Aukin hagsmunagæsla í Evrópusamstarfi Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 8. október 2013 06:00 Evrópa er okkar mikilvægasti útflutningsmarkaður. Þangað fara um 80% af okkar vöruútflutningi í dag og rúm 60% af okkar innflutningi eru frá Evrópu. Það er að mínu mati nauðsynlegt að styrkja okkar hagsmunagæslu í Evrópusamstarfi. Fjárlagafrumvarpið markar fyrstu skref að þessu markmiði þar sem lagt er til að varið verði auknu fjármagni í EES-samstarfið. Íslensk löggjöf fylgir á flestum sviðum evrópskri löggjöf. Ástæða þessa er EES-samningurinn. Með honum hefur Ísland verið hluti af innri markaði ESB frá árinu 1994 en samningurinn gefur aðgang að 500 milljóna manna markaði 28 ríkja ESB, auk Noregs og Liechtenstein. EES-samningurinn er gríðarlegt hagsmunamál. Samningurinn tryggir frelsi í viðskiptum með vörur, fjármagn og þjónustu. Hann tryggir einstaklingum frelsi til að flytjast á milli landa, stunda atvinnu og sækja menntun. Þótt landbúnaðarstefna og sjávarútvegsstefna ESB falli ekki undir samninginn tryggir hann greið viðskipti með landbúnaðarvörur og sjávarafurðir. Allar reglur um heilbrigði matvæla falla til dæmis undir EES. EES fjallar einnig um umhverfismál, samkeppnismál, orkumál, ríkisaðstoð við atvinnulíf, stuðning við vísindi, menntun og menningu svo eitthvað sé nefnt. Samningurinn er gangverk viðskipta við Evrópu. Með þátttöku í EES hafa EFTA-ríkin skuldbundið sig að tryggja að löggjöf sé samræmd ESB á fjölmörgum sviðum. Því er nauðsynlegt að stjórnvöld tryggi að hagsmunum Íslands sé sterklega haldið fram þegar löggjöf er mótuð innan EES, sem síðar verður löggjöf á Íslandi. Sem sveitarstjórnarmaður, alþingismaður og nú utanríkisráðherra þekki ég vel hve umfangsmikill þáttur löggjafarstarfs er tengdur EES, ekki bara á Alþingi eða í ráðuneytum heldur einnig á vettvangi sveitarstjórna. EES snertir daglegt líf hvers Íslendings. Af þessum ástæðum verður að efla hagsmunagæslu Íslands innan EES. Á það hefur verið bent, síðast með samþykkt þingsályktunar fyrr á þessu ári. Með þetta í huga er mikilvægt að hrinda í framkvæmd aðgerðum í þessu skyni. Forgangsraða þarf þannig að sjónarmið Íslands komi fram í löggjafarstarfi strax á fyrstu stigum máls. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Sjá meira
Evrópa er okkar mikilvægasti útflutningsmarkaður. Þangað fara um 80% af okkar vöruútflutningi í dag og rúm 60% af okkar innflutningi eru frá Evrópu. Það er að mínu mati nauðsynlegt að styrkja okkar hagsmunagæslu í Evrópusamstarfi. Fjárlagafrumvarpið markar fyrstu skref að þessu markmiði þar sem lagt er til að varið verði auknu fjármagni í EES-samstarfið. Íslensk löggjöf fylgir á flestum sviðum evrópskri löggjöf. Ástæða þessa er EES-samningurinn. Með honum hefur Ísland verið hluti af innri markaði ESB frá árinu 1994 en samningurinn gefur aðgang að 500 milljóna manna markaði 28 ríkja ESB, auk Noregs og Liechtenstein. EES-samningurinn er gríðarlegt hagsmunamál. Samningurinn tryggir frelsi í viðskiptum með vörur, fjármagn og þjónustu. Hann tryggir einstaklingum frelsi til að flytjast á milli landa, stunda atvinnu og sækja menntun. Þótt landbúnaðarstefna og sjávarútvegsstefna ESB falli ekki undir samninginn tryggir hann greið viðskipti með landbúnaðarvörur og sjávarafurðir. Allar reglur um heilbrigði matvæla falla til dæmis undir EES. EES fjallar einnig um umhverfismál, samkeppnismál, orkumál, ríkisaðstoð við atvinnulíf, stuðning við vísindi, menntun og menningu svo eitthvað sé nefnt. Samningurinn er gangverk viðskipta við Evrópu. Með þátttöku í EES hafa EFTA-ríkin skuldbundið sig að tryggja að löggjöf sé samræmd ESB á fjölmörgum sviðum. Því er nauðsynlegt að stjórnvöld tryggi að hagsmunum Íslands sé sterklega haldið fram þegar löggjöf er mótuð innan EES, sem síðar verður löggjöf á Íslandi. Sem sveitarstjórnarmaður, alþingismaður og nú utanríkisráðherra þekki ég vel hve umfangsmikill þáttur löggjafarstarfs er tengdur EES, ekki bara á Alþingi eða í ráðuneytum heldur einnig á vettvangi sveitarstjórna. EES snertir daglegt líf hvers Íslendings. Af þessum ástæðum verður að efla hagsmunagæslu Íslands innan EES. Á það hefur verið bent, síðast með samþykkt þingsályktunar fyrr á þessu ári. Með þetta í huga er mikilvægt að hrinda í framkvæmd aðgerðum í þessu skyni. Forgangsraða þarf þannig að sjónarmið Íslands komi fram í löggjafarstarfi strax á fyrstu stigum máls.
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar