Skemmtilegt að ná að kveðja hana hérna heima Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. september 2013 07:00 Katrín Jónsdóttir. Mynd/Valli Það verður kveðjustund í Laugardalnum í kvöld þegar Katrín Jónsdóttir klæðist íslenska landsliðsbúningnum í síðasta sinn. Það eru liðin 19 ár síðan landsliðsferill hennar hófst en nýráðinn þjálfari liðsins, Freyr Alexandersson, gaf Kötu tækifæri til að kveðja á heimavelli. Það leit annars út fyrir að 0-4 tap á móti Svíþjóð í átta liða úrslitunum á EM í sumar yrði síðasti landsleikurinn en Freyr sannfærði Katrínu um að hjálpa liðinu að komast af stað í undankeppni HM 2015.Átti ekki von á símtalinu „Ég átti ekki endilega von á þessu símtali frá Freysa en það var mikill heiður að vera spurð og það er alltaf heiður að spila fyrir landsliðið,“ segir Katrín. Það var dramatísk stund í Halmstad þegar hún faðmaði alla liðsfélagana og tárin féllu. „Ég var ekki búin að ákveða það fyrir Svíaleikinn að það yrði síðasti leikurinn því við ætluðum okkur áfram. Svo töpuðum við honum og það voru miklar tilfinningar og læti þarna eftir leikinn. Þetta er ný keppni og mér finnst gaman ef ég get hjálpað til. Ég mun leggja allt í sölurnar til þess að liðið fari vel af stað í þessari keppni,“ segir Katrín. Hún er einbeitt og leggur mikla áherslu á að þetta kvöld eigi ekki að snúast um hana. „Ég verð ekki í fókusnum í þessum leik því þetta er mótsleikur og mjög mikilvægur leikur,“ segir Katrín. Er alveg öruggt að þetta sé síðasti leikurinn? „Nú þori ég varla að segja neitt,“ segir Katrín hlæjandi en bætir svo við: „Þetta er mitt síðasta tímabil með félagsliði og ég geri fastlega ráð fyrir því að fá engin símtöl þegar ég er hætt að æfa,“ segir Katrín í léttum tón. Svissneska liðið skoraði níu mörk í stórsigri á Serbíu um síðustu helgi og það mun því reyna á Katrínu og félaga í varnarleiknum í kvöld.Ætla að vinna fyrir hana Tveir leikmenn liðsins sem gera tilkall til fyrirliðabandsins þegar hún er farin fagna því að Katrín fái að kveðja liðið á heimavelli. „Það er skemmtilegt fyrir hana að koma og fá að spila síðasta leikinn á heimavelli. Við ætlum klárlega að vinna þennan leik fyrir hana og fá þrjú stig. Það er kannski aðeins meira undir út af þessu en það er skemmtilegt að fá hana aftur og ná að kveðja hana hérna heima,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, sem var varafyrirliði Katrínar síðustu ár. „Gamla er að hætta og hún á það skilið frá okkur leikmönnunum, þjálfurunum og landsmönnum öllum að við kveðjum hana með stæl. Við leikmennirnir reynum að gera okkar inni á vellinum og vonandi koma sem flestir í stúkuna og gefa henni eitt gott lófaklapp þegar hún gengur af velli. Það er þvílíkt sem hún hefur gert fyrir þetta lið og hjálpað því að komast á þann stall sem það er á í dag,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir.Kvöldið verður tilfinningaríkt Margrét Lára gerir sér samt vel grein fyrir því að kveðjuleikur Katrínar mun reyna á liðið andlega enda stelpurnar að kveðja magnaðan liðsfélaga. „Það verða tilfinningar í þessum leik en fyrsta og fremst eru það leikurinn og úrslitin sem skipta máli. Það er okkar að einbeita okkur að því,“ sagði Margrét Lára. Leikur Íslands og Sviss fer fram á Laugardalsvellinum og hefst klukkan 18.30. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Sjá meira
Það verður kveðjustund í Laugardalnum í kvöld þegar Katrín Jónsdóttir klæðist íslenska landsliðsbúningnum í síðasta sinn. Það eru liðin 19 ár síðan landsliðsferill hennar hófst en nýráðinn þjálfari liðsins, Freyr Alexandersson, gaf Kötu tækifæri til að kveðja á heimavelli. Það leit annars út fyrir að 0-4 tap á móti Svíþjóð í átta liða úrslitunum á EM í sumar yrði síðasti landsleikurinn en Freyr sannfærði Katrínu um að hjálpa liðinu að komast af stað í undankeppni HM 2015.Átti ekki von á símtalinu „Ég átti ekki endilega von á þessu símtali frá Freysa en það var mikill heiður að vera spurð og það er alltaf heiður að spila fyrir landsliðið,“ segir Katrín. Það var dramatísk stund í Halmstad þegar hún faðmaði alla liðsfélagana og tárin féllu. „Ég var ekki búin að ákveða það fyrir Svíaleikinn að það yrði síðasti leikurinn því við ætluðum okkur áfram. Svo töpuðum við honum og það voru miklar tilfinningar og læti þarna eftir leikinn. Þetta er ný keppni og mér finnst gaman ef ég get hjálpað til. Ég mun leggja allt í sölurnar til þess að liðið fari vel af stað í þessari keppni,“ segir Katrín. Hún er einbeitt og leggur mikla áherslu á að þetta kvöld eigi ekki að snúast um hana. „Ég verð ekki í fókusnum í þessum leik því þetta er mótsleikur og mjög mikilvægur leikur,“ segir Katrín. Er alveg öruggt að þetta sé síðasti leikurinn? „Nú þori ég varla að segja neitt,“ segir Katrín hlæjandi en bætir svo við: „Þetta er mitt síðasta tímabil með félagsliði og ég geri fastlega ráð fyrir því að fá engin símtöl þegar ég er hætt að æfa,“ segir Katrín í léttum tón. Svissneska liðið skoraði níu mörk í stórsigri á Serbíu um síðustu helgi og það mun því reyna á Katrínu og félaga í varnarleiknum í kvöld.Ætla að vinna fyrir hana Tveir leikmenn liðsins sem gera tilkall til fyrirliðabandsins þegar hún er farin fagna því að Katrín fái að kveðja liðið á heimavelli. „Það er skemmtilegt fyrir hana að koma og fá að spila síðasta leikinn á heimavelli. Við ætlum klárlega að vinna þennan leik fyrir hana og fá þrjú stig. Það er kannski aðeins meira undir út af þessu en það er skemmtilegt að fá hana aftur og ná að kveðja hana hérna heima,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, sem var varafyrirliði Katrínar síðustu ár. „Gamla er að hætta og hún á það skilið frá okkur leikmönnunum, þjálfurunum og landsmönnum öllum að við kveðjum hana með stæl. Við leikmennirnir reynum að gera okkar inni á vellinum og vonandi koma sem flestir í stúkuna og gefa henni eitt gott lófaklapp þegar hún gengur af velli. Það er þvílíkt sem hún hefur gert fyrir þetta lið og hjálpað því að komast á þann stall sem það er á í dag,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir.Kvöldið verður tilfinningaríkt Margrét Lára gerir sér samt vel grein fyrir því að kveðjuleikur Katrínar mun reyna á liðið andlega enda stelpurnar að kveðja magnaðan liðsfélaga. „Það verða tilfinningar í þessum leik en fyrsta og fremst eru það leikurinn og úrslitin sem skipta máli. Það er okkar að einbeita okkur að því,“ sagði Margrét Lára. Leikur Íslands og Sviss fer fram á Laugardalsvellinum og hefst klukkan 18.30.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Sjá meira