Sanngjarnt og réttlátt þjóðfélag Ingimar Einarsson skrifar 24. október 2013 06:00 Um langa hríð hefur það verið eitt helsta viðfangsefni stjórnmála að byggja upp og viðhalda sanngjörnu og réttlátu samfélagi. Góð heilbrigðisþjónusta hefur verið talin einn af hornsteinum hvers velferðarþjóðfélags. Sátt hefur ríkt um að fyrir meginþætti heilbrigðisþjónustunnar skuli greitt með sköttum og að borgararnir gætu treyst því að þeim væri veitt viðeigandi þjónusta þegar þeir þyrftu á rannsóknum, meðferð eða endurhæfingu að halda. Um þetta hefur ríkt eins konar sáttmáli í áratugi. Það hefur því vakið nokkra undrun hversu mikið fólk greiðir nú orðið úr eigin vasa fyrir þjónustu heilbrigðiskerfisins. Á síðustu áratugum liðinnar aldar var oft rætt um að endurskoða þyrfti almannatryggingakerfið og breyta greiðsluþátttökukerfinu og aðlaga það betur að þörfum þeirra sem veikastir væru og þurfa mest á heilbrigðisþjónustu að halda. Það var þó ekki fyrr en árið 2007 sem þáverandi heilbrigðisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, setti á laggirnar nefnd sem ætlað var að koma á nýju greiðsluþátttökukerfi fyrir lyf og aðra heilbrigðisþjónustu. Nefndin, sem kennd var við formann hennar, Pétur Blöndal alþingismann, safnaði miklum upplýsingum og framkvæmdi um leið umfangsmikla greiningu á almannatryggingunum og greiðslum fólks fyrir heilbrigðisþjónustu. Pétursnefndin varð ekki langlíf því arftaki Guðlaugs Þórs, Ögmundur Jónasson, fylgdi ekki sömu forgangsröðun og fyrirrennari hans. Nefndarstarfinu var því sjálfhætt þegar ekki var veitt fé til verkefnisins á fjárlögum ársins 2009. Í framhaldinu var samt sem áður komið á fót vinnuhópi sem vann áfram tillögu að greiðsluþátttökukerfi fyrir lyf. Lög þess efnis voru samþykkt á árinu 2012, en kerfið var síðan tekið í notkun 4. maí 2013.Háar upphæðir Fljótlega kom í ljós óánægja með nýja lyfjagreiðsluþátttökukerfið og sneri hún einkum að því að tilteknir sjúklingahópar töldu erfitt að standa undir þeim greiðslum sem lagðar eru á þá samkvæmt hinu nýja kerfi. Krabbameinsfélag Íslands benti til dæmis á að margir krabbameinssjúklingar yrðu nú að greiða háar upphæðir fyrir lyf sem þeir fengu áður ókeypis eða verulega niðurgreidd. Við útfærslu hins nýja greiðsluþátttökukerfis hafi ekki verið gætt nægjanlega að því að verja alvarlega veikt fólk fyrir háum og vaxandi heilbrigðiskostnaði. Í lok ágúst 2013 skipaði nýr heilbrigðisráðherra, Kristján Þór Júlíusson, nefnd til að kanna forsendur fyrir því að fella saman margvíslega heilbrigðisþjónustu undir eitt niðurgreiðslu- og afsláttarfyrirkomulag. Formaður nefndarinnar er nú sem fyrr þingmaðurinn Pétur Blöndal. Nú þegar hafa verið boðaðar breytingar á lyfgreiðsluþátttökukerfinu sem fela í sér að sjúkratryggingar greiða sjálfkrafa lyfjakostnað þegar árlegum hámarkskostnaði er náð. Það var því forvitnilegt að heyra viðtal við Pétur Blöndal á einni af síðdegisrásunum fyrir nokkru. Á öldum ljósvakans var Pétur að gæla við þá hugmynd að fólk myndi borga allt að 120 þúsund krónur á ári, hvert og eitt, fyrir heilbrigðisþjónustu áður en greiðsluþaki er náð. Enn fremur taldi hann nauðsynlegt að fólk greiddi alltaf eitthvað fyrir heilbrigðisþjónustu því annars mynduðust alltof langir biðlistar, fyrir því væri löng reynsla í útlöndum. Hvaðan sú vitneskja er fengin er ekki vitað, en í Danmörku, þar sem almennt tíðkast hvorki gjaldtaka í heilsugæslunni né á sjúkrahúsum, er ekkert sem styður þessar fullyrðingar formannsins.Viðvörunarljós Hér er greinilega ástæða til að staldra við, því í langan tíma hefur verið samstaða um grunnreglur samfélagins á sviði heilbrigðismála. Þegar almenningur er farinn að greiða það mikið fyrir heilbrigðisþjónustu úr eigin vasa að margir fresta því að fara til læknis eða jafnvel neita sér alveg um læknisþjónustu eru það viðvörunarljós sem taka verður alvarlega. Einfaldlega vegna þess að í velferðarsamfélagi sem stendur undir nafni mega bein útgjöld einstaklinga aldrei vera það mikil að þau komi í veg fyrir að fólk leiti sér nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu. Borgarar þessa lands hafa talið að með greiðslu skatta þyrftu þeir almennt ekki að hafa áhyggjur af því að hið opinbera stæði ekki undir meginhluta þess kostnaðar sem til félli vegna heilsubrests, sjúkdóma, meðferðar eða umönnunar. Kannanir hafa sömuleiðis sýnt að almenningur er tilbúinn til að greiða hærri skatta sé tryggt að fjármagninu verði veitt inn í starfsemi heilbrigðisþjónustunnar. Hið nýja greiðsluþátttökukerfi fyrir lyf og hugmyndir um eitt samræmt niðurgreiðslukerfi fyrir heilbrigðisþjónustu fela aftur á móti í sér að bein útgjöld fólks munu leggjast þyngra á hina efnaminni í þjóðfélaginu. Það var sennilega aldrei ætlunin hjá þeim sem lögðu af stað í þessa vegferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingimar Einarsson Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Sjá meira
Um langa hríð hefur það verið eitt helsta viðfangsefni stjórnmála að byggja upp og viðhalda sanngjörnu og réttlátu samfélagi. Góð heilbrigðisþjónusta hefur verið talin einn af hornsteinum hvers velferðarþjóðfélags. Sátt hefur ríkt um að fyrir meginþætti heilbrigðisþjónustunnar skuli greitt með sköttum og að borgararnir gætu treyst því að þeim væri veitt viðeigandi þjónusta þegar þeir þyrftu á rannsóknum, meðferð eða endurhæfingu að halda. Um þetta hefur ríkt eins konar sáttmáli í áratugi. Það hefur því vakið nokkra undrun hversu mikið fólk greiðir nú orðið úr eigin vasa fyrir þjónustu heilbrigðiskerfisins. Á síðustu áratugum liðinnar aldar var oft rætt um að endurskoða þyrfti almannatryggingakerfið og breyta greiðsluþátttökukerfinu og aðlaga það betur að þörfum þeirra sem veikastir væru og þurfa mest á heilbrigðisþjónustu að halda. Það var þó ekki fyrr en árið 2007 sem þáverandi heilbrigðisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, setti á laggirnar nefnd sem ætlað var að koma á nýju greiðsluþátttökukerfi fyrir lyf og aðra heilbrigðisþjónustu. Nefndin, sem kennd var við formann hennar, Pétur Blöndal alþingismann, safnaði miklum upplýsingum og framkvæmdi um leið umfangsmikla greiningu á almannatryggingunum og greiðslum fólks fyrir heilbrigðisþjónustu. Pétursnefndin varð ekki langlíf því arftaki Guðlaugs Þórs, Ögmundur Jónasson, fylgdi ekki sömu forgangsröðun og fyrirrennari hans. Nefndarstarfinu var því sjálfhætt þegar ekki var veitt fé til verkefnisins á fjárlögum ársins 2009. Í framhaldinu var samt sem áður komið á fót vinnuhópi sem vann áfram tillögu að greiðsluþátttökukerfi fyrir lyf. Lög þess efnis voru samþykkt á árinu 2012, en kerfið var síðan tekið í notkun 4. maí 2013.Háar upphæðir Fljótlega kom í ljós óánægja með nýja lyfjagreiðsluþátttökukerfið og sneri hún einkum að því að tilteknir sjúklingahópar töldu erfitt að standa undir þeim greiðslum sem lagðar eru á þá samkvæmt hinu nýja kerfi. Krabbameinsfélag Íslands benti til dæmis á að margir krabbameinssjúklingar yrðu nú að greiða háar upphæðir fyrir lyf sem þeir fengu áður ókeypis eða verulega niðurgreidd. Við útfærslu hins nýja greiðsluþátttökukerfis hafi ekki verið gætt nægjanlega að því að verja alvarlega veikt fólk fyrir háum og vaxandi heilbrigðiskostnaði. Í lok ágúst 2013 skipaði nýr heilbrigðisráðherra, Kristján Þór Júlíusson, nefnd til að kanna forsendur fyrir því að fella saman margvíslega heilbrigðisþjónustu undir eitt niðurgreiðslu- og afsláttarfyrirkomulag. Formaður nefndarinnar er nú sem fyrr þingmaðurinn Pétur Blöndal. Nú þegar hafa verið boðaðar breytingar á lyfgreiðsluþátttökukerfinu sem fela í sér að sjúkratryggingar greiða sjálfkrafa lyfjakostnað þegar árlegum hámarkskostnaði er náð. Það var því forvitnilegt að heyra viðtal við Pétur Blöndal á einni af síðdegisrásunum fyrir nokkru. Á öldum ljósvakans var Pétur að gæla við þá hugmynd að fólk myndi borga allt að 120 þúsund krónur á ári, hvert og eitt, fyrir heilbrigðisþjónustu áður en greiðsluþaki er náð. Enn fremur taldi hann nauðsynlegt að fólk greiddi alltaf eitthvað fyrir heilbrigðisþjónustu því annars mynduðust alltof langir biðlistar, fyrir því væri löng reynsla í útlöndum. Hvaðan sú vitneskja er fengin er ekki vitað, en í Danmörku, þar sem almennt tíðkast hvorki gjaldtaka í heilsugæslunni né á sjúkrahúsum, er ekkert sem styður þessar fullyrðingar formannsins.Viðvörunarljós Hér er greinilega ástæða til að staldra við, því í langan tíma hefur verið samstaða um grunnreglur samfélagins á sviði heilbrigðismála. Þegar almenningur er farinn að greiða það mikið fyrir heilbrigðisþjónustu úr eigin vasa að margir fresta því að fara til læknis eða jafnvel neita sér alveg um læknisþjónustu eru það viðvörunarljós sem taka verður alvarlega. Einfaldlega vegna þess að í velferðarsamfélagi sem stendur undir nafni mega bein útgjöld einstaklinga aldrei vera það mikil að þau komi í veg fyrir að fólk leiti sér nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu. Borgarar þessa lands hafa talið að með greiðslu skatta þyrftu þeir almennt ekki að hafa áhyggjur af því að hið opinbera stæði ekki undir meginhluta þess kostnaðar sem til félli vegna heilsubrests, sjúkdóma, meðferðar eða umönnunar. Kannanir hafa sömuleiðis sýnt að almenningur er tilbúinn til að greiða hærri skatta sé tryggt að fjármagninu verði veitt inn í starfsemi heilbrigðisþjónustunnar. Hið nýja greiðsluþátttökukerfi fyrir lyf og hugmyndir um eitt samræmt niðurgreiðslukerfi fyrir heilbrigðisþjónustu fela aftur á móti í sér að bein útgjöld fólks munu leggjast þyngra á hina efnaminni í þjóðfélaginu. Það var sennilega aldrei ætlunin hjá þeim sem lögðu af stað í þessa vegferð.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun