Enn í okkar höndum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. október 2013 07:00 Gylfi Þór Sigurðsson fagnar hér seinna marki Íslands í sigrinum á Kýpur í gær. Mynd/Vilhelm Karlalandslið Íslands hefur örlög sín í eigin höndum eftir frammistöðu gegn Kýpverjum sem full ástæða er til að kenna við fagmennsku. Þjálfararnir, Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson, höfðu predikað að menn mættu ekki fara á taugum. Viðbúið væri að okkar menn myndu hafa yfirburði, sækja linnulítið en það væri ekki ávísun á mark. Þeir félagar mega vel kenna sig við Nostradamus enda spilaðist leikurinn í gær nákvæmlega á þann hátt. Íslensku strákarnir sköpuðu sér fín skotfæri en tókst aldrei að toga almennilega í gikkinn. Fyrir vikið gátu leikmenn Kýpur andað léttar þegar gengið var til búningsherbergja. Einn þeirra virtist meira upptekinn af því að biðja Eið Smára Guðjohnsen um að skipta við sig um treyju á hlaupabrautinni. Eflaust greip um sig einhver örvænting hjá stuðningsmönnum Íslands framan af síðari hálfleik. Takturinn úr fyrri hálfleik virtist týndur en hann fannst fljótlega og í kjölfarið kom markið. Það var við hæfi að Kolbeinn Sigþórsson batt enda á markaleysið. Framherjinn hafði skoraði lykilmark í þremur síðustu leikjum og enn gerði hann gæfumuninn. Tólf mörk í átján landsleikjum er markahlutfall sem enginn af stærstu framherjum álfunnar getur státað af. Aldrei kom til þess að áhorfendur tækju andköf í Laugardalnum af ótta við jöfnunarmark. Stundarfjórðungi síðar skoraði Gylfi Þór Sigurðsson eftir stórsókn og sigurinn var í höfn. Strákarnir okkar hafa spilað betur en í gærkvöldi en sjaldan verið jafnþéttir. Leiknir Kýpverjar sköpuðu sér ekki færi í níutíu mínútur og hefur bleik markmannstreyja Hannesar Þórs Halldórssonar líklega verið óvenjuhrein í leikslok. Með sigrinum eru okkar menn í bílstjórasætinu um annað sæti riðilsins. Sigur í Noregi á þriðjudag tryggir umspilsleiki í nóvember og það gæti jafntefli og jafnvel tap gert líka. Okkar strákar munu þó vafalítið spila til sigurs í Ósló enda með miklu betra lið en Norðmenn sem munu þó vafalítið selja sig dýrt gegn litla frænda. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu Enski boltinn Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Fleiri fréttir Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Sjá meira
Karlalandslið Íslands hefur örlög sín í eigin höndum eftir frammistöðu gegn Kýpverjum sem full ástæða er til að kenna við fagmennsku. Þjálfararnir, Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson, höfðu predikað að menn mættu ekki fara á taugum. Viðbúið væri að okkar menn myndu hafa yfirburði, sækja linnulítið en það væri ekki ávísun á mark. Þeir félagar mega vel kenna sig við Nostradamus enda spilaðist leikurinn í gær nákvæmlega á þann hátt. Íslensku strákarnir sköpuðu sér fín skotfæri en tókst aldrei að toga almennilega í gikkinn. Fyrir vikið gátu leikmenn Kýpur andað léttar þegar gengið var til búningsherbergja. Einn þeirra virtist meira upptekinn af því að biðja Eið Smára Guðjohnsen um að skipta við sig um treyju á hlaupabrautinni. Eflaust greip um sig einhver örvænting hjá stuðningsmönnum Íslands framan af síðari hálfleik. Takturinn úr fyrri hálfleik virtist týndur en hann fannst fljótlega og í kjölfarið kom markið. Það var við hæfi að Kolbeinn Sigþórsson batt enda á markaleysið. Framherjinn hafði skoraði lykilmark í þremur síðustu leikjum og enn gerði hann gæfumuninn. Tólf mörk í átján landsleikjum er markahlutfall sem enginn af stærstu framherjum álfunnar getur státað af. Aldrei kom til þess að áhorfendur tækju andköf í Laugardalnum af ótta við jöfnunarmark. Stundarfjórðungi síðar skoraði Gylfi Þór Sigurðsson eftir stórsókn og sigurinn var í höfn. Strákarnir okkar hafa spilað betur en í gærkvöldi en sjaldan verið jafnþéttir. Leiknir Kýpverjar sköpuðu sér ekki færi í níutíu mínútur og hefur bleik markmannstreyja Hannesar Þórs Halldórssonar líklega verið óvenjuhrein í leikslok. Með sigrinum eru okkar menn í bílstjórasætinu um annað sæti riðilsins. Sigur í Noregi á þriðjudag tryggir umspilsleiki í nóvember og það gæti jafntefli og jafnvel tap gert líka. Okkar strákar munu þó vafalítið spila til sigurs í Ósló enda með miklu betra lið en Norðmenn sem munu þó vafalítið selja sig dýrt gegn litla frænda.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu Enski boltinn Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Fleiri fréttir Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Sjá meira