„Mennt er máttur“ Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 3. október 2013 06:00 Menntun þjóðar er einn besti mælikvarðinn sem til er á þróun og framfarir. Þjóð sem er vel menntuð er nær örugglega vel stödd efnahagslega. Ríkari þjóðir heims tryggja öllum grunnmenntun, sem í dag þýðir víðast hvar vel yfir tíu ára skólagöngu – og flestir eiga kost á framhaldsmenntun, að miklu leyti á kostnað hins opinbera. Hjá fátækum þjóðum heimsins er þessu öðruvísi farið. Þar er engan veginn víst að öll börn eigi þess kost að sækja skóla, og þaðan af síður að skólinn geti boðið þeim upp á hæfa kennara, kennslugögn eða jafnvel þak yfir höfuðið. Þótt miklar framfarir hafi orðið á seinni árum í því að tryggja börnum aðgang að skóla, og þar hafa þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna verið mikill hvati, vantar mikið upp á að sú kennsla sem þar fer fram nái markmiðum sínum, ekki síst vegna lélegs aðbúnaðar. Þegar börnin komast á kynþroskaaldurinn hverfa þau frá námi til að leggja sitt til framfærslu fjölskyldunnar. Staða ungra stúlkna er verri en drengja og allt of oft eru þær teknar úr skóla, bæði af efnahagslegum og menningarlegum ástæðum, og hverfa þá stundum beint úr hálfnuðu grunnskólanámi í hjónaband. Ein helsta áskorunin sem heimurinn horfist í augu við gagnvart menntun í fátækum löndum er að halda börnunum í skóla þar til grunnskóla lýkur. Önnur megináskorunin er að auka gæði námsins, með því að tryggja betri námsaðstæður fyrir börnin.Grundvallarmenntun Það er skylda þjóða sem hafa efni á, að styðja fátækar þjóðir til þess að veita börnum grundvallarmenntun, svo að allir kunni að lesa, skrifa og reikna. Íslendingar hafa viðurkennt þessa skyldu sína um árabil. Eins og fram kemur í áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2013-2016, sem samþykkt var á Alþingi í mars 2013, er menntun einn mikilvægasti þátturinn í þróunarsamvinnu okkar. Hluti hennar er á háskólastigi í gegnum Háskóla Sameinuðu þjóðanna, en þar höldum við uppi myndarlegu starfi Jarðhitaskólans, Sjávarútvegsskólans, Landgræðsluskólans og Jafnréttisskólans. Þá styðjum við einnig við starf stofnana á borð við Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF), sem styður m.a. við menntun, heilsu og þroska barna og Stofnun SÞ um kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna (UN Women) sem starfar að því að tryggja konum grundvallarréttindi á borð við menntun og tækifæri til að nýta hana sér og fjölskyldum sínum til framdráttar. Þróunarsamvinnustofnun Íslands hefur lagt verulega áherslu á menntun í verkefnum sínum í fátækum löndum Afríku. Hún snýr að grunnskólamenntun í sumum löndum, að fullorðinsfræðslu í öðrum og atvinnutengdri menntun í enn öðrum. Í öllum tilfellum er menntunin veitt á forsendum heimalandsins og í þeim tilgangi að styrkja félagslega innviði. Áherslan í grunnskólamenntun hefur fyrst og fremst verið á að tryggja menntun barna í fátækum byggðum og á menntun stúlkna. Þá er rétt að geta þess góða starfs sem mörg íslensk félagasamtök hafa unnið á sviði menntunar í fjölmörgum löndum þar sem unnið er af heilum hug að því að bæta aðgengi barna að námi og auka gæði þess. Nú stendur yfir kynningarvika sem ber yfirskriftina „Komum heiminum í lag“, en að henni standa félagasamtök sem starfa á sviði þróunarsamvinnu í samvinnu við ÞSSÍ, með stuðningi utanríkisráðuneytisins. Þetta er þriðja árið í röð sem staðið er fyrir slíku kynningarátaki, en að þessu sinni er áherslan á menntun og mikilvægi hennar. Bæði fyrir þróunarlönd og íbúa þeirra, sem og fyrir þegna þeirra ríkja sem veita framlög til þróunarsamvinnu. Stuðningur við menntun skilar sér margfalt til baka og myndar þær stoðir sem nauðsynlegar eru hverju samfélagi. Menntun eykur hagsæld, jöfnuð og velferð. Mennt er máttur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Menntun þjóðar er einn besti mælikvarðinn sem til er á þróun og framfarir. Þjóð sem er vel menntuð er nær örugglega vel stödd efnahagslega. Ríkari þjóðir heims tryggja öllum grunnmenntun, sem í dag þýðir víðast hvar vel yfir tíu ára skólagöngu – og flestir eiga kost á framhaldsmenntun, að miklu leyti á kostnað hins opinbera. Hjá fátækum þjóðum heimsins er þessu öðruvísi farið. Þar er engan veginn víst að öll börn eigi þess kost að sækja skóla, og þaðan af síður að skólinn geti boðið þeim upp á hæfa kennara, kennslugögn eða jafnvel þak yfir höfuðið. Þótt miklar framfarir hafi orðið á seinni árum í því að tryggja börnum aðgang að skóla, og þar hafa þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna verið mikill hvati, vantar mikið upp á að sú kennsla sem þar fer fram nái markmiðum sínum, ekki síst vegna lélegs aðbúnaðar. Þegar börnin komast á kynþroskaaldurinn hverfa þau frá námi til að leggja sitt til framfærslu fjölskyldunnar. Staða ungra stúlkna er verri en drengja og allt of oft eru þær teknar úr skóla, bæði af efnahagslegum og menningarlegum ástæðum, og hverfa þá stundum beint úr hálfnuðu grunnskólanámi í hjónaband. Ein helsta áskorunin sem heimurinn horfist í augu við gagnvart menntun í fátækum löndum er að halda börnunum í skóla þar til grunnskóla lýkur. Önnur megináskorunin er að auka gæði námsins, með því að tryggja betri námsaðstæður fyrir börnin.Grundvallarmenntun Það er skylda þjóða sem hafa efni á, að styðja fátækar þjóðir til þess að veita börnum grundvallarmenntun, svo að allir kunni að lesa, skrifa og reikna. Íslendingar hafa viðurkennt þessa skyldu sína um árabil. Eins og fram kemur í áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2013-2016, sem samþykkt var á Alþingi í mars 2013, er menntun einn mikilvægasti þátturinn í þróunarsamvinnu okkar. Hluti hennar er á háskólastigi í gegnum Háskóla Sameinuðu þjóðanna, en þar höldum við uppi myndarlegu starfi Jarðhitaskólans, Sjávarútvegsskólans, Landgræðsluskólans og Jafnréttisskólans. Þá styðjum við einnig við starf stofnana á borð við Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF), sem styður m.a. við menntun, heilsu og þroska barna og Stofnun SÞ um kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna (UN Women) sem starfar að því að tryggja konum grundvallarréttindi á borð við menntun og tækifæri til að nýta hana sér og fjölskyldum sínum til framdráttar. Þróunarsamvinnustofnun Íslands hefur lagt verulega áherslu á menntun í verkefnum sínum í fátækum löndum Afríku. Hún snýr að grunnskólamenntun í sumum löndum, að fullorðinsfræðslu í öðrum og atvinnutengdri menntun í enn öðrum. Í öllum tilfellum er menntunin veitt á forsendum heimalandsins og í þeim tilgangi að styrkja félagslega innviði. Áherslan í grunnskólamenntun hefur fyrst og fremst verið á að tryggja menntun barna í fátækum byggðum og á menntun stúlkna. Þá er rétt að geta þess góða starfs sem mörg íslensk félagasamtök hafa unnið á sviði menntunar í fjölmörgum löndum þar sem unnið er af heilum hug að því að bæta aðgengi barna að námi og auka gæði þess. Nú stendur yfir kynningarvika sem ber yfirskriftina „Komum heiminum í lag“, en að henni standa félagasamtök sem starfa á sviði þróunarsamvinnu í samvinnu við ÞSSÍ, með stuðningi utanríkisráðuneytisins. Þetta er þriðja árið í röð sem staðið er fyrir slíku kynningarátaki, en að þessu sinni er áherslan á menntun og mikilvægi hennar. Bæði fyrir þróunarlönd og íbúa þeirra, sem og fyrir þegna þeirra ríkja sem veita framlög til þróunarsamvinnu. Stuðningur við menntun skilar sér margfalt til baka og myndar þær stoðir sem nauðsynlegar eru hverju samfélagi. Menntun eykur hagsæld, jöfnuð og velferð. Mennt er máttur.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun