Enn í okkar höndum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. október 2013 07:00 Gylfi Þór Sigurðsson fagnar hér seinna marki Íslands í sigrinum á Kýpur í gær. Mynd/Vilhelm Karlalandslið Íslands hefur örlög sín í eigin höndum eftir frammistöðu gegn Kýpverjum sem full ástæða er til að kenna við fagmennsku. Þjálfararnir, Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson, höfðu predikað að menn mættu ekki fara á taugum. Viðbúið væri að okkar menn myndu hafa yfirburði, sækja linnulítið en það væri ekki ávísun á mark. Þeir félagar mega vel kenna sig við Nostradamus enda spilaðist leikurinn í gær nákvæmlega á þann hátt. Íslensku strákarnir sköpuðu sér fín skotfæri en tókst aldrei að toga almennilega í gikkinn. Fyrir vikið gátu leikmenn Kýpur andað léttar þegar gengið var til búningsherbergja. Einn þeirra virtist meira upptekinn af því að biðja Eið Smára Guðjohnsen um að skipta við sig um treyju á hlaupabrautinni. Eflaust greip um sig einhver örvænting hjá stuðningsmönnum Íslands framan af síðari hálfleik. Takturinn úr fyrri hálfleik virtist týndur en hann fannst fljótlega og í kjölfarið kom markið. Það var við hæfi að Kolbeinn Sigþórsson batt enda á markaleysið. Framherjinn hafði skoraði lykilmark í þremur síðustu leikjum og enn gerði hann gæfumuninn. Tólf mörk í átján landsleikjum er markahlutfall sem enginn af stærstu framherjum álfunnar getur státað af. Aldrei kom til þess að áhorfendur tækju andköf í Laugardalnum af ótta við jöfnunarmark. Stundarfjórðungi síðar skoraði Gylfi Þór Sigurðsson eftir stórsókn og sigurinn var í höfn. Strákarnir okkar hafa spilað betur en í gærkvöldi en sjaldan verið jafnþéttir. Leiknir Kýpverjar sköpuðu sér ekki færi í níutíu mínútur og hefur bleik markmannstreyja Hannesar Þórs Halldórssonar líklega verið óvenjuhrein í leikslok. Með sigrinum eru okkar menn í bílstjórasætinu um annað sæti riðilsins. Sigur í Noregi á þriðjudag tryggir umspilsleiki í nóvember og það gæti jafntefli og jafnvel tap gert líka. Okkar strákar munu þó vafalítið spila til sigurs í Ósló enda með miklu betra lið en Norðmenn sem munu þó vafalítið selja sig dýrt gegn litla frænda. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Í beinni: Barcelona - Mallorca | Geta náð sjö stiga forskoti Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Leik lokið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Sjá meira
Karlalandslið Íslands hefur örlög sín í eigin höndum eftir frammistöðu gegn Kýpverjum sem full ástæða er til að kenna við fagmennsku. Þjálfararnir, Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson, höfðu predikað að menn mættu ekki fara á taugum. Viðbúið væri að okkar menn myndu hafa yfirburði, sækja linnulítið en það væri ekki ávísun á mark. Þeir félagar mega vel kenna sig við Nostradamus enda spilaðist leikurinn í gær nákvæmlega á þann hátt. Íslensku strákarnir sköpuðu sér fín skotfæri en tókst aldrei að toga almennilega í gikkinn. Fyrir vikið gátu leikmenn Kýpur andað léttar þegar gengið var til búningsherbergja. Einn þeirra virtist meira upptekinn af því að biðja Eið Smára Guðjohnsen um að skipta við sig um treyju á hlaupabrautinni. Eflaust greip um sig einhver örvænting hjá stuðningsmönnum Íslands framan af síðari hálfleik. Takturinn úr fyrri hálfleik virtist týndur en hann fannst fljótlega og í kjölfarið kom markið. Það var við hæfi að Kolbeinn Sigþórsson batt enda á markaleysið. Framherjinn hafði skoraði lykilmark í þremur síðustu leikjum og enn gerði hann gæfumuninn. Tólf mörk í átján landsleikjum er markahlutfall sem enginn af stærstu framherjum álfunnar getur státað af. Aldrei kom til þess að áhorfendur tækju andköf í Laugardalnum af ótta við jöfnunarmark. Stundarfjórðungi síðar skoraði Gylfi Þór Sigurðsson eftir stórsókn og sigurinn var í höfn. Strákarnir okkar hafa spilað betur en í gærkvöldi en sjaldan verið jafnþéttir. Leiknir Kýpverjar sköpuðu sér ekki færi í níutíu mínútur og hefur bleik markmannstreyja Hannesar Þórs Halldórssonar líklega verið óvenjuhrein í leikslok. Með sigrinum eru okkar menn í bílstjórasætinu um annað sæti riðilsins. Sigur í Noregi á þriðjudag tryggir umspilsleiki í nóvember og það gæti jafntefli og jafnvel tap gert líka. Okkar strákar munu þó vafalítið spila til sigurs í Ósló enda með miklu betra lið en Norðmenn sem munu þó vafalítið selja sig dýrt gegn litla frænda.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Í beinni: Barcelona - Mallorca | Geta náð sjö stiga forskoti Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Leik lokið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Sjá meira