Hvað vildi Samorka? Mörður Árnason skrifar 21. október 2013 06:00 Gústaf Adolf Níelsson, framkvæmdastjóri Samorku, kvartar undan því í Fréttablaðsgrein 17. október að ekki hafi farið mikið fyrir samráði við gerð og afgreiðslu náttúruverndarlaganna sem núverandi umhverfisráðherra ætlar nú að „afturkalla“. Vissulega hafi verið tekið við athugasemdum á ýmsum stigum vinnunnar og hlustað á gagnrýni – en síðan þegar til átti að taka hafi ekkert verið gert með sjónarmið aðila á borð við sjálfa Samorku. Þetta er athyglisvert framlag til umræðunnar um „afturkallið“. Nú vill svo til að athugasemdir Samorku liggja fyrir í umsögn samtakanna til þingnefndarinnar sem fjallaði um málið síðasta vetur. Þar eru – fyrir utan almennt spjall um yfirsýn, flækjustig og þarfleysi frekari náttúruverndar á Íslandi – sjö eiginlegar athugasemdir við frumvarpið. Þær varða: þinglega meðferð náttúruverndaráætlunar, tengsl við rammaáætlun, vernd jarðmyndana sem þykja merkilegar á svæðisvísu, heimild ráðherra til að banna framkvæmdir á viðkvæmum svæðum tiltekinn tíma, bótarétt landeigenda – og svo tvö meginatriði, annars vegar sérstaka vernd merkilegra vistkerfa og jarðminja, hins vegar meginreglur umhverfisréttarins sem settar eru fram í upphafi lagatextans. Í fimm atriðum af þessum sjö voru lagðar til breytingar þar sem ýmist var fallist á rök Samorku og annarra umsegjenda eða komið verulega til móts við þau. Aðeins tvær athugasemdir Samorku reyndust árangurslausar þegar alþingi hafði gert frumvarpið að lögum: 28–0, 17 sátu hjá. Varúðarreglan Í annarri þeirra lagðist Samorka gegn meginreglum umhverfisréttarins, sérstaklega varúðarreglunni svokölluðu þar sem segir að náttúran eigi að njóta vafans: Þegar hætta er á alvarlegum spjöllum má ekki beita þekkingarskorti sem afsökun fyrir því að láta vaða. Þeir sem um frumvarpið véluðu við frumvarpsgerðina og á þinginu kusu að taka ekki mark á Samorku að þessu leyti en taka í staðinn mark á Ríósamningnum um líffræðilega fjölbreytni frá 1992, EES-samningnum og OSPAR-samningnum um Atlantshafið norðaustanvert og lífríki þess, þar sem alls staðar er vísað til þessarar alþjóðlega viðurkenndu meginreglu. Samorka er greinilega ósátt við þetta. Merkir það að Gústav Adolf, Landsvirkjun, Rarik og Orkuveita Reykjavíkur vilji hafa þetta öfugt – að þau geti ráðist í hvaða framkvæmd sem er ef ekki hefur verið sýnt fram á með 100% vissu að hún skaði náttúruna til ólífis – svo sem ef það er hægt að finna einn fræðimann sem efast? Til dæmis á skrifstofum Samorku, Landsvirkjunar, OR og Rariks? Sérstaka verndin Greinin í lögunum frá 1999 um sérstaka vernd ákveðinna vistkerfa og jarðminja – svo sem eldhrauna, hvera, votlendis, fossa – hefur reynst haldlítil. Þessari grein var því breytt með nýju lögunum. Í stað þess orðalags í gömlu lögunum sem dró tennurnar úr lagagreininni, að röskun þessara náttúrufyrirbæra skuli forðast „eins og kostur er“, kemur ákvæði um að þeim verði ekki raskað „nema brýna nauðsyn beri til og aðrir kostir séu ekki fyrir hendi“. Samkvæmt gamla orðalaginu nægði að sá sem taldi sig af einhverjum ástæðum þurfa að eyðileggja náttúrufyrirbæri reyndi að gera það með lagni. Eins og kostur er. Samkvæmt nýja orðalaginu verða stórfelldir almannahagsmunir að búa að baki – til dæmis þörf á vatnsveitu – og áhugamenn um verkið verða að sýna fram á að aðrar leiðir að markmiðinu séu ekki færar. Samorka vill halda gömlu lagagreininni. Það hlýtur að merkja að Gústav Adolf, Landsvirkjun, OR, HS og Rarik vilja fá að meta það sjálf hver kosturinn er við að forðast röskun. Sá sem kaupir sér jarðýtu og telur æskilegt að eyðileggja goshver, eldhraun, flæðiengjar, sjávarleirur, gervigíga, birkiskóga, vötn og tjarnir, fossa og hraunhella – hann þurfi ekki að íþyngjast við að sýna fram á að það sé óhjákvæmilegt í þágu almannahagsmuna. Afturkall – til hvers? Þetta eru þau tvö atriði sem eftir standa af athugasemdum Samorku, bæði afar mikilvæg. Ég þakka Gústafi Adolfi Níelssyni, framkvæmdastjóra samtakanna, kærlega fyrir að hafa bent alþjóð á það sem afturkallsmálið snýst um í raun og veru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mörður Árnason Mest lesið Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Gústaf Adolf Níelsson, framkvæmdastjóri Samorku, kvartar undan því í Fréttablaðsgrein 17. október að ekki hafi farið mikið fyrir samráði við gerð og afgreiðslu náttúruverndarlaganna sem núverandi umhverfisráðherra ætlar nú að „afturkalla“. Vissulega hafi verið tekið við athugasemdum á ýmsum stigum vinnunnar og hlustað á gagnrýni – en síðan þegar til átti að taka hafi ekkert verið gert með sjónarmið aðila á borð við sjálfa Samorku. Þetta er athyglisvert framlag til umræðunnar um „afturkallið“. Nú vill svo til að athugasemdir Samorku liggja fyrir í umsögn samtakanna til þingnefndarinnar sem fjallaði um málið síðasta vetur. Þar eru – fyrir utan almennt spjall um yfirsýn, flækjustig og þarfleysi frekari náttúruverndar á Íslandi – sjö eiginlegar athugasemdir við frumvarpið. Þær varða: þinglega meðferð náttúruverndaráætlunar, tengsl við rammaáætlun, vernd jarðmyndana sem þykja merkilegar á svæðisvísu, heimild ráðherra til að banna framkvæmdir á viðkvæmum svæðum tiltekinn tíma, bótarétt landeigenda – og svo tvö meginatriði, annars vegar sérstaka vernd merkilegra vistkerfa og jarðminja, hins vegar meginreglur umhverfisréttarins sem settar eru fram í upphafi lagatextans. Í fimm atriðum af þessum sjö voru lagðar til breytingar þar sem ýmist var fallist á rök Samorku og annarra umsegjenda eða komið verulega til móts við þau. Aðeins tvær athugasemdir Samorku reyndust árangurslausar þegar alþingi hafði gert frumvarpið að lögum: 28–0, 17 sátu hjá. Varúðarreglan Í annarri þeirra lagðist Samorka gegn meginreglum umhverfisréttarins, sérstaklega varúðarreglunni svokölluðu þar sem segir að náttúran eigi að njóta vafans: Þegar hætta er á alvarlegum spjöllum má ekki beita þekkingarskorti sem afsökun fyrir því að láta vaða. Þeir sem um frumvarpið véluðu við frumvarpsgerðina og á þinginu kusu að taka ekki mark á Samorku að þessu leyti en taka í staðinn mark á Ríósamningnum um líffræðilega fjölbreytni frá 1992, EES-samningnum og OSPAR-samningnum um Atlantshafið norðaustanvert og lífríki þess, þar sem alls staðar er vísað til þessarar alþjóðlega viðurkenndu meginreglu. Samorka er greinilega ósátt við þetta. Merkir það að Gústav Adolf, Landsvirkjun, Rarik og Orkuveita Reykjavíkur vilji hafa þetta öfugt – að þau geti ráðist í hvaða framkvæmd sem er ef ekki hefur verið sýnt fram á með 100% vissu að hún skaði náttúruna til ólífis – svo sem ef það er hægt að finna einn fræðimann sem efast? Til dæmis á skrifstofum Samorku, Landsvirkjunar, OR og Rariks? Sérstaka verndin Greinin í lögunum frá 1999 um sérstaka vernd ákveðinna vistkerfa og jarðminja – svo sem eldhrauna, hvera, votlendis, fossa – hefur reynst haldlítil. Þessari grein var því breytt með nýju lögunum. Í stað þess orðalags í gömlu lögunum sem dró tennurnar úr lagagreininni, að röskun þessara náttúrufyrirbæra skuli forðast „eins og kostur er“, kemur ákvæði um að þeim verði ekki raskað „nema brýna nauðsyn beri til og aðrir kostir séu ekki fyrir hendi“. Samkvæmt gamla orðalaginu nægði að sá sem taldi sig af einhverjum ástæðum þurfa að eyðileggja náttúrufyrirbæri reyndi að gera það með lagni. Eins og kostur er. Samkvæmt nýja orðalaginu verða stórfelldir almannahagsmunir að búa að baki – til dæmis þörf á vatnsveitu – og áhugamenn um verkið verða að sýna fram á að aðrar leiðir að markmiðinu séu ekki færar. Samorka vill halda gömlu lagagreininni. Það hlýtur að merkja að Gústav Adolf, Landsvirkjun, OR, HS og Rarik vilja fá að meta það sjálf hver kosturinn er við að forðast röskun. Sá sem kaupir sér jarðýtu og telur æskilegt að eyðileggja goshver, eldhraun, flæðiengjar, sjávarleirur, gervigíga, birkiskóga, vötn og tjarnir, fossa og hraunhella – hann þurfi ekki að íþyngjast við að sýna fram á að það sé óhjákvæmilegt í þágu almannahagsmuna. Afturkall – til hvers? Þetta eru þau tvö atriði sem eftir standa af athugasemdum Samorku, bæði afar mikilvæg. Ég þakka Gústafi Adolfi Níelssyni, framkvæmdastjóra samtakanna, kærlega fyrir að hafa bent alþjóð á það sem afturkallsmálið snýst um í raun og veru.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun