Skemmtilegt að ná að kveðja hana hérna heima Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. september 2013 07:00 Katrín Jónsdóttir. Mynd/Valli Það verður kveðjustund í Laugardalnum í kvöld þegar Katrín Jónsdóttir klæðist íslenska landsliðsbúningnum í síðasta sinn. Það eru liðin 19 ár síðan landsliðsferill hennar hófst en nýráðinn þjálfari liðsins, Freyr Alexandersson, gaf Kötu tækifæri til að kveðja á heimavelli. Það leit annars út fyrir að 0-4 tap á móti Svíþjóð í átta liða úrslitunum á EM í sumar yrði síðasti landsleikurinn en Freyr sannfærði Katrínu um að hjálpa liðinu að komast af stað í undankeppni HM 2015.Átti ekki von á símtalinu „Ég átti ekki endilega von á þessu símtali frá Freysa en það var mikill heiður að vera spurð og það er alltaf heiður að spila fyrir landsliðið,“ segir Katrín. Það var dramatísk stund í Halmstad þegar hún faðmaði alla liðsfélagana og tárin féllu. „Ég var ekki búin að ákveða það fyrir Svíaleikinn að það yrði síðasti leikurinn því við ætluðum okkur áfram. Svo töpuðum við honum og það voru miklar tilfinningar og læti þarna eftir leikinn. Þetta er ný keppni og mér finnst gaman ef ég get hjálpað til. Ég mun leggja allt í sölurnar til þess að liðið fari vel af stað í þessari keppni,“ segir Katrín. Hún er einbeitt og leggur mikla áherslu á að þetta kvöld eigi ekki að snúast um hana. „Ég verð ekki í fókusnum í þessum leik því þetta er mótsleikur og mjög mikilvægur leikur,“ segir Katrín. Er alveg öruggt að þetta sé síðasti leikurinn? „Nú þori ég varla að segja neitt,“ segir Katrín hlæjandi en bætir svo við: „Þetta er mitt síðasta tímabil með félagsliði og ég geri fastlega ráð fyrir því að fá engin símtöl þegar ég er hætt að æfa,“ segir Katrín í léttum tón. Svissneska liðið skoraði níu mörk í stórsigri á Serbíu um síðustu helgi og það mun því reyna á Katrínu og félaga í varnarleiknum í kvöld.Ætla að vinna fyrir hana Tveir leikmenn liðsins sem gera tilkall til fyrirliðabandsins þegar hún er farin fagna því að Katrín fái að kveðja liðið á heimavelli. „Það er skemmtilegt fyrir hana að koma og fá að spila síðasta leikinn á heimavelli. Við ætlum klárlega að vinna þennan leik fyrir hana og fá þrjú stig. Það er kannski aðeins meira undir út af þessu en það er skemmtilegt að fá hana aftur og ná að kveðja hana hérna heima,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, sem var varafyrirliði Katrínar síðustu ár. „Gamla er að hætta og hún á það skilið frá okkur leikmönnunum, þjálfurunum og landsmönnum öllum að við kveðjum hana með stæl. Við leikmennirnir reynum að gera okkar inni á vellinum og vonandi koma sem flestir í stúkuna og gefa henni eitt gott lófaklapp þegar hún gengur af velli. Það er þvílíkt sem hún hefur gert fyrir þetta lið og hjálpað því að komast á þann stall sem það er á í dag,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir.Kvöldið verður tilfinningaríkt Margrét Lára gerir sér samt vel grein fyrir því að kveðjuleikur Katrínar mun reyna á liðið andlega enda stelpurnar að kveðja magnaðan liðsfélaga. „Það verða tilfinningar í þessum leik en fyrsta og fremst eru það leikurinn og úrslitin sem skipta máli. Það er okkar að einbeita okkur að því,“ sagði Margrét Lára. Leikur Íslands og Sviss fer fram á Laugardalsvellinum og hefst klukkan 18.30. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Það verður kveðjustund í Laugardalnum í kvöld þegar Katrín Jónsdóttir klæðist íslenska landsliðsbúningnum í síðasta sinn. Það eru liðin 19 ár síðan landsliðsferill hennar hófst en nýráðinn þjálfari liðsins, Freyr Alexandersson, gaf Kötu tækifæri til að kveðja á heimavelli. Það leit annars út fyrir að 0-4 tap á móti Svíþjóð í átta liða úrslitunum á EM í sumar yrði síðasti landsleikurinn en Freyr sannfærði Katrínu um að hjálpa liðinu að komast af stað í undankeppni HM 2015.Átti ekki von á símtalinu „Ég átti ekki endilega von á þessu símtali frá Freysa en það var mikill heiður að vera spurð og það er alltaf heiður að spila fyrir landsliðið,“ segir Katrín. Það var dramatísk stund í Halmstad þegar hún faðmaði alla liðsfélagana og tárin féllu. „Ég var ekki búin að ákveða það fyrir Svíaleikinn að það yrði síðasti leikurinn því við ætluðum okkur áfram. Svo töpuðum við honum og það voru miklar tilfinningar og læti þarna eftir leikinn. Þetta er ný keppni og mér finnst gaman ef ég get hjálpað til. Ég mun leggja allt í sölurnar til þess að liðið fari vel af stað í þessari keppni,“ segir Katrín. Hún er einbeitt og leggur mikla áherslu á að þetta kvöld eigi ekki að snúast um hana. „Ég verð ekki í fókusnum í þessum leik því þetta er mótsleikur og mjög mikilvægur leikur,“ segir Katrín. Er alveg öruggt að þetta sé síðasti leikurinn? „Nú þori ég varla að segja neitt,“ segir Katrín hlæjandi en bætir svo við: „Þetta er mitt síðasta tímabil með félagsliði og ég geri fastlega ráð fyrir því að fá engin símtöl þegar ég er hætt að æfa,“ segir Katrín í léttum tón. Svissneska liðið skoraði níu mörk í stórsigri á Serbíu um síðustu helgi og það mun því reyna á Katrínu og félaga í varnarleiknum í kvöld.Ætla að vinna fyrir hana Tveir leikmenn liðsins sem gera tilkall til fyrirliðabandsins þegar hún er farin fagna því að Katrín fái að kveðja liðið á heimavelli. „Það er skemmtilegt fyrir hana að koma og fá að spila síðasta leikinn á heimavelli. Við ætlum klárlega að vinna þennan leik fyrir hana og fá þrjú stig. Það er kannski aðeins meira undir út af þessu en það er skemmtilegt að fá hana aftur og ná að kveðja hana hérna heima,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, sem var varafyrirliði Katrínar síðustu ár. „Gamla er að hætta og hún á það skilið frá okkur leikmönnunum, þjálfurunum og landsmönnum öllum að við kveðjum hana með stæl. Við leikmennirnir reynum að gera okkar inni á vellinum og vonandi koma sem flestir í stúkuna og gefa henni eitt gott lófaklapp þegar hún gengur af velli. Það er þvílíkt sem hún hefur gert fyrir þetta lið og hjálpað því að komast á þann stall sem það er á í dag,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir.Kvöldið verður tilfinningaríkt Margrét Lára gerir sér samt vel grein fyrir því að kveðjuleikur Katrínar mun reyna á liðið andlega enda stelpurnar að kveðja magnaðan liðsfélaga. „Það verða tilfinningar í þessum leik en fyrsta og fremst eru það leikurinn og úrslitin sem skipta máli. Það er okkar að einbeita okkur að því,“ sagði Margrét Lára. Leikur Íslands og Sviss fer fram á Laugardalsvellinum og hefst klukkan 18.30.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira