins fyrir stærð og sjónmengun, heldur mun fremur fyrir að vera ekki sérlega vistvæn. Ástæðan er sú að menn hafa tekið til við að greina lífsferil plast- og málmrisanna, þ.e. kostnað og umhverfisáhrif þeirra frá „vöggu til grafar“ og með tilliti til endingartíma. Þau spil verður að leggja á borðið samhliða sjálfsögðum og áhugaverðum prófunum á Íslandi sem nú fara fram. Sennilega er tíföld sú orka fólgin í sjávarstraumum við Ísland sem fyrirfinnst með núverandi tækni á landi. Tilraunir með nýja, íslenska gerð hverfla til að knýja rafala á kafi í sjó eru áhugaverðar og þarfnast meiri stuðnings. Sama má segja um svokallaðar varmadælur sem henta stökum byggingum víða um land. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Margar blikur eru á lofti þegar kemur að jákvæðum og neikvæðum þáttum í umræðu um sæstreng til meginlandsins. Í ágætri grein og yfirliti Fréttablaðsins um málefnið og einnig í leiðara 23. október vantar höfuðatriði: Getu orkuauðlinda til að standa bæði undir útflutningi raforku og nýtingu innanlands (að því gefnu að fjögur stóriðjuver starfi eins og nú). Reyndar yfirsést flestum þetta atriði þegar sæstrenginn ber á góma í fjölmiðlum, með sín 500-1000 MW. Staðreyndir eru einfaldar. Með núverandi tækni í jarðhitavinnslu og með nýtingu vatnsorkuvera, eru framleiddar um 17 terawattstundir með afli um það bil 2600 MW. Sennilega er unnt að bæta við, með sæmilegri skynsemi og eftir átök andstæðra sjónarmiða í orkumálum, 1500 til 2000 MW, eftir því sem skýrslur telja, enda hámarksorkuvinnsla þar sögð 30-35 TWst. Kannski minna? Nú er þess að gæta að 500-600 MW þarf til þess að mæta fólksfjölgun og hefðbundnum iðnaði og tækniþróun fram til ársins 2050. Ef til vill er talan í lægsta lagi. Ef gera á Ísland næstum sjálfbært um eldsneyti á vélar (alkóhól, lífdísill, vetni o.s.frv) þarf einhver hundruð megawött á sama tíma. Komi inn gagnaver, nýjar áætlanir um stórfellda matvælavinnslu með jarðhita, og fleira framsækið og í anda nýsköpunar, má gera ráð fyrir að á vanti mörg hundruð megawött. Hvað er þá orðið til skiptanna handa meginlandsbúum?Orkuþörf Íslendinga Rætt er um núverandi umframafl (200-300 MW) sem engum gagnast og henti í sæstreng. Skýringin er annars vegar lítil nýuppbygging í orkukrefjandi iðnaði vegna kreppunnar (nema fiskimjölsverksmiðjur sem búið er að rafvæða að mestu) og sú staðreynd að orkuver á austanverðu landinu eru afar illa tengd orkuverum á sunnan- og suðvestanverðu landinu. Gildir einu hvort menn tali með eða á móti nýjum virkjunum, málmiðjuverum og stækkun þeirra gömlu. Auðvitað verður að ræða á upplýstan hátt um sæstreng í þessu ljósi. Orkuþörf Íslendinga sjálfra næstu 30-60 árin á að vera með í myndinni. Ekki dugar að vísa til djúpborunarverkefnisins (IDDP). Útkoman þar er með öllu óljós. Um leið er kominn tími til að fara í saumana á öðrum orkuvinnsluleiðum svo sem vindorku og sjávarfallaorku. Vindorkuver sæta gagnrýni, ekki aðeins fyrir stærð og sjónmengun, heldur mun fremur fyrir að vera ekki sérlega vistvæn. Ástæðan er sú að menn hafa tekið til við að greina lífsferil plast- og málmrisanna, þ.e. kostnað og umhverfisáhrif þeirra frá „vöggu til grafar“ og með tilliti til endingartíma. Þau spil verður að leggja á borðið samhliða sjálfsögðum og áhugaverðum prófunum á Íslandi sem nú fara fram. Sennilega er tíföld sú orka fólgin í sjávarstraumum við Ísland sem fyrirfinnst með núverandi tækni á landi. Tilraunir með nýja, íslenska gerð hverfla til að knýja rafala á kafi í sjó eru áhugaverðar og þarfnast meiri stuðnings. Sama má segja um svokallaðar varmadælur sem henta stökum byggingum víða um land.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar