Í sókn á norðurslóðum Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 11. október 2013 06:00 Breið samstaða er á Alþingi um að hagsmunir Íslands á norðurslóðum séu eitt af forgangsmálum utanríkisstefnunnar. Á þeim rúmu tveimur árum sem liðin eru síðan Alþingi samþykkti einróma stefnu í norðurslóðamálum hefur verið unnið ötullega að þessum málum í utanríkisráðuneytinu. Þróunin í okkar heimshluta er hröð. Siglingar eftir norðaustursiglingaleiðinni hafa margfaldast á fáum árum, uppbygging tengd olíuleit heldur áfram og áform Grænlendinga um auðlindanýtingu taka á sig skýrari mynd. Á pólitíska sviðinu fer mikilvægi Norðurskautsráðsins vaxandi. Starfsemi ráðsins hefur verið styrkt meðal annars með opnun fastaskrifstofu sem stýrt er af ráðagóðum framkvæmdastjóra, Magnúsi Jóhannessyni. Þá voru ný áheyrnarríki boðin velkomin til þátttöku í störfum ráðsins á ráðherrafundi þess fyrr á árinu. Í þeim hópi eru öll helstu efnahagsveldi Asíu, sem undirstrikar áhuga fjarlægra ríkja á okkar heimshluta og skapar ný sóknarfæri til samstarfs.Tækifæri og áskoranir Fram undan eru mörg tækifæri fyrir Ísland. Hæst ber olíuleit á Drekasvæðinu og möguleika sem tengjast auknum samgöngum á norðurslóðum. Í báðum tilfellum er mikið verk að vinna og skynsamlegt að stilla væntingum í hóf. Uppbygging á Drekanum er sýnd veiði en ekki gefin en fyrirliggjandi forsendur gefa fullt tilefni til að kanna til hins ýtrasta hvort olíu sé þar að finna í vinnanlegu magni. Stefna nýrrar stjórnar í Noregi hefur ekki áhrif á þessi áform Íslands. Í samgöngumálum hafa íslensk fyrirtæki í skipaflutningum og flugþjónustu þegar hafist handa við að tengjast betur samgöngu- og flutninganetum norðursins. Með því ryðja þau brautina fyrir ný tækifæri til sóknar fyrir útflutning á vörum og þjónustu. Þá eru áform þýska fyrirtækisins Bremenports staðfesting þess að umfangsmikil hafnarstarfsemi á Norðausturlandi kann að verða raunverulegur valkostur í atvinnuuppbyggingu. Til að mæta auknum viðskiptatækifærum hefur hið íslenska norðurslóðaviðskiptaráð tekið til starfa en það mun tengjast alþjóðlegu viðskiptaráði undir hatti Norðurskautsráðsins. Stjórnvöld og viðskiptalífið hafa í sameiningu unnið af krafti að þessum verkefnum undanfarið og ég er sannfærður um að íslensk fyrirtæki munu nýta sér þennan vettvang til að skapa ný viðskiptatækifæri. Samvinna á vísindasviðinu er sem fyrr hornsteinn í starfi norðurskautsríkjanna og hún hefur aukið mjög þekkingu okkar á umhverfi og félagslegri þróun norðurslóða. Sjálfbærni, skynsamleg nýting og verndun viðkvæms lífríkis eru leiðarljós í öllu okkar starfi. Þá hefur nýleg skýrsla loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna undirstrikað hversu brýnt það er að Norðurskautsráðið haldi áfram að beita sér fyrir rannsóknum og aðgerðum vegna áhrifa loftslagsbreytinga í okkar heimshluta.Skarpari norðurslóðastefna Breytingarnar sem nú eiga sér stað kalla á skarpari sýn stjórnvalda í norðurslóðamálum. Af því tilefni hefur ríkisstjórnin ákveðið að skipa ráðherranefnd um málefni norðurslóða undir forystu forsætisráðherra. Við munum þannig tryggja betur hagsmunagæslu Íslands með aukinni samhæfingu á æðsta stigi stjórnsýslunnar. Norðurslóðastefnan sem Alþingi samþykkti árið 2011 er leiðarstef norðurslóðastarfsins og framkvæmd hennar verður nú í forgrunni. Við leggjum áherslu á öflugt samstarf við norðurskautsríkin, leiðandi hlutverk Norðurskautsráðsins, mikilvægi Hafréttarsamnings Sameinuðu þjóðanna, öryggishagsmuni Íslands og málafylgju í alþjóðastarfi. Þá hef ég kynnt í ríkisstjórn þau áhersluatriði sem verða sett sérstaklega á oddinn á komandi misserum. Mikilvægt hlutverk viðskiptalífsins hefur þegar verið nefnt. Þá verður áfram unnið að tillögugerð um þróun viðbragðs- og þjónustumiðstöðvar á Íslandi. Hagsmunir Íslands felast í því að horfa til framtíðar hvað varðar leit og björgun og viðbrögð við umhverfisvá í ljósi aukinna efnahagsumsvifa og umferðar á norðurslóðum. Með opnun aðalræðisskrifstofu Íslands á Grænlandi skapast tækifæri til að efla vestnorrænt samstarf og við munum leita leiða til að styrkja enn frekar tengslin við Nuuk og Þórshöfn. Sérstöku verkefni um jafnréttismál á norðurslóðum hefur verið ýtt úr vör, sem verður meðal áherslumála okkar innan Norðurskautsráðsins. Þá munum við kynna norðurslóðastefnu og áherslur Íslands í Asíuríkjum með viðskiptatækifæri að leiðarljósi og samhliða því efla samskiptin við ESB, sérstaklega hvað varðar samgöngu- og umhverfismál hér á norðurslóðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Norðurslóðir Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Breið samstaða er á Alþingi um að hagsmunir Íslands á norðurslóðum séu eitt af forgangsmálum utanríkisstefnunnar. Á þeim rúmu tveimur árum sem liðin eru síðan Alþingi samþykkti einróma stefnu í norðurslóðamálum hefur verið unnið ötullega að þessum málum í utanríkisráðuneytinu. Þróunin í okkar heimshluta er hröð. Siglingar eftir norðaustursiglingaleiðinni hafa margfaldast á fáum árum, uppbygging tengd olíuleit heldur áfram og áform Grænlendinga um auðlindanýtingu taka á sig skýrari mynd. Á pólitíska sviðinu fer mikilvægi Norðurskautsráðsins vaxandi. Starfsemi ráðsins hefur verið styrkt meðal annars með opnun fastaskrifstofu sem stýrt er af ráðagóðum framkvæmdastjóra, Magnúsi Jóhannessyni. Þá voru ný áheyrnarríki boðin velkomin til þátttöku í störfum ráðsins á ráðherrafundi þess fyrr á árinu. Í þeim hópi eru öll helstu efnahagsveldi Asíu, sem undirstrikar áhuga fjarlægra ríkja á okkar heimshluta og skapar ný sóknarfæri til samstarfs.Tækifæri og áskoranir Fram undan eru mörg tækifæri fyrir Ísland. Hæst ber olíuleit á Drekasvæðinu og möguleika sem tengjast auknum samgöngum á norðurslóðum. Í báðum tilfellum er mikið verk að vinna og skynsamlegt að stilla væntingum í hóf. Uppbygging á Drekanum er sýnd veiði en ekki gefin en fyrirliggjandi forsendur gefa fullt tilefni til að kanna til hins ýtrasta hvort olíu sé þar að finna í vinnanlegu magni. Stefna nýrrar stjórnar í Noregi hefur ekki áhrif á þessi áform Íslands. Í samgöngumálum hafa íslensk fyrirtæki í skipaflutningum og flugþjónustu þegar hafist handa við að tengjast betur samgöngu- og flutninganetum norðursins. Með því ryðja þau brautina fyrir ný tækifæri til sóknar fyrir útflutning á vörum og þjónustu. Þá eru áform þýska fyrirtækisins Bremenports staðfesting þess að umfangsmikil hafnarstarfsemi á Norðausturlandi kann að verða raunverulegur valkostur í atvinnuuppbyggingu. Til að mæta auknum viðskiptatækifærum hefur hið íslenska norðurslóðaviðskiptaráð tekið til starfa en það mun tengjast alþjóðlegu viðskiptaráði undir hatti Norðurskautsráðsins. Stjórnvöld og viðskiptalífið hafa í sameiningu unnið af krafti að þessum verkefnum undanfarið og ég er sannfærður um að íslensk fyrirtæki munu nýta sér þennan vettvang til að skapa ný viðskiptatækifæri. Samvinna á vísindasviðinu er sem fyrr hornsteinn í starfi norðurskautsríkjanna og hún hefur aukið mjög þekkingu okkar á umhverfi og félagslegri þróun norðurslóða. Sjálfbærni, skynsamleg nýting og verndun viðkvæms lífríkis eru leiðarljós í öllu okkar starfi. Þá hefur nýleg skýrsla loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna undirstrikað hversu brýnt það er að Norðurskautsráðið haldi áfram að beita sér fyrir rannsóknum og aðgerðum vegna áhrifa loftslagsbreytinga í okkar heimshluta.Skarpari norðurslóðastefna Breytingarnar sem nú eiga sér stað kalla á skarpari sýn stjórnvalda í norðurslóðamálum. Af því tilefni hefur ríkisstjórnin ákveðið að skipa ráðherranefnd um málefni norðurslóða undir forystu forsætisráðherra. Við munum þannig tryggja betur hagsmunagæslu Íslands með aukinni samhæfingu á æðsta stigi stjórnsýslunnar. Norðurslóðastefnan sem Alþingi samþykkti árið 2011 er leiðarstef norðurslóðastarfsins og framkvæmd hennar verður nú í forgrunni. Við leggjum áherslu á öflugt samstarf við norðurskautsríkin, leiðandi hlutverk Norðurskautsráðsins, mikilvægi Hafréttarsamnings Sameinuðu þjóðanna, öryggishagsmuni Íslands og málafylgju í alþjóðastarfi. Þá hef ég kynnt í ríkisstjórn þau áhersluatriði sem verða sett sérstaklega á oddinn á komandi misserum. Mikilvægt hlutverk viðskiptalífsins hefur þegar verið nefnt. Þá verður áfram unnið að tillögugerð um þróun viðbragðs- og þjónustumiðstöðvar á Íslandi. Hagsmunir Íslands felast í því að horfa til framtíðar hvað varðar leit og björgun og viðbrögð við umhverfisvá í ljósi aukinna efnahagsumsvifa og umferðar á norðurslóðum. Með opnun aðalræðisskrifstofu Íslands á Grænlandi skapast tækifæri til að efla vestnorrænt samstarf og við munum leita leiða til að styrkja enn frekar tengslin við Nuuk og Þórshöfn. Sérstöku verkefni um jafnréttismál á norðurslóðum hefur verið ýtt úr vör, sem verður meðal áherslumála okkar innan Norðurskautsráðsins. Þá munum við kynna norðurslóðastefnu og áherslur Íslands í Asíuríkjum með viðskiptatækifæri að leiðarljósi og samhliða því efla samskiptin við ESB, sérstaklega hvað varðar samgöngu- og umhverfismál hér á norðurslóðum.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar