Norðurslóðir í brennidepli Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 10. október 2013 06:00 Þessa vikuna eru haldnar þrjár spennandi alþjóðaráðstefnur á Íslandi þar sem norðurskautssvæðið er í brennidepli. Skoðanaskipti og umræða um norðurslóðamál eru rauður þráður í stefnu íslenska stjórnvalda og styrkir ábyrga stefnumótun um málefni svæðisins. Yfirskrift og inntak ráðstefnuhaldsins er víðtækt og tekur á málefnum sem eru efst á baugi í okkar heimshluta, m.a. orkumál, alþjóðalög og alþjóðasamstarf. Það er ekki tilviljun að tvær af þessum þremur ráðstefnum fara fram á Akureyri. Háskólinn á Akureyri, ásamt Stofnun Vilhjálms Stefánssonar og skrifstofum vinnuhópa Norðurskautsráðsins þar í bæ, hefur um langt árabil haft forystu um fræðilega umræðu um málefni heimskautasvæða. Orkumálin eru umfjöllunarefni Orkuþings norðurslóða sem fer fram á Akureyri þessa dagana. Þingið er hluti af málefnavinnu starfshóps Norðurskautsráðsins um sjálfbæra þróun sem Ísland og Bandaríkin leiða. Leit, vinnsla og nýting orkuauðlinda norðursins felur í sér áskoranir og tækifæri sem mikilvægt er að ræða. Alþjóðalög og lögfræðileg álitamál sem tengjast heimskautasvæðunum í suðri og norðri eru viðfangsefni ráðstefnu um heimskautarétt sem hefst á Akureyri 11. október á vegum Háskólans á Akureyri og Heimskautaréttarstofnunar. Viðbrögð við hraðfara breytingum á náttúrufari, samfélögum og auðlindanýtingu þurfa að eiga sér styrka stoð í alþjóðalögum. Jafnframt er brýnt að fjalla um það hvernig við bregðumst við breyttum veruleika, til dæmis í samningagerð og við stjórnun auðlinda. Það fer vel á því að heimskautaréttarráðstefnan teygi sig til Reykjavíkur 13. október. Þar rennur hún saman við ráðstefnuna Hringborð norðurslóða, sem undir forystu hr. Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, er kröftugt innlegg í alþjóðlega umræðu um heimskautasvæðin. Íslensk stjórnvöld leggja sín lóð á vogarskálarnar til að efla umfjöllun um norðurslóðamál. Það eykur skilning á þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir og styrkir stöðu Íslands á alþjóðavettvangi. Ráðstefnurnar eru allar þarft innlegg í þessa umræðu og það er fagnaðarefni að svo öflugt starf fari fram hér á landi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Alþjóðadómstóllinn segir öll viðskipti íslenskra aðila við Rapyd vera ólögleg Björn B Björnsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Sjá meira
Þessa vikuna eru haldnar þrjár spennandi alþjóðaráðstefnur á Íslandi þar sem norðurskautssvæðið er í brennidepli. Skoðanaskipti og umræða um norðurslóðamál eru rauður þráður í stefnu íslenska stjórnvalda og styrkir ábyrga stefnumótun um málefni svæðisins. Yfirskrift og inntak ráðstefnuhaldsins er víðtækt og tekur á málefnum sem eru efst á baugi í okkar heimshluta, m.a. orkumál, alþjóðalög og alþjóðasamstarf. Það er ekki tilviljun að tvær af þessum þremur ráðstefnum fara fram á Akureyri. Háskólinn á Akureyri, ásamt Stofnun Vilhjálms Stefánssonar og skrifstofum vinnuhópa Norðurskautsráðsins þar í bæ, hefur um langt árabil haft forystu um fræðilega umræðu um málefni heimskautasvæða. Orkumálin eru umfjöllunarefni Orkuþings norðurslóða sem fer fram á Akureyri þessa dagana. Þingið er hluti af málefnavinnu starfshóps Norðurskautsráðsins um sjálfbæra þróun sem Ísland og Bandaríkin leiða. Leit, vinnsla og nýting orkuauðlinda norðursins felur í sér áskoranir og tækifæri sem mikilvægt er að ræða. Alþjóðalög og lögfræðileg álitamál sem tengjast heimskautasvæðunum í suðri og norðri eru viðfangsefni ráðstefnu um heimskautarétt sem hefst á Akureyri 11. október á vegum Háskólans á Akureyri og Heimskautaréttarstofnunar. Viðbrögð við hraðfara breytingum á náttúrufari, samfélögum og auðlindanýtingu þurfa að eiga sér styrka stoð í alþjóðalögum. Jafnframt er brýnt að fjalla um það hvernig við bregðumst við breyttum veruleika, til dæmis í samningagerð og við stjórnun auðlinda. Það fer vel á því að heimskautaréttarráðstefnan teygi sig til Reykjavíkur 13. október. Þar rennur hún saman við ráðstefnuna Hringborð norðurslóða, sem undir forystu hr. Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, er kröftugt innlegg í alþjóðlega umræðu um heimskautasvæðin. Íslensk stjórnvöld leggja sín lóð á vogarskálarnar til að efla umfjöllun um norðurslóðamál. Það eykur skilning á þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir og styrkir stöðu Íslands á alþjóðavettvangi. Ráðstefnurnar eru allar þarft innlegg í þessa umræðu og það er fagnaðarefni að svo öflugt starf fari fram hér á landi.
Skoðun Alþjóðadómstóllinn segir öll viðskipti íslenskra aðila við Rapyd vera ólögleg Björn B Björnsson skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar